Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson, Björg Torfadóttir, Sigrún Ósk, Sigurjón Már, Halldóra Hafsteins, Guðlaug Svala Kristjánsdóttir og Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifa 29. september 2025 11:47 „Ég uppgötvaði fyrir ekki svo löngu að ég hef haft sjálfsvígshugmyndir af einhverju tagi síðan að ég var a.m.k. 10 ára gamall. Þar var mér strax farið að finnast ég ekki eiga neins staðar heima, ekki tilheyra. Ég var öllum bara til trafala. Þá var kannski bara besta lausnin sú að ég væri ekki til, bæði fyrir mig og aðra. Fyrir mér eru sjálfsvígshugmyndir tvenns konar. Annars vegar hverfast þær um tilfinningu sem segir ,,mig langar ekki að vera til” eða ,,það væri sennilega best fyrir öll að ég væri ekki til”. Hún fer í raun aldrei, en leggst í smá dvala inn á milli. Hún dúkkar svo upp þegar eitthvað á sér stað í lífi mínu sem minnir mig á að ég tilheyri ekki og þá situr hún með mér í þó nokkurn tíma, oftast daga, vikur, jafnvel mánuði. Hún hefur fylgt mér svo lengi og oft að mér finnst hún í raun bara frekar hversdagsleg og alls ekki alvarleg. Hins vegar eru skipulagshugmyndir, öllu alvarlegri. Þær dúkka upp mun sjaldnar og lifa skemur með mér. Ég hef tvisvar verið kominn ansi langt með þessar vangaveltur. Annað skiptið var ég bókstaflega kominn á bjargbrúnina, en það er eina skiptið sem ég hef komið á Látrabjarg. Á bak við var alltaf þessi upplifun að ég tilheyri ekki. Mér fannst ég oft svo rangur einhvern veginn. Ég hugsaði rangt, brást við rangt, fann til rangt. Eða það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk frá umhverfi mínu. Þegar ég var 35 ára uppgötvaði ég að ég er einhverfur. Það er kominn áratugur síðan. Á þeim tíma hef ég verið að átta mig á því að ekkert við mig er í raun rangt, þó það sé öðruvísi. En þessi tilfinning að tilheyra ekki fer samt ekkert. Hún situr pikkföst og dúkkar enn upp við ákveðnar aðstæður.“ - Ármann Pálsson Einhverfupaunkið er hópur fullorðinna einhverfra einstaklinga sem berjast gegn fordómum og óréttlæti í garð einhverfra. Við, höfundar þessarar greinar, höfum öll upplifað mjög erfiða hluti þegar við höfum leitað hjálpar hjá heilbrigðiskerfinu. Margt er of sárt og persónulegt til að deila hér en okkur er gert mjög erfitt fyrir. Við þurfum að ýta á eftir því að okkur sé sinnt en passa að vera ekki of „aggressív“ og „frek“. Kerfið er að bregðast okkur og svona má þetta ekki halda áfram. Það verður að gera betur í geðheilbrigðisþjónustu fyrir einhverft fólk. Fordómar og neikvæðni í garð einhverfra eru veigamiklir þættir í hvers vegna einhverf eru í stóraukinni sjálfsvígshættu. Samkvæmt skýrslusem gerð var á vegum heilbrigðisráðuneytisins 2024, eru einhverf 9 sinnum líklegri til að deyja af völdum sjálfsvíga en önnur. Bresk samantekt rannsókna á sjálfsvígum einhverfra sýnir að: 66% einhverfra hafa íhugað sjálfsvíg 35% skipulagt eða gert tilraun til sjálfsvígs Sá hópur sem er í mestri sjálfsvígshættu eru einhverf sem ekki eru einnig með þroskahömlun og einhverfar konur Í bresku skýrslunni er ekki talað um einhverf kvár eða trans fólk, en við getum leitt líkum að því að staða þeirra sé síst betri. Samkvæmt sömu skýrslu eru helstu ástæður sjálfsvíga hjá einhverfum að einhverju leyti þær sömu og hjá óeinhverfum; geðrænn vandi, félagsleg einangrun og takmörkuð atvinnuþátttaka. Þó er talið að einhverfa auki á hættuna sem stafar af fyrrnefndum atriðum og sé áhættuþáttur í sjálfu sér, einkum sökum eftirfarandi: Möskun (að setja upp grímu). Þetta er ekki meðvituð blekking heldur eðlilegt viðbragð við neikvæðu viðmóti, ofbeldi og öðrum áföllum. Alexithymia (ólæsi á eigin tilfinningar). Það er að eiga oft erfitt með að bera kennsl á og nefna eigin tilfinningar. Síendurteknar hugsanir. Skortur á viðeigandi stuðningi. Fyrrnefnd skýrsla Heilbrigðisráðuneytisins ber heitið „Hvert á ég að leita?” sem er lýsandi heiti fyrir upplifun fullorðins einhverfs fólks af heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Því er lýst að einhverft fólk lendi gjarnan á milli stofnana vegna þess að það passar ekki rétt inn í strangt skilgreind hlutverk þeirra stofnana sem það leitar til. Einhverfum er endurtekið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu, oft án þess að vera vísað í önnur úrræði. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem sjálfvígshugsanir einhverfra hverfast oft um að tilheyra ekki, og að upplifanir þeirra séu rangar. Þarna er kerfið að senda þeim nákvæmlega þau skilaboð. Við, sem skrifum þessa grein, erum öll einhverf. Flest okkar hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og sum okkar hafa reynt að kveðja þetta líf. Við erum samt þau heppnu. Við erum enn á lífi. “Í dag er geðheilsan mín í töluvert betri málum en hún var fyrir 10 árum síðan, en vegurinn að því hefur verið ansi brösóttur. Ég hef leitað til ýmissa stofnana eftir aðstoð með mjög misgóðum árangri og sumt var beinlínis skaðlegt. Það var svo ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég þyrfti bara að gera þetta sjálfur að eitthvað fór að gerast og ég fann svo úrræði sem hefur reynst mér afar vel. Það, ásamt því að komast í félagsskap einhverfra, er það sem hefur hjálpað mér hvað mest.” - Ármann Pálsson Fyrir hönd Einhverfupaunksins: Ármann Pálsson, tónsmiður Björg Torfadóttir, listmálari Sigrún Ósk, dansari og danskennari Sigurjón Már, ljósmyndari á filmur og pappír Halldóra Hafsteins, frístundaleiðbeinandi Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og prjónahönnuður Mamiko Dís Ragnarsdóttir, meistaranemi í hljóðfærakennslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einhverfa Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
„Ég uppgötvaði fyrir ekki svo löngu að ég hef haft sjálfsvígshugmyndir af einhverju tagi síðan að ég var a.m.k. 10 ára gamall. Þar var mér strax farið að finnast ég ekki eiga neins staðar heima, ekki tilheyra. Ég var öllum bara til trafala. Þá var kannski bara besta lausnin sú að ég væri ekki til, bæði fyrir mig og aðra. Fyrir mér eru sjálfsvígshugmyndir tvenns konar. Annars vegar hverfast þær um tilfinningu sem segir ,,mig langar ekki að vera til” eða ,,það væri sennilega best fyrir öll að ég væri ekki til”. Hún fer í raun aldrei, en leggst í smá dvala inn á milli. Hún dúkkar svo upp þegar eitthvað á sér stað í lífi mínu sem minnir mig á að ég tilheyri ekki og þá situr hún með mér í þó nokkurn tíma, oftast daga, vikur, jafnvel mánuði. Hún hefur fylgt mér svo lengi og oft að mér finnst hún í raun bara frekar hversdagsleg og alls ekki alvarleg. Hins vegar eru skipulagshugmyndir, öllu alvarlegri. Þær dúkka upp mun sjaldnar og lifa skemur með mér. Ég hef tvisvar verið kominn ansi langt með þessar vangaveltur. Annað skiptið var ég bókstaflega kominn á bjargbrúnina, en það er eina skiptið sem ég hef komið á Látrabjarg. Á bak við var alltaf þessi upplifun að ég tilheyri ekki. Mér fannst ég oft svo rangur einhvern veginn. Ég hugsaði rangt, brást við rangt, fann til rangt. Eða það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk frá umhverfi mínu. Þegar ég var 35 ára uppgötvaði ég að ég er einhverfur. Það er kominn áratugur síðan. Á þeim tíma hef ég verið að átta mig á því að ekkert við mig er í raun rangt, þó það sé öðruvísi. En þessi tilfinning að tilheyra ekki fer samt ekkert. Hún situr pikkföst og dúkkar enn upp við ákveðnar aðstæður.“ - Ármann Pálsson Einhverfupaunkið er hópur fullorðinna einhverfra einstaklinga sem berjast gegn fordómum og óréttlæti í garð einhverfra. Við, höfundar þessarar greinar, höfum öll upplifað mjög erfiða hluti þegar við höfum leitað hjálpar hjá heilbrigðiskerfinu. Margt er of sárt og persónulegt til að deila hér en okkur er gert mjög erfitt fyrir. Við þurfum að ýta á eftir því að okkur sé sinnt en passa að vera ekki of „aggressív“ og „frek“. Kerfið er að bregðast okkur og svona má þetta ekki halda áfram. Það verður að gera betur í geðheilbrigðisþjónustu fyrir einhverft fólk. Fordómar og neikvæðni í garð einhverfra eru veigamiklir þættir í hvers vegna einhverf eru í stóraukinni sjálfsvígshættu. Samkvæmt skýrslusem gerð var á vegum heilbrigðisráðuneytisins 2024, eru einhverf 9 sinnum líklegri til að deyja af völdum sjálfsvíga en önnur. Bresk samantekt rannsókna á sjálfsvígum einhverfra sýnir að: 66% einhverfra hafa íhugað sjálfsvíg 35% skipulagt eða gert tilraun til sjálfsvígs Sá hópur sem er í mestri sjálfsvígshættu eru einhverf sem ekki eru einnig með þroskahömlun og einhverfar konur Í bresku skýrslunni er ekki talað um einhverf kvár eða trans fólk, en við getum leitt líkum að því að staða þeirra sé síst betri. Samkvæmt sömu skýrslu eru helstu ástæður sjálfsvíga hjá einhverfum að einhverju leyti þær sömu og hjá óeinhverfum; geðrænn vandi, félagsleg einangrun og takmörkuð atvinnuþátttaka. Þó er talið að einhverfa auki á hættuna sem stafar af fyrrnefndum atriðum og sé áhættuþáttur í sjálfu sér, einkum sökum eftirfarandi: Möskun (að setja upp grímu). Þetta er ekki meðvituð blekking heldur eðlilegt viðbragð við neikvæðu viðmóti, ofbeldi og öðrum áföllum. Alexithymia (ólæsi á eigin tilfinningar). Það er að eiga oft erfitt með að bera kennsl á og nefna eigin tilfinningar. Síendurteknar hugsanir. Skortur á viðeigandi stuðningi. Fyrrnefnd skýrsla Heilbrigðisráðuneytisins ber heitið „Hvert á ég að leita?” sem er lýsandi heiti fyrir upplifun fullorðins einhverfs fólks af heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Því er lýst að einhverft fólk lendi gjarnan á milli stofnana vegna þess að það passar ekki rétt inn í strangt skilgreind hlutverk þeirra stofnana sem það leitar til. Einhverfum er endurtekið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu, oft án þess að vera vísað í önnur úrræði. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem sjálfvígshugsanir einhverfra hverfast oft um að tilheyra ekki, og að upplifanir þeirra séu rangar. Þarna er kerfið að senda þeim nákvæmlega þau skilaboð. Við, sem skrifum þessa grein, erum öll einhverf. Flest okkar hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og sum okkar hafa reynt að kveðja þetta líf. Við erum samt þau heppnu. Við erum enn á lífi. “Í dag er geðheilsan mín í töluvert betri málum en hún var fyrir 10 árum síðan, en vegurinn að því hefur verið ansi brösóttur. Ég hef leitað til ýmissa stofnana eftir aðstoð með mjög misgóðum árangri og sumt var beinlínis skaðlegt. Það var svo ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég þyrfti bara að gera þetta sjálfur að eitthvað fór að gerast og ég fann svo úrræði sem hefur reynst mér afar vel. Það, ásamt því að komast í félagsskap einhverfra, er það sem hefur hjálpað mér hvað mest.” - Ármann Pálsson Fyrir hönd Einhverfupaunksins: Ármann Pálsson, tónsmiður Björg Torfadóttir, listmálari Sigrún Ósk, dansari og danskennari Sigurjón Már, ljósmyndari á filmur og pappír Halldóra Hafsteins, frístundaleiðbeinandi Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og prjónahönnuður Mamiko Dís Ragnarsdóttir, meistaranemi í hljóðfærakennslu
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun