„Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2025 11:45 Elma Dís Árnadóttir hafði starfað hjá Play í um ár. Vísir „Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður hitti Elmu Dís á skrifstofum Play í morgun. Elma sagði Play hafa verið mikilvægan samkeppnisaðila á markaði. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og skemmtilegur vinnustaður. Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla.“ Þið voruð í miðri markaðsherferð og ég hef heimildir fyrir því að þið hafið verið verð búa til efni fyrir þá herferð í síðustu viku. Hér voru sem sagt hjólin á fullu, eða hvað? „Já við vissum ekki betur en að við værum fulla ferð áfram. Ég hugsa að þetta komi öllum á óvart. Það vonuðu allir – flestir að minnsta kosti sem ég hef talað við – að Play myndi ganga upp. Hún segir ennfremur að enginn hafi trúað því að þetta myndi vera endirinn. „Það eru bara allir mjög leiðir að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum náttúrulega öll búin að gera okkar besta og hann líka. Ég hugsa að við séum öll jafn sorgmædd yfir þessu að Play hafi ekki getað gengið áfram og þessi samkeppni ekki getað gengið betur,“ segir Elma Dís. Hvernig er líðanin hjá þér núna? „Ég bara veit það ekki. Ekki ennþá. En maður heldur bara áfram með lífið en mér finnst þetta bara ótrúlega leiðinlegt, aðallega Play vegna.“ Ég spurði forstjórann út í stöðuna varðandi launamál starfsfólks. Hann sagði að mjög líklega yrði ykkur greitt um næstu mánaðamót. Hafið þið fengið þær upplýsingar? „Já, mér finnst hljóðið vera þannig að við fáum greitt núna fyrir mánuðinn sem við höfum unnið.“ Hvert verður framhaldið í dag? „Ég hugsa að við förum bara mitt teymi í hádegismat saman og kveðjumst. Við erum ótrúlega góður hópur af fólki og alltaf verið mjög jákvæð og gaman hjá okkur í vinnunni. Við ætlum ekki að leyfa stemningunni að skemmast hjá okkur. Við kveðjum þetta með góðu í rauninni,“ segir Elma Dís. Gjaldþrot Play Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður hitti Elmu Dís á skrifstofum Play í morgun. Elma sagði Play hafa verið mikilvægan samkeppnisaðila á markaði. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og skemmtilegur vinnustaður. Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla.“ Þið voruð í miðri markaðsherferð og ég hef heimildir fyrir því að þið hafið verið verð búa til efni fyrir þá herferð í síðustu viku. Hér voru sem sagt hjólin á fullu, eða hvað? „Já við vissum ekki betur en að við værum fulla ferð áfram. Ég hugsa að þetta komi öllum á óvart. Það vonuðu allir – flestir að minnsta kosti sem ég hef talað við – að Play myndi ganga upp. Hún segir ennfremur að enginn hafi trúað því að þetta myndi vera endirinn. „Það eru bara allir mjög leiðir að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum náttúrulega öll búin að gera okkar besta og hann líka. Ég hugsa að við séum öll jafn sorgmædd yfir þessu að Play hafi ekki getað gengið áfram og þessi samkeppni ekki getað gengið betur,“ segir Elma Dís. Hvernig er líðanin hjá þér núna? „Ég bara veit það ekki. Ekki ennþá. En maður heldur bara áfram með lífið en mér finnst þetta bara ótrúlega leiðinlegt, aðallega Play vegna.“ Ég spurði forstjórann út í stöðuna varðandi launamál starfsfólks. Hann sagði að mjög líklega yrði ykkur greitt um næstu mánaðamót. Hafið þið fengið þær upplýsingar? „Já, mér finnst hljóðið vera þannig að við fáum greitt núna fyrir mánuðinn sem við höfum unnið.“ Hvert verður framhaldið í dag? „Ég hugsa að við förum bara mitt teymi í hádegismat saman og kveðjumst. Við erum ótrúlega góður hópur af fólki og alltaf verið mjög jákvæð og gaman hjá okkur í vinnunni. Við ætlum ekki að leyfa stemningunni að skemmast hjá okkur. Við kveðjum þetta með góðu í rauninni,“ segir Elma Dís.
Gjaldþrot Play Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37
Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44
Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30