Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 17:13 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag, aðeins tæpum tveimur vikum eftir aðalmeðferð. Vísir/Vilhelm Fertugur Spánverji, Kendry Ariel Agramonte Moreta, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir tilraun til innflutnings á tæpum þremur kílóum af kókaíni. Fyrir dómi sagðist hann ekkert hafa vitað af innflutningnum en dómari taldi frásögn hans ótrúverðuga og að engu hafandi við úrlausn málsins. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær. Vísir sat aðalmeðferð málsins, sem fór fram fyrir tæplega tveimur vikum. Lýsingar Moreta, sem dómari tók ekkert mark á, eru reifaðar í fréttinni hér að neðan: Maðurinn sem flutti efnin til landsins hlaut dóm fyrir sinn hluta málsins um miðjan júlí eftir að hafa játað brot sín skýlaust. Játaði og vísaði á hinn Sá kom með 2,9 kíló af kókaíni í ferðatösku með flugi til Keflavíkurflugvallar og afhenti þau síðar öðrum manni sem einnig var ákærður fyrir brotið. Kókaínið var af 82 til 85 prósenta styrkleika og ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Upphaflega var hann ákærður fyrir að hafa framið brotið í félagi við Spánverjann en eftir að hann neitaði því var fallið frá þeim hluta ákærunnar. Spánverjinn var sömuleiðis upphaflega ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum í félagi við manninn en fallið var frá þeim hluta og hann ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa reynt að taka við fíkniefnunum og varsla þau. Engin fíkniefni var þó að finna í fórum hans enda hafði lögregla fjarlægt þau úr ferðatösku þess sem kom með þau til landsins. Í aðalmeðferðinni kom fram að sá hefði aðstoðað lögreglu við að góma Moreta. Framburðir stangast á Í aðalmeðferðinni var miklu púðri eytt í það að reyna að komast að því hvað hefði gengið á inni í íbúð í Fossvogi í Reykjavík þar sem mennirnir tveir voru handteknir. Í dóminum segir að maðurinn sem þegar hafði hlotið dóm hefði sagt fyrir dómi að hann hefði farið inn í íbúðina, lagt ferðatösku sína frá sér á gólfi við hlið rúms í svefnherbergi íbúðarinnar, fylgst með Moreta opna töskuna þar og strax á eftir farið út og í fang lögreglu. Jafnframt hafi hann hafnað því alfarið að hafa sjálfur opnað töskuna og sett fatnað úr henni í þvottavél. Á móti standi sá framburður Moreta hjá lögreglu að hinn maðurinn hefði komið inn í íbúðina, viljað bjór, í framhaldi opnað ferðatöskuna, tekið úr henni svart tæki (staðsetningarbúnað lögreglu) og fatnað, lagt tækið á rúmið í svefnherberginu, sett föt úr töskunni í þvottavél, því næst farið út að reykja, hann á sama tíma stungið tækinu í vasa sinn, ætlað að spyrja manninn hvað þetta væri og lögregla í sömu andrá ruðst inn í íbúðina. Enn fremur standi á móti sá framburður Moretas fyrir dómi, sem sé samhljóða fyrri frásögn í öllum meginatriðum, þó þannig að maðurinn eigi að hafa spurt hann um þvottavél, opnað ferðatöskuna á svefnherbergisgólfi til að setja fatnað úr henni í vélina, skilið töskuna eftir á gólfinu og farið út til að reykja eða skreppa í búð. Hann hafi aldrei kvikað frá því að hann hefði á engum tímapunkti móttekið töskuna, hvað þá snert hana og þvertekið fyrir að hafa opnað innra byrði tómrar töskunnar. Það sé álit dómsins að framangreindur framburður mannsins, virtur einn og sér, sé trúverðugur og styðji þær sakargiftir á hendur Moreta að hann hafi í Airbnb íbúðinni gert tilraun til að móttaka og varsla fíkniefni sem hann hefði sama dag smyglað til landsins í annarri ferðatösku. Með ólíkindum að hann hafi gist frítt Þá segir að um mat á trúverðugleika Moretas um sömu atriði sé í fleiri horn að líta. Fyrir það fyrsta þyki með ólíkindum sú frásögn hans að hann hafi í apríl gist þrjár til fjórar nætur á hóteli í miðbæ Reykjavíkur, svo sem hann hafi borið hjá lögreglu, eða jafnvel mun lengur, svo sem ráða megi af dómsframburði hans, án þess að vita hvað hótelið heiti eða hvar það sé nánar staðsett. Verði í því sambandi ekki annað ráðið en að hann hafi sjálfur greitt fyrir meinta gistingu. Í annan stað þyki með miklum ólíkindum sú frásögn hans að á hótelinu hafi hann kynnst manni að nafni Jónatan, sá maður séð aumur á honum vegna fjárskorts og ekki aðeins útvegað honum endurgjaldslaus afnot af Airbnb íbúðinni í 5 til 6 daga gegn því einu að hann hleypti ókunnum manni inn í íbúðina, heldur einnig lánað honum, af góðsemi einni, iPhone farsíma. Í þriðja liggi fyrir sá dómsframburður eiganda Airbnb íbúðarinnar, sem hafi engra hagsmuna að gæta af málsúrslitum og dómurinn meti trúverðugan, að enginn hafi flutt inn í íbúðina fyrr en að kvöldi 21. apríl, þá er karlmaður, sem svari sterklega til útlits Moretas, kom og fékk hjá eigandanum talnakóða til að nálgast lykil að íbúðinni. Þyki þessi trúverðugi framburður eigandans hrekja öndverðan framburð Moretas um hvenær og hvernig hann fékk lykil í hendur og það sé álit dómsins að sá framburður hans sé rangur og haldlaus við úrlausn máls. Þegar við þetta bætist sú staðreynd að hinn maðurinn hafi vitað lögregla biði eftir að ryðjast inn í Airbnb íbúðina þegar hann fór þangað inn. Þyki sá framburður Moretas með hreinum ólíkindum að maðurinn hefði óskað eftir að þvo fatnað úr ferðatösku þeirri sem lögregla hafði skömmu áður afhent honum. Þá verði ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að maðurinn hafi skilið við ferðatöskuna á svefnherbergisgólfi íbúðarinnar og Moreta eftir það fært töskuna inn á baðherbergisgólf. Að því gættu og með vísan til myndaskýrslu lögreglu, sem sýni glöggt að taskan stóð þar tóm og búið að opna innra byrði hennar, verði ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að Moreta hafi opnað innra byrðið og það í þeim tilgangi að kanna hvort þar væri að finna fíkniefni. Hlutverkið skiptir ekki máli Samkvæmt þessu sé það álit dómsins að framburður Moretas í heild og skýringar hans á dvöl sinni í Airbnb íbúðinni séu afar ótrúverðugar og að engu hafandi við úrlausn máls. Að því sögðu telji dómurinn einsætt að honum hafi verið falið það hlutverk í fíkniefnainnflutningi hins mannsins að taka á móti ferðatösku með fíkniefnum í og hann þannig verið hlekkur í framkvæmd þess brots sem ákært er fyrir. Óháð því hvort hlutverk hans hafi eingöngu falist í því að móttaka fíkniefnin og varsla þau tímabundið áður en þau væru öðrum afhent til söludreifingar, þyki óhætt að slá því föstu að ásetningur hans hafi náð til þess að taka þátt í fíkniefnainnflutningi og honum staðið á sama um hvaða efni væri að ræða og í hvaða magni. Hann sé þannig sannur að þeirri sök sem hann er borinn í málinu og þyki réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Að gættu því að hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi en einnig alvarleika brots hans þyki refsing hans hæfilega ákveðin þriggja ára fangelsisvist. Loks var Moreta dæmdur til að greiða málsvarnarlaun og aksturskostnað verjanda síns, alls 2,9 milljónir króna. Dómsmál Smygl Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær. Vísir sat aðalmeðferð málsins, sem fór fram fyrir tæplega tveimur vikum. Lýsingar Moreta, sem dómari tók ekkert mark á, eru reifaðar í fréttinni hér að neðan: Maðurinn sem flutti efnin til landsins hlaut dóm fyrir sinn hluta málsins um miðjan júlí eftir að hafa játað brot sín skýlaust. Játaði og vísaði á hinn Sá kom með 2,9 kíló af kókaíni í ferðatösku með flugi til Keflavíkurflugvallar og afhenti þau síðar öðrum manni sem einnig var ákærður fyrir brotið. Kókaínið var af 82 til 85 prósenta styrkleika og ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Upphaflega var hann ákærður fyrir að hafa framið brotið í félagi við Spánverjann en eftir að hann neitaði því var fallið frá þeim hluta ákærunnar. Spánverjinn var sömuleiðis upphaflega ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum í félagi við manninn en fallið var frá þeim hluta og hann ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa reynt að taka við fíkniefnunum og varsla þau. Engin fíkniefni var þó að finna í fórum hans enda hafði lögregla fjarlægt þau úr ferðatösku þess sem kom með þau til landsins. Í aðalmeðferðinni kom fram að sá hefði aðstoðað lögreglu við að góma Moreta. Framburðir stangast á Í aðalmeðferðinni var miklu púðri eytt í það að reyna að komast að því hvað hefði gengið á inni í íbúð í Fossvogi í Reykjavík þar sem mennirnir tveir voru handteknir. Í dóminum segir að maðurinn sem þegar hafði hlotið dóm hefði sagt fyrir dómi að hann hefði farið inn í íbúðina, lagt ferðatösku sína frá sér á gólfi við hlið rúms í svefnherbergi íbúðarinnar, fylgst með Moreta opna töskuna þar og strax á eftir farið út og í fang lögreglu. Jafnframt hafi hann hafnað því alfarið að hafa sjálfur opnað töskuna og sett fatnað úr henni í þvottavél. Á móti standi sá framburður Moreta hjá lögreglu að hinn maðurinn hefði komið inn í íbúðina, viljað bjór, í framhaldi opnað ferðatöskuna, tekið úr henni svart tæki (staðsetningarbúnað lögreglu) og fatnað, lagt tækið á rúmið í svefnherberginu, sett föt úr töskunni í þvottavél, því næst farið út að reykja, hann á sama tíma stungið tækinu í vasa sinn, ætlað að spyrja manninn hvað þetta væri og lögregla í sömu andrá ruðst inn í íbúðina. Enn fremur standi á móti sá framburður Moretas fyrir dómi, sem sé samhljóða fyrri frásögn í öllum meginatriðum, þó þannig að maðurinn eigi að hafa spurt hann um þvottavél, opnað ferðatöskuna á svefnherbergisgólfi til að setja fatnað úr henni í vélina, skilið töskuna eftir á gólfinu og farið út til að reykja eða skreppa í búð. Hann hafi aldrei kvikað frá því að hann hefði á engum tímapunkti móttekið töskuna, hvað þá snert hana og þvertekið fyrir að hafa opnað innra byrði tómrar töskunnar. Það sé álit dómsins að framangreindur framburður mannsins, virtur einn og sér, sé trúverðugur og styðji þær sakargiftir á hendur Moreta að hann hafi í Airbnb íbúðinni gert tilraun til að móttaka og varsla fíkniefni sem hann hefði sama dag smyglað til landsins í annarri ferðatösku. Með ólíkindum að hann hafi gist frítt Þá segir að um mat á trúverðugleika Moretas um sömu atriði sé í fleiri horn að líta. Fyrir það fyrsta þyki með ólíkindum sú frásögn hans að hann hafi í apríl gist þrjár til fjórar nætur á hóteli í miðbæ Reykjavíkur, svo sem hann hafi borið hjá lögreglu, eða jafnvel mun lengur, svo sem ráða megi af dómsframburði hans, án þess að vita hvað hótelið heiti eða hvar það sé nánar staðsett. Verði í því sambandi ekki annað ráðið en að hann hafi sjálfur greitt fyrir meinta gistingu. Í annan stað þyki með miklum ólíkindum sú frásögn hans að á hótelinu hafi hann kynnst manni að nafni Jónatan, sá maður séð aumur á honum vegna fjárskorts og ekki aðeins útvegað honum endurgjaldslaus afnot af Airbnb íbúðinni í 5 til 6 daga gegn því einu að hann hleypti ókunnum manni inn í íbúðina, heldur einnig lánað honum, af góðsemi einni, iPhone farsíma. Í þriðja liggi fyrir sá dómsframburður eiganda Airbnb íbúðarinnar, sem hafi engra hagsmuna að gæta af málsúrslitum og dómurinn meti trúverðugan, að enginn hafi flutt inn í íbúðina fyrr en að kvöldi 21. apríl, þá er karlmaður, sem svari sterklega til útlits Moretas, kom og fékk hjá eigandanum talnakóða til að nálgast lykil að íbúðinni. Þyki þessi trúverðugi framburður eigandans hrekja öndverðan framburð Moretas um hvenær og hvernig hann fékk lykil í hendur og það sé álit dómsins að sá framburður hans sé rangur og haldlaus við úrlausn máls. Þegar við þetta bætist sú staðreynd að hinn maðurinn hafi vitað lögregla biði eftir að ryðjast inn í Airbnb íbúðina þegar hann fór þangað inn. Þyki sá framburður Moretas með hreinum ólíkindum að maðurinn hefði óskað eftir að þvo fatnað úr ferðatösku þeirri sem lögregla hafði skömmu áður afhent honum. Þá verði ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að maðurinn hafi skilið við ferðatöskuna á svefnherbergisgólfi íbúðarinnar og Moreta eftir það fært töskuna inn á baðherbergisgólf. Að því gættu og með vísan til myndaskýrslu lögreglu, sem sýni glöggt að taskan stóð þar tóm og búið að opna innra byrði hennar, verði ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að Moreta hafi opnað innra byrðið og það í þeim tilgangi að kanna hvort þar væri að finna fíkniefni. Hlutverkið skiptir ekki máli Samkvæmt þessu sé það álit dómsins að framburður Moretas í heild og skýringar hans á dvöl sinni í Airbnb íbúðinni séu afar ótrúverðugar og að engu hafandi við úrlausn máls. Að því sögðu telji dómurinn einsætt að honum hafi verið falið það hlutverk í fíkniefnainnflutningi hins mannsins að taka á móti ferðatösku með fíkniefnum í og hann þannig verið hlekkur í framkvæmd þess brots sem ákært er fyrir. Óháð því hvort hlutverk hans hafi eingöngu falist í því að móttaka fíkniefnin og varsla þau tímabundið áður en þau væru öðrum afhent til söludreifingar, þyki óhætt að slá því föstu að ásetningur hans hafi náð til þess að taka þátt í fíkniefnainnflutningi og honum staðið á sama um hvaða efni væri að ræða og í hvaða magni. Hann sé þannig sannur að þeirri sök sem hann er borinn í málinu og þyki réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Að gættu því að hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi en einnig alvarleika brots hans þyki refsing hans hæfilega ákveðin þriggja ára fangelsisvist. Loks var Moreta dæmdur til að greiða málsvarnarlaun og aksturskostnað verjanda síns, alls 2,9 milljónir króna.
Dómsmál Smygl Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira