Erlent

Er­lendir miðlar fjalla um gjald­þrot Play

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lýst var yfir gjaldþroti í dag.
Lýst var yfir gjaldþroti í dag. Vísir/Vilhelm

Erlendir fjölmiðlar, þá sérstaklega breskir, hafa fjallað um gjaldþrot flugfélagsins Play. Einn þeirra segir að gjaldþrotið hafi áhrif á tólf þúsund farþega.

Bandaríski fjölmiðillinn New York Times slær fregnunum upp með fyrirsögninni „íslenskt lággjaldaflugfélag hættir skyndilega rekstri, farþegar strandaglópar.“ Þar er bent á að um sé að ræða annað íslenska lágjaldaflugfélagið sem verður gjaldþrota á sex árum. 

Breski miðillinn The Independent segir enn eitt lággjaldaflugfélagið hafa lagt upp laupana auk þess að segja lesendum þess hvað þau skyldu gera ættu þau flug með Play. Þau áætla að tólf þúsund farþegar hafi átt bókað flug með Play.

„Sittu kyrr í nokkrar klukkustundir eða daga. Venjan er að bjóða björgunarflug fyrir farþega flugfélaga sem lýsa yfir gjaldþroti,“ segir í fréttinni. 

Mirror hefur einnig fjallað um gjaldþrotið og segir þúsundir farþega vera strandaglópa vegna þess. Hundruð hafi misst starfið vegna þess.

Bresku miðlarnir virðast hafa mikinn áhuga því The Sun hefur einnig fjallað um Play. „Lággjaldaflugfélag fer í gjaldþrot og aflýsir ÖLLUM flugferðum,“ stendur í fyrirsögn hjá þeim. Vitnað er í frétt Ríkisútvarpsins þar sem segir að fjögur hundruð manns missi vinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×