Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2025 08:40 Vilhjálmur bendir á að eftir þrot Wow hafi flugfargjöld hækkað um 20,6 prósent. Hann telur að það sama muni gerast núna. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. Fjórir lífeyrissjóðir tapa um þremur milljörðum á gjaldþroti Play. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir það hafa legið fyrir þegar Play var að hefja rekstur að skiptar skoðanir hafi verið innan lífeyrissjóðanna um að taka þátt. Reksturinn þætti of áhættusamur að mati sumra stjórnenda. Vilhjálmur segir ekkert flugfélag hafa lifað samkeppnina af við Icelandair í sögulega samhengi. Gjaldþrot WOW air árið 2019 hafi til dæmis verið stórt og kostnaðarsamt og 1.100 misst vinnuna þá. Fjallað var um þessa sögu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hægt er að horfa á það að neðan. Þurfi að vanda til verka „Þess vegna held ég að hinir lífeyrissjóðirnir hafi ekki tekið þátt,“ segir Vilhjálmur sem ræddi gjaldþrot Play og fjárfestingu lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að tap lífeyrissjóðanna sé um 3,2 milljarðar. Það sé lífeyrir launafólks. Hann segist gera sér grein fyrir því að lífeyrissjóðirnir þurfi að taka áhættu stundum en þeir þurfi samt sem áður mjög að vanda til verka í áhættufjárfestingum. Vilhjálmur segist hafa rætt við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Birtu, í gær sem hafi sagt honum að tap þeirra væri 0,25 af heildareignum sjóðsins en það sé hægt að snúa því við og segja að 1,7 milljarður sé 170 prósent af rekstrarkostnaði sjóðsins. Þetta tap samsvari því að reka sjóðinn í tæp tvö ár. „Mér finnst menn þurfa að passa sig á því að gera lítið úr því að 3,2 milljarðar af lífeyri launafólks sé lítill í dropi í hafið í stóra samhenginu. Þetta eru miklir fjármunir.“ Ólafur var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis þar sem hann sagði það matsatriði hversu há prósenta er ásættanleg til að verja í áhættufjárfestingu. 0,25 prósent sé mögulega viðunandi. Vilhjálmur segir vandamál lífeyrissjóðanna að þeir eigi átta þúsund milljarða í heildareignum og þar af séu fimm þúsund milljarðar í íslensku hagkerfi. „Við erum bara 400 þúsund og þegar þú ert með fimm þúsund milljarða og ert að leita að fjárfestingu þá geturðu lent í svona dellu eins og þarna hefur átt sér stað,“ segir Vilhjálmur og að hann hafi lengi talað fyrir því að heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis verði auknar verulega. Betra að fjárfesta erlendis Í dag sé það um 40 prósent sem megi fjárfesta erlendis en hann vilji hafa þetta hlutfall hærra. Vilhjálmur segir til dæmis „alveg galið“ að lífeyrissjóðirnir eigi um 70 prósent í Festi og Högum í dagvöruverslunum sem verði að varpa því út í verðlagið til að geta skilað lífeyrissjóðunum þeirri ávöxtun sem þeir óska eftir. „Þetta þýðir ekkert annað að vöruverð, bensín, tryggingar, því lífeyrissjóðirnir eiga upp undir 70 prósent í þessum félögum, sem á endanum erum bara við neytendur sjálfir. Sjóðsfélagarnir sjálfir sem eigum þessa fjármuni sem við þurfum að standa undir þessari gríðarlegu miklu ávöxtunarþörf lífeyrissjóðanna,“ segir Vilhjálmur og að þeir geri almennt kröfu um raunávöxtun upp á 3,5 prósent. „Það held ég að sé meginástæðan fyrir því að við erum með mjög hátt vaxtastig á Íslandi. Við erum mjög hátt vöruverð. Það er hluti af þessu vandamáli sem við eigum við að etja.“ Vilhjálmur minnir á að þegar WOW air fór í þrot árið 2019 hafi flugfargjöld hækkað um 20,6 prósent á milli mánaða sem hafi farið beint út í neysluvísitölu í hærri verðbólgu. Vilhjálmur segir líklega það sama gerast núna því samkeppnin er ekki til staðar. Gjaldþrot Play Play Neytendur Verðlag Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Fjórir lífeyrissjóðir tapa um þremur milljörðum á gjaldþroti Play. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir það hafa legið fyrir þegar Play var að hefja rekstur að skiptar skoðanir hafi verið innan lífeyrissjóðanna um að taka þátt. Reksturinn þætti of áhættusamur að mati sumra stjórnenda. Vilhjálmur segir ekkert flugfélag hafa lifað samkeppnina af við Icelandair í sögulega samhengi. Gjaldþrot WOW air árið 2019 hafi til dæmis verið stórt og kostnaðarsamt og 1.100 misst vinnuna þá. Fjallað var um þessa sögu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hægt er að horfa á það að neðan. Þurfi að vanda til verka „Þess vegna held ég að hinir lífeyrissjóðirnir hafi ekki tekið þátt,“ segir Vilhjálmur sem ræddi gjaldþrot Play og fjárfestingu lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að tap lífeyrissjóðanna sé um 3,2 milljarðar. Það sé lífeyrir launafólks. Hann segist gera sér grein fyrir því að lífeyrissjóðirnir þurfi að taka áhættu stundum en þeir þurfi samt sem áður mjög að vanda til verka í áhættufjárfestingum. Vilhjálmur segist hafa rætt við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Birtu, í gær sem hafi sagt honum að tap þeirra væri 0,25 af heildareignum sjóðsins en það sé hægt að snúa því við og segja að 1,7 milljarður sé 170 prósent af rekstrarkostnaði sjóðsins. Þetta tap samsvari því að reka sjóðinn í tæp tvö ár. „Mér finnst menn þurfa að passa sig á því að gera lítið úr því að 3,2 milljarðar af lífeyri launafólks sé lítill í dropi í hafið í stóra samhenginu. Þetta eru miklir fjármunir.“ Ólafur var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis þar sem hann sagði það matsatriði hversu há prósenta er ásættanleg til að verja í áhættufjárfestingu. 0,25 prósent sé mögulega viðunandi. Vilhjálmur segir vandamál lífeyrissjóðanna að þeir eigi átta þúsund milljarða í heildareignum og þar af séu fimm þúsund milljarðar í íslensku hagkerfi. „Við erum bara 400 þúsund og þegar þú ert með fimm þúsund milljarða og ert að leita að fjárfestingu þá geturðu lent í svona dellu eins og þarna hefur átt sér stað,“ segir Vilhjálmur og að hann hafi lengi talað fyrir því að heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis verði auknar verulega. Betra að fjárfesta erlendis Í dag sé það um 40 prósent sem megi fjárfesta erlendis en hann vilji hafa þetta hlutfall hærra. Vilhjálmur segir til dæmis „alveg galið“ að lífeyrissjóðirnir eigi um 70 prósent í Festi og Högum í dagvöruverslunum sem verði að varpa því út í verðlagið til að geta skilað lífeyrissjóðunum þeirri ávöxtun sem þeir óska eftir. „Þetta þýðir ekkert annað að vöruverð, bensín, tryggingar, því lífeyrissjóðirnir eiga upp undir 70 prósent í þessum félögum, sem á endanum erum bara við neytendur sjálfir. Sjóðsfélagarnir sjálfir sem eigum þessa fjármuni sem við þurfum að standa undir þessari gríðarlegu miklu ávöxtunarþörf lífeyrissjóðanna,“ segir Vilhjálmur og að þeir geri almennt kröfu um raunávöxtun upp á 3,5 prósent. „Það held ég að sé meginástæðan fyrir því að við erum með mjög hátt vaxtastig á Íslandi. Við erum mjög hátt vöruverð. Það er hluti af þessu vandamáli sem við eigum við að etja.“ Vilhjálmur minnir á að þegar WOW air fór í þrot árið 2019 hafi flugfargjöld hækkað um 20,6 prósent á milli mánaða sem hafi farið beint út í neysluvísitölu í hærri verðbólgu. Vilhjálmur segir líklega það sama gerast núna því samkeppnin er ekki til staðar.
Gjaldþrot Play Play Neytendur Verðlag Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira