Kallar þjóðaröryggisráð saman Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. september 2025 12:12 Kristrún hefur kallað þjóðaröryggisráð saman. Vísir/Anton Brink Þjóðaröryggisráð kemur saman á föstudag vegna drónaumferðar við flugvelli, bæði hér á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni. Í gær var greint frá því á Vísi að lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningum um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Fyrra atvikið átti sér stað fjórum dögum áður en drónar sáust á sveimi yfir Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, en við það virkjuðu Danir mikið viðbragð. Í samtali við fréttastofu segist forsætisráðherra ekki geta tjáð sig um einstaka atburði af þessu tagi. „En það er auðvitað virkt eftirlit með þessum hlutum hér á landi. Við höfum verið, ríkisstjórnin öll, sérstaklega ég og utanríkisráðherra til að mynda, í virku samtali við greiningardeild Ríkislögreglustjóra og þá aðila sem við á. Við erum auðvitað líka í samtali við kollega okkar erlendis,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir því að þjóðaröryggisráð verði kallað saman vegna atburðanna í Danmörku. Meðal þeirra sem kölluðu eftir því er Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann furðaði sig um helgina á því að það hefði ekki verið gert, viku eftir að drónar flugu yfir Kastrup. „Við erum að fara að funda um þessi mál núna á föstudaginn kemur í þjóðaröryggisráði. Ég er nýbúin að boða til fundar, sérstaklega um málefni sem snúa að vörnum og öryggismálum á sviði dróna. Þar munum við kalla til okkar alla þá aðila sem þetta mál varðar, og halda utan um, fara yfir stöðuna erlendis og líka eins og þetta liggur fyrir hérna heima.“ Vel sé fylgst með gangi mála. „En á þessu stigi höldum við ró okkar og viljum bara vera meðvituð um stöðu mála erlendis. Við viljum vera tilbúin hér heima, en við höldum ró okkar eins og er.“ Eftirfarandi sitja í þjóðaröryggisráði: Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, formaður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands Smári Sigurðsson, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Víðir Reynisson, alþingismaður Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Í gær var greint frá því á Vísi að lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningum um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Fyrra atvikið átti sér stað fjórum dögum áður en drónar sáust á sveimi yfir Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, en við það virkjuðu Danir mikið viðbragð. Í samtali við fréttastofu segist forsætisráðherra ekki geta tjáð sig um einstaka atburði af þessu tagi. „En það er auðvitað virkt eftirlit með þessum hlutum hér á landi. Við höfum verið, ríkisstjórnin öll, sérstaklega ég og utanríkisráðherra til að mynda, í virku samtali við greiningardeild Ríkislögreglustjóra og þá aðila sem við á. Við erum auðvitað líka í samtali við kollega okkar erlendis,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir því að þjóðaröryggisráð verði kallað saman vegna atburðanna í Danmörku. Meðal þeirra sem kölluðu eftir því er Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann furðaði sig um helgina á því að það hefði ekki verið gert, viku eftir að drónar flugu yfir Kastrup. „Við erum að fara að funda um þessi mál núna á föstudaginn kemur í þjóðaröryggisráði. Ég er nýbúin að boða til fundar, sérstaklega um málefni sem snúa að vörnum og öryggismálum á sviði dróna. Þar munum við kalla til okkar alla þá aðila sem þetta mál varðar, og halda utan um, fara yfir stöðuna erlendis og líka eins og þetta liggur fyrir hérna heima.“ Vel sé fylgst með gangi mála. „En á þessu stigi höldum við ró okkar og viljum bara vera meðvituð um stöðu mála erlendis. Við viljum vera tilbúin hér heima, en við höldum ró okkar eins og er.“ Eftirfarandi sitja í þjóðaröryggisráði: Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, formaður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands Smári Sigurðsson, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Víðir Reynisson, alþingismaður
Eftirfarandi sitja í þjóðaröryggisráði: Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, formaður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands Smári Sigurðsson, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Víðir Reynisson, alþingismaður
Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira