Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs 1. október 2025 18:33 Martin Odegaard lagði bæði mörk Arsenal upp. Mike Hewitt/Getty Images Arsenal tók á móti Olympiacos og vann 2-0 sigur í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Arsenal tók forystuna snemma þegar stungusending Martins Ödegaard rataði fyrir fætur Viktor Gyökeres, sem skaut í stöngina. Sem betur fyrir Skytturnar var Gabriel Martinelli mættur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Olympiacos fékk frábært færi til að jafna leikinn skömmu síðar en David Raya sýndi hetjudáðir í marki Arsenal og varði skotið frá Daniel Podence. Gyökeres fékk síðan tækifæri til að leggja upp annað mark fyrir Martinelli en græðgin knúði hann til að skjóta og markmaðurinn varði. Staðan 1-0 í hálfleik og Skytturnar í fínum málum þrátt fyrir að hafa skapað sér fá færi. Seinni hálfleikur fór hins vegar geyst af stað. Liðin sköpuðu sér góðar stöður, Daniel Podence var hættulegur hjá Olympiacos og Leandro Trossard klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Arsenal. Olympiacos hélt að Chiquinho hefði jafnað leikinn á 66. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Bukayo Saka skoraði svo í uppbótartíma til að gulltryggja sigurinn, eftir stoðsendingu Martins Ödegaard sem lagði bæði mörk leiksins upp. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Arsenal tók á móti Olympiacos og vann 2-0 sigur í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Arsenal tók forystuna snemma þegar stungusending Martins Ödegaard rataði fyrir fætur Viktor Gyökeres, sem skaut í stöngina. Sem betur fyrir Skytturnar var Gabriel Martinelli mættur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Olympiacos fékk frábært færi til að jafna leikinn skömmu síðar en David Raya sýndi hetjudáðir í marki Arsenal og varði skotið frá Daniel Podence. Gyökeres fékk síðan tækifæri til að leggja upp annað mark fyrir Martinelli en græðgin knúði hann til að skjóta og markmaðurinn varði. Staðan 1-0 í hálfleik og Skytturnar í fínum málum þrátt fyrir að hafa skapað sér fá færi. Seinni hálfleikur fór hins vegar geyst af stað. Liðin sköpuðu sér góðar stöður, Daniel Podence var hættulegur hjá Olympiacos og Leandro Trossard klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Arsenal. Olympiacos hélt að Chiquinho hefði jafnað leikinn á 66. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Bukayo Saka skoraði svo í uppbótartíma til að gulltryggja sigurinn, eftir stoðsendingu Martins Ödegaard sem lagði bæði mörk leiksins upp.