Dier stal stigi af svekktum City mönnum

Eric Dier fiskaði vítaspyrnu á lokamínútunum og skoraði úr henni sjálfur, við litla hrifningu City manna sem höfðu verið mun betri. 
Eric Dier fiskaði vítaspyrnu á lokamínútunum og skoraði úr henni sjálfur, við litla hrifningu City manna sem höfðu verið mun betri.  Francesco Scaccianoce - UEFA/UEFA via Getty Images

AS Mónakó tók á móti Manchester City og slapp með 2-2 jafntefli í annarri umferð Meistaradeildarinnar. City var mun betri aðilinn og fékk fullt af færum til að klára leikinn en Eric Dier stal stigi á lokamínútunum fyrir Mónakó.

Fyrstu fimmtán mínútur voru rólegar en þá sprengdi Erling Haaland leikinn í loft upp með opnunarmarkinu. Haaland skoraði markið með sinni fyrstu snertingu eftir góða sendingu yfir vörnina frá Josko Gvardiol.

Heimamenn í Mónakó svöruðu snöggt og Jordan Teze jafnaði metin með þrumufleyg fyrir utan teig.

City tók þá algjörlega yfir leikinn og fékk fjölmörg góð færi, Bernardo Silva, Tijjani Reijnders og Rodri voru allir nálægt því að setja annað markið. Líkt og Phil Foden sem skaut í slánna.

Erling Haaland var sá sem skoraði loks fyrir City, eftir orrahríð að marki Mónakó tókst honum að skalla boltann í netið rétt fyrir hálfleik.

Hið sama var uppi á teningunum í seinni hálfleik, City sýndi algjöra yfirburði og skaut aftur í slánna.

En á lokamínútunum tókst Mónakó-mönnum að tryggja stig þegar Eric Dier fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur.

Vítaspyrnan var dæmd á Nico Gonzales fyrir háskaleik, hann fór með löppina hátt á loft og sparkaði óvart í andlit Dier sem ætlaði að skalla boltann.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira