Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 09:47 Rögnvaldur Hreiðarsson hætti dómgæslu fyrir nokkrum árum eftir langan feril með flautuna. vísir/bára Rögnvaldur Hreiðarsson, fyrrverandi körfuboltadómari og meðlimur í dómaranefnd KKÍ til sextán ára, stakk niður penna á Facebook og tjáði sig gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar og svarar dómurunum sem fannst þeir settir til hliðar af henni. Mikið hefur verið rætt og ritað um vinnubrögð dómaranefndar KKÍ eftir að Davíð Tómas Tómasson steig fram og sagði frá ástæðum þess að hann er hættur dómgæslu. Jón Guðmundsson hafði svipaða sögu að segja af samskiptum við dómaranefnd og í gær tjáðu tvíburarnir Helgi og Sigurður Jónssynir sig um ástæður þess að þeir hættu að dæma. Fáir hafa dæmt fleiri leiki hérlendis en Rögnvaldur og þá sat hann lengi í dómaranefnd KKÍ. Hann hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar. Hann hnýtir í Jón og tvíburana og fer yfir ástæður þess að þeir hættu dómgæslu, þvert á vilja dómaranefndarinnar að hans sögn. Rögnvaldur segir að tvíburarnir hafi verið mjög frambærilegir dómarar og fengið hraðan framgang. En þeir hafi ekki gert fyrirvara um forföll þegar raðað var niður á leiki og tekið illa í athugasemdir þess efnis. Þá hafi þeir átt í átökum við allavega einn dómara um tilhögun aksturs í leiki. Rögnvaldur segir að dómaranefnd hafi ekki sett þá Helga og Sigurð út af sakramentinu, heldur hafi þeir sjálfir talið að þeir gætu ekki unnið í þessu umhverfi. Hvað Jón varðar segir Rögnvaldur hann frábæran dómara og sterkan karakter. Hann hafi hins vegar ekki verið viljugur að dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu þegar hann sneri aftur í dómgæslu fyrir nokkrum árum. Í viðtali við Vísi sagðist Jón hafa komið að lokuðum dyrum hjá dómaranefndinni þegar hann vildi snúa aftur. Einnig segir Rögnvaldur að dómarar tali ótrúlega illa um dómaranefndir, þótt þeir segi það ekki beint við meðlimi hennar. Hann segir að viðbúið sé að gagnrýni heyrist í umhverfi kappsamra einstaklinga en einhver takmörk séu fyrir hvað menn láti út úr sér. Rögnvaldur segist jafnframt tilbúinn að ræða undir fjögur augu við þá aðila sem hafa gagnrýnt dómaranefndina. Báðir tvíburarnir hafa sett athugasemd við færslu Rögnvaldar og boðið honum heim til sín að ræða málin. Rögnvaldur hefur ekki brugðist við athugasemdum þeirra. Færslu Rögnvaldar má sjá hér fyrir neðan. Í síðustu viku sendi KKÍ frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýninnar á störf dómaranefndar. Þar segir að málefni sem snúa að einstaklingum geti verið viðkvæm, þeim þyki miður hvar mál Davíðs sé statt en vill ekki og telur sig ekki vera heimilt til að tjá sig um málefni hans. KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um vinnubrögð dómaranefndar KKÍ eftir að Davíð Tómas Tómasson steig fram og sagði frá ástæðum þess að hann er hættur dómgæslu. Jón Guðmundsson hafði svipaða sögu að segja af samskiptum við dómaranefnd og í gær tjáðu tvíburarnir Helgi og Sigurður Jónssynir sig um ástæður þess að þeir hættu að dæma. Fáir hafa dæmt fleiri leiki hérlendis en Rögnvaldur og þá sat hann lengi í dómaranefnd KKÍ. Hann hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar. Hann hnýtir í Jón og tvíburana og fer yfir ástæður þess að þeir hættu dómgæslu, þvert á vilja dómaranefndarinnar að hans sögn. Rögnvaldur segir að tvíburarnir hafi verið mjög frambærilegir dómarar og fengið hraðan framgang. En þeir hafi ekki gert fyrirvara um forföll þegar raðað var niður á leiki og tekið illa í athugasemdir þess efnis. Þá hafi þeir átt í átökum við allavega einn dómara um tilhögun aksturs í leiki. Rögnvaldur segir að dómaranefnd hafi ekki sett þá Helga og Sigurð út af sakramentinu, heldur hafi þeir sjálfir talið að þeir gætu ekki unnið í þessu umhverfi. Hvað Jón varðar segir Rögnvaldur hann frábæran dómara og sterkan karakter. Hann hafi hins vegar ekki verið viljugur að dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu þegar hann sneri aftur í dómgæslu fyrir nokkrum árum. Í viðtali við Vísi sagðist Jón hafa komið að lokuðum dyrum hjá dómaranefndinni þegar hann vildi snúa aftur. Einnig segir Rögnvaldur að dómarar tali ótrúlega illa um dómaranefndir, þótt þeir segi það ekki beint við meðlimi hennar. Hann segir að viðbúið sé að gagnrýni heyrist í umhverfi kappsamra einstaklinga en einhver takmörk séu fyrir hvað menn láti út úr sér. Rögnvaldur segist jafnframt tilbúinn að ræða undir fjögur augu við þá aðila sem hafa gagnrýnt dómaranefndina. Báðir tvíburarnir hafa sett athugasemd við færslu Rögnvaldar og boðið honum heim til sín að ræða málin. Rögnvaldur hefur ekki brugðist við athugasemdum þeirra. Færslu Rögnvaldar má sjá hér fyrir neðan. Í síðustu viku sendi KKÍ frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýninnar á störf dómaranefndar. Þar segir að málefni sem snúa að einstaklingum geti verið viðkvæm, þeim þyki miður hvar mál Davíðs sé statt en vill ekki og telur sig ekki vera heimilt til að tjá sig um málefni hans.
KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjá meira
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00