Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar 2. október 2025 07:02 Hver eru mest lesnu orð á Íslandi? Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. Það má því án þess að draga of stórar ályktanir halda því fram að þau orð sem ramma inn þetta stafræna umhverfi sem við eyðum meira og meira af okkar tíma innan séu mest lesnu orð á Íslandi. En þau eru ekki á íslensku... Eitraða eplið Samkvæmt tölum Gallup eru símar frá tæknirisanum Apple þeir vinsælustu á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu enda um frábæra síma að ræða sem undirritaður hefur notað frá táningsaldri. Ókosturinn er þó að stýrikerfi þessa síma er ekki í boði á móðurtungunni. Íslenskan hefur því fengið að gjalda fyrir þessar vinsældir Apple með síauknum slettum og töpuðum tækifærum fyrir tækniorðanýsköpun og áframhaldandi þróun íslenskrar tungu. Í stað þess að verður hún æ meira blendingsmál við enskuna sem tæknirisarnir ýta undir. Það er ekki hægt að kenna fólkinu um það að nota orðin sem þau lesa hvað mest. Nú gætu lesendur haldið að undirritaður sé orðinn heldur dramatískur. Áhrif þessa stýrikerfis geta ekki verið svo mikil. En áhrifin eru gífurleg. Drögum fram lítið dæmi. Hér má sjá viðmót iOS stýrikerfisins við að stilla klukkur af ýmsu tagi. Í daglegu tali hefur undirritaður ítrekað heyrt talað um að "Starta Tæmer", eða beðinn um að stilla "Alarm". Þessi orð lauma sér í orðaforða hjá Íslendingum á skiljanlegan hátt. Þetta er einfaldlega orðið sem maður sér. Sömu sögu er að segja frá öllum kimum stýrikerfisins. Maður stillir á "rímænder", maður bætir mönnum við í "kontakts", skoðar "settings", setur á "erplein mód". Dæmin hlaupa eflaust á hundruðum. Afleidd áhrif stýrikerfisins Sömu sögu og í stýrikerfinu má segja af hinum ýmsu smáforritum sem eru mikið notuð af fólki og þá sérstaklega af ungu fólki. Til dæmis er ekki hægt að stilla smáforritin Instagram, Snapchat og Facebook á íslensku (þ.e.a.s. í iOS). Þetta hefur auðvitað svipuð áhrif að fólk talar um að "pósta í storí", "kommenta" og svo mætti áfram telja. Þetta er auðvitað verkefni útaf fyrir sig. En nefna má að það að stilla stýrikerfið sitt á íslensku leyfir þeim fáu forritum sem hafa lagt eitthvað í íslenska þýðingu að skína (ég hef sérstaklega gaman af Spotify og Chess.com). Það er nefnilega hægt að setja íslensku sem sjálfvalið tungumál (e. Preferred Language). Það breytir ekki stýrikerfinu sjálfu en sendir smáforritunum þau skilaboð að breyta yfir í það tungumál ef það er í boði og sendir tæknirisanum þau skilaboð að það séu fleiri sem hafa áhuga á þessu. Ég vil því hvetja alla iPhone notendur til þess að fara í (allt á ensku auðvitað) Settings->General->Language & Region og setja íslensku þar efsta á lista. Það gerir ekki mikið en þó eitthvað. Eltum Norðurlöndin Nágrannar okkar hafa greinilega fattað þetta enda er iOS stýrikerfið í boði á sænsku, norsku bókmáli, finnsku og dönsku og munurinn er sláandi. Stýrikerfið umbreytist og öll smáforritin aðlagast að tungumálinu. Auðvitað erum við smærri þjóð en það þýðir ekki að við eigum að sætta okkur við þessa vanrækslu af hálfu tæknifyrirtækjanna. Nú er tíminn til að setja kassann út! Hvað þarf að gera? Íslensk stjórnvöld og þá sérstaklega hæstvirtur menningarmálaráðherra Logi Einarsson ættu að setja sig í beint samband við þessa tæknirisa og krefjast þess að þessi mest notuðu forrit og stýrikerfi á íslandi séu þýdd yfir á íslensku. Jafnvel bjóða fram Íslendinga til þýðingar og hjálpa þeim við þetta verkefni. Viðhald íslenskunnar er verkefni sem ber að taka alvarlega. Við skulum vinna saman að því að viðhalda því sannleiksgildi sem eftir er af orðum Einars Ben í ljóði sínu Móðir mín. Ég skildi, að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Höfundur er Skagfirðingur og forritari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Tækni Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hver eru mest lesnu orð á Íslandi? Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. Það má því án þess að draga of stórar ályktanir halda því fram að þau orð sem ramma inn þetta stafræna umhverfi sem við eyðum meira og meira af okkar tíma innan séu mest lesnu orð á Íslandi. En þau eru ekki á íslensku... Eitraða eplið Samkvæmt tölum Gallup eru símar frá tæknirisanum Apple þeir vinsælustu á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu enda um frábæra síma að ræða sem undirritaður hefur notað frá táningsaldri. Ókosturinn er þó að stýrikerfi þessa síma er ekki í boði á móðurtungunni. Íslenskan hefur því fengið að gjalda fyrir þessar vinsældir Apple með síauknum slettum og töpuðum tækifærum fyrir tækniorðanýsköpun og áframhaldandi þróun íslenskrar tungu. Í stað þess að verður hún æ meira blendingsmál við enskuna sem tæknirisarnir ýta undir. Það er ekki hægt að kenna fólkinu um það að nota orðin sem þau lesa hvað mest. Nú gætu lesendur haldið að undirritaður sé orðinn heldur dramatískur. Áhrif þessa stýrikerfis geta ekki verið svo mikil. En áhrifin eru gífurleg. Drögum fram lítið dæmi. Hér má sjá viðmót iOS stýrikerfisins við að stilla klukkur af ýmsu tagi. Í daglegu tali hefur undirritaður ítrekað heyrt talað um að "Starta Tæmer", eða beðinn um að stilla "Alarm". Þessi orð lauma sér í orðaforða hjá Íslendingum á skiljanlegan hátt. Þetta er einfaldlega orðið sem maður sér. Sömu sögu er að segja frá öllum kimum stýrikerfisins. Maður stillir á "rímænder", maður bætir mönnum við í "kontakts", skoðar "settings", setur á "erplein mód". Dæmin hlaupa eflaust á hundruðum. Afleidd áhrif stýrikerfisins Sömu sögu og í stýrikerfinu má segja af hinum ýmsu smáforritum sem eru mikið notuð af fólki og þá sérstaklega af ungu fólki. Til dæmis er ekki hægt að stilla smáforritin Instagram, Snapchat og Facebook á íslensku (þ.e.a.s. í iOS). Þetta hefur auðvitað svipuð áhrif að fólk talar um að "pósta í storí", "kommenta" og svo mætti áfram telja. Þetta er auðvitað verkefni útaf fyrir sig. En nefna má að það að stilla stýrikerfið sitt á íslensku leyfir þeim fáu forritum sem hafa lagt eitthvað í íslenska þýðingu að skína (ég hef sérstaklega gaman af Spotify og Chess.com). Það er nefnilega hægt að setja íslensku sem sjálfvalið tungumál (e. Preferred Language). Það breytir ekki stýrikerfinu sjálfu en sendir smáforritunum þau skilaboð að breyta yfir í það tungumál ef það er í boði og sendir tæknirisanum þau skilaboð að það séu fleiri sem hafa áhuga á þessu. Ég vil því hvetja alla iPhone notendur til þess að fara í (allt á ensku auðvitað) Settings->General->Language & Region og setja íslensku þar efsta á lista. Það gerir ekki mikið en þó eitthvað. Eltum Norðurlöndin Nágrannar okkar hafa greinilega fattað þetta enda er iOS stýrikerfið í boði á sænsku, norsku bókmáli, finnsku og dönsku og munurinn er sláandi. Stýrikerfið umbreytist og öll smáforritin aðlagast að tungumálinu. Auðvitað erum við smærri þjóð en það þýðir ekki að við eigum að sætta okkur við þessa vanrækslu af hálfu tæknifyrirtækjanna. Nú er tíminn til að setja kassann út! Hvað þarf að gera? Íslensk stjórnvöld og þá sérstaklega hæstvirtur menningarmálaráðherra Logi Einarsson ættu að setja sig í beint samband við þessa tæknirisa og krefjast þess að þessi mest notuðu forrit og stýrikerfi á íslandi séu þýdd yfir á íslensku. Jafnvel bjóða fram Íslendinga til þýðingar og hjálpa þeim við þetta verkefni. Viðhald íslenskunnar er verkefni sem ber að taka alvarlega. Við skulum vinna saman að því að viðhalda því sannleiksgildi sem eftir er af orðum Einars Ben í ljóði sínu Móðir mín. Ég skildi, að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Höfundur er Skagfirðingur og forritari
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun