Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifa 2. október 2025 12:45 Að undanförnu hafa mál Sólheima í Grímsnesi verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Fyrst í pistli Ingibjargar Rósu Björnsdóttur (Vísir 16. september) og síðar í pistli Hallbjarnar V Fríðhólm (23. september). Að okkar mati endurspegla skrif þeirra vel það andrúmsloft sem ríkt hefur á Sólheimum frá upphafi þessa árs. Tilefni þess að við blöndum okkur í umræðuna eru viðbrögð stjónarformanns Sólheima við pistli Ingibjargar og traustsyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í kjölfarið. Þar lýsa þeir yfir stuðningi við stjórn, stjórnarformann og nýráðinn framkvæmdarstjóra félagsþjónustu. Aðeins tveir þessarra forstöðumanna vinna í félagsþjónustunni, en það er um ákvarðanir og störf stjórnar og framkvæmdarstjóra á því sviði, sem óánægjan snýst um. Tveir aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna starfa að rekstri verslunar, kaffihúss og annarra fyrirtækja Sólheima og fengu báðir framgang í starfi í þeim gjörningi sem starfsmenn eru að mótmæla. Það er nefnilega ekki svo að ósáttur starfsmaður hafi rokið í blöðin, fúll og einangraður, eftir að hafa verið sagt upp störfum, eins og stjórnarformaður gefur í skyn í viðbrögðum sínum. Pistill Ingibjargar kom í kjölfar yfirlýsingar 53 starfsmanna í upphafi þessa árs, þar sem þeir mótmæltu uppsögn framkvæmdarstjóra og ráðningu fyrrverandi framkvæmdarstjóra og óánægju með hvernig haldið hefur verið á málum eftir þá yfirlýsingu Traustyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í Vísi 19. september kemur á óvart. Í apríl síðastliðnum tókst starfsmönnum loks, eftir mikil undanbrögð yfirstjórnar, að knýja fram fund með stjórn Sólheima. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra. Það hefði verið eðlilegt að þeir forstöðumenn sem þar voru viðstaddir hefðu tekið til máls og lýst skoðunum sínum þá, ef þær voru svo á skjön við það sem þar kom fram og í yfirlýsingu 53 starfsmanna. Sú yfirlýsing var nú einu sinni tilefni fundarins. Aðeins einn úr þeirra hópi, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda, stóð upp framkvæmdarstjóranum til varnar og var hann einn í fjölmennum hópi starfsmanna sem það gerði. Eftir ræðu hans hefði verið staður og stund til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra og trausti á störf þeirra. Það var ekki gert. Á fundinum í apríl voru gefin fyrirheit um að ráðgjafafyrirtækið sem stýrði fundinum myndi koma að mannauðsmálum og vinna að sáttum. Skilaboð stjórnarformannsins voru þó skýr, hann ætlaði ekki að hlusta á óskir starfsfólks eða taka tillit til athugasemda þeirra Í kjölfar fundarins var gerð skoðanakönnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins, þar sem meðal annars var spurt um viðhorf starfsfólks til stjórnar og viðkomandi framkvæmdarstjóra. Það væri hollt fyrir þá stjórnendur sem halda því fram að hér sé eingöngu um óánægju örfárra einstaklinga að ræða að fletta upp hvaða útkomu þeir fengu í þeirri könnun. Fljótlega eftir að niðurstöður könnunarinnar voru kynntar var samningi við ráðgjafafyrirtækið rift. Það var fyrst þegar ljóst var orðið að stjórn ætlaði ekki að hlusta á starfsfólk sitt að Ingibjörg Rósa birti ákall sitt til velunnara Sólheima. Pistill Hallbjarnar sýnir svo að vandinn er ekki tilkominn vegna óánægju einstaka starfsmanna. Þvert á móti afhjúpar hann hvernig sama ástand hefur komið upp aftur og aftur á Sólheimum allt frá því Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir féll frá. Svo mjög líkjast uppákomurnar hver annarri að hægt er að nota fyrirsagnir úr gömlum dagblöðum, orðrétt, til að lýsa því ástandi sem ríkir í dag. Hann bendir jafnframt á að skýringa er ekki að leita hjá einstaklingum heldur í skipulagi sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima og hvernig farið er með það vald sem skipulagið veitir. Með Ingibjörgu Rósu sjáum við á eftir frábærum samstarfsfélaga, manneskju með brennandi áhuga á starfinu, glöggt auga og hugrekki. Enginn þarf að efast um erindi Hallbjarnar með því að stíga fram. Hann ann samfélaginu af ástríðu og er í einstöku sambandi við íbúa Sólheima, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni í átta ár. Hallbjörn er einstaklega ástríðufullur þroskaþjálfi og frábær talsmaður íbúa Sólheima. Samfélagið hefur svo sannarlega notið fjölbreyttra hæfileika hans og hann hefur verið lykilmaður í að breyta ímynd Sólheima, bæði meðal fagfólks og í samfélaginu almennt. Það er ekki merki um heilbrigt samfélag þegar ekki er rúm fyrir gagnrýna umræðu, þegar ekki er hlustað á raddir allra. Flest okkar sem höfum haft okkur í frammi í gagnrýni á störf stjórnar og ráðningu framkvæmdarstjóra höfum fengið að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Páll Sævar Garðarsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í GrímsnesiSigurður Örn Guðbjörnsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa mál Sólheima í Grímsnesi verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Fyrst í pistli Ingibjargar Rósu Björnsdóttur (Vísir 16. september) og síðar í pistli Hallbjarnar V Fríðhólm (23. september). Að okkar mati endurspegla skrif þeirra vel það andrúmsloft sem ríkt hefur á Sólheimum frá upphafi þessa árs. Tilefni þess að við blöndum okkur í umræðuna eru viðbrögð stjónarformanns Sólheima við pistli Ingibjargar og traustsyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í kjölfarið. Þar lýsa þeir yfir stuðningi við stjórn, stjórnarformann og nýráðinn framkvæmdarstjóra félagsþjónustu. Aðeins tveir þessarra forstöðumanna vinna í félagsþjónustunni, en það er um ákvarðanir og störf stjórnar og framkvæmdarstjóra á því sviði, sem óánægjan snýst um. Tveir aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna starfa að rekstri verslunar, kaffihúss og annarra fyrirtækja Sólheima og fengu báðir framgang í starfi í þeim gjörningi sem starfsmenn eru að mótmæla. Það er nefnilega ekki svo að ósáttur starfsmaður hafi rokið í blöðin, fúll og einangraður, eftir að hafa verið sagt upp störfum, eins og stjórnarformaður gefur í skyn í viðbrögðum sínum. Pistill Ingibjargar kom í kjölfar yfirlýsingar 53 starfsmanna í upphafi þessa árs, þar sem þeir mótmæltu uppsögn framkvæmdarstjóra og ráðningu fyrrverandi framkvæmdarstjóra og óánægju með hvernig haldið hefur verið á málum eftir þá yfirlýsingu Traustyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í Vísi 19. september kemur á óvart. Í apríl síðastliðnum tókst starfsmönnum loks, eftir mikil undanbrögð yfirstjórnar, að knýja fram fund með stjórn Sólheima. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra. Það hefði verið eðlilegt að þeir forstöðumenn sem þar voru viðstaddir hefðu tekið til máls og lýst skoðunum sínum þá, ef þær voru svo á skjön við það sem þar kom fram og í yfirlýsingu 53 starfsmanna. Sú yfirlýsing var nú einu sinni tilefni fundarins. Aðeins einn úr þeirra hópi, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda, stóð upp framkvæmdarstjóranum til varnar og var hann einn í fjölmennum hópi starfsmanna sem það gerði. Eftir ræðu hans hefði verið staður og stund til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra og trausti á störf þeirra. Það var ekki gert. Á fundinum í apríl voru gefin fyrirheit um að ráðgjafafyrirtækið sem stýrði fundinum myndi koma að mannauðsmálum og vinna að sáttum. Skilaboð stjórnarformannsins voru þó skýr, hann ætlaði ekki að hlusta á óskir starfsfólks eða taka tillit til athugasemda þeirra Í kjölfar fundarins var gerð skoðanakönnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins, þar sem meðal annars var spurt um viðhorf starfsfólks til stjórnar og viðkomandi framkvæmdarstjóra. Það væri hollt fyrir þá stjórnendur sem halda því fram að hér sé eingöngu um óánægju örfárra einstaklinga að ræða að fletta upp hvaða útkomu þeir fengu í þeirri könnun. Fljótlega eftir að niðurstöður könnunarinnar voru kynntar var samningi við ráðgjafafyrirtækið rift. Það var fyrst þegar ljóst var orðið að stjórn ætlaði ekki að hlusta á starfsfólk sitt að Ingibjörg Rósa birti ákall sitt til velunnara Sólheima. Pistill Hallbjarnar sýnir svo að vandinn er ekki tilkominn vegna óánægju einstaka starfsmanna. Þvert á móti afhjúpar hann hvernig sama ástand hefur komið upp aftur og aftur á Sólheimum allt frá því Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir féll frá. Svo mjög líkjast uppákomurnar hver annarri að hægt er að nota fyrirsagnir úr gömlum dagblöðum, orðrétt, til að lýsa því ástandi sem ríkir í dag. Hann bendir jafnframt á að skýringa er ekki að leita hjá einstaklingum heldur í skipulagi sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima og hvernig farið er með það vald sem skipulagið veitir. Með Ingibjörgu Rósu sjáum við á eftir frábærum samstarfsfélaga, manneskju með brennandi áhuga á starfinu, glöggt auga og hugrekki. Enginn þarf að efast um erindi Hallbjarnar með því að stíga fram. Hann ann samfélaginu af ástríðu og er í einstöku sambandi við íbúa Sólheima, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni í átta ár. Hallbjörn er einstaklega ástríðufullur þroskaþjálfi og frábær talsmaður íbúa Sólheima. Samfélagið hefur svo sannarlega notið fjölbreyttra hæfileika hans og hann hefur verið lykilmaður í að breyta ímynd Sólheima, bæði meðal fagfólks og í samfélaginu almennt. Það er ekki merki um heilbrigt samfélag þegar ekki er rúm fyrir gagnrýna umræðu, þegar ekki er hlustað á raddir allra. Flest okkar sem höfum haft okkur í frammi í gagnrýni á störf stjórnar og ráðningu framkvæmdarstjóra höfum fengið að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Páll Sævar Garðarsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í GrímsnesiSigurður Örn Guðbjörnsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun