Körfubolti

Martin með ní­tján stig í fyrsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Hermannsson er í lykilhlutverki hjá Alba Berlin.
Martin Hermannsson er í lykilhlutverki hjá Alba Berlin. getty/Mathias Renner

Alba Berlin laut í lægra haldi fyrir Trier, 92-97, í fyrsta leik sínum í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta á tímabilinu. Martin Hermannsson átti góðan leik fyrir Berlínarliðið.

Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði nítján stig og var næststigahæstur í liði Alba Berlin á eftir Rejean Ellis sem skilaði 21 stigi.

Martin gaf einnig þrjár stoðsendingar. Hann hitti vel en sjö af tíu skotum hans rötuðu rétta leið.

Urald King, sem spilaði með Val, Tindastóli og Stjörnunni hér á landi, skoraði sextán stig fyrir Trier og tók sex fráköst.

Næsti leikur Alba Berlin er gegn Jena á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×