Fótbolti

Diljá lagði upp í níu marka sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Brann eru í góðri stöðu í baráttunni um norska meistaratitilinn.
Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Brann eru í góðri stöðu í baráttunni um norska meistaratitilinn. getty/Jonathan Moscrop

Topplið norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Brann, rúllaði yfir Lyn, 9-0, í kvöld. Vålerenga vann einnig öruggan sigur.

Brann var með mikla yfirburði gegn Lyn. Liðið átti fjórtán skot á markið og níu þeirra fóru inn.

Diljá lagði upp annað mark Brann. Hún kom til félagsins frá Leuven í Belgíu í sumar. Íslenska landsliðskonan hefur leikið átta deildarleiki með Brann, skorað eitt mark og lagt upp tvö.

Brenna Lovera, fyrrverandi leikmaður Selfoss, skoraði tvö mörk fyrir Brann sem er með fjögurra stiga forskot á Vålerenga á toppi deildarinnar.

Sædís Rún Heiðarsdóttir lék allan leikinn fyrir Vålerenga sem sigraði Bodø/Glimt, 1-4, á útivelli. Vålerenga lenti undir strax á 4. mínútu en svaraði með fjórum mörkum í röð.

Sædís gekk í raðir Vålerenga fyrir síðasta tímabil þar sem liðið varð tvöfaldur meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×