Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir og Magnús Þór Jónsson skrifa 5. október 2025 08:00 Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Kennarar helga líf sitt því að mennta börnin okkar, efla gagnrýna hugsun þeirra og hvetja þau áfram. Kennararnir okkar ásamt foreldrum og forsjáraðilum móta þannig framtíðina saman. Árið hefur ekki verið tíðindalaust hjá kennurum og skólafólki er kemur að kjarabaráttu og umræðu um faglega þætti skólastarfs. Langdregnar kjaraviðræður og verkföll settu mark sitt á síðasta vetur. Þeim átökum lauk með kjarasamningum fyrir öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), samningum sem við getum verið stolt af. Við getum líka verið stolt af samstöðu kennara allan þennan tíma, samstöðu sem er söguleg. Í fyrsta skipti, í 25 ára sögu Kennarasambandsins, gengu öll aðildarfélögin saman til samninga; kennarar og stjórnendur í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum. Við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi okkar félagsfólks og dugnaðinum sem blasti við um land allt, með viðburðum, fjöldafundum, samstöðugöngum og greinaskrifum sem vöktu verðskuldaða athygli um samfélagið allt. Samtakamáttur félagsfólks KÍ skilaði sannarlega árangri en leiðangrinum er ekki lokið. Vinna við virðismatsvegferð, sem ætlað er að leiða verkefnið um jöfnun launa milli markaða áfram, er hafin. Þá verður kosið til sveitarstjórna næsta vor og við þurfum öll að tryggja að skólamálin fái þann sess sem þeim ber. Raddir kennara þurfa að heyrast. Skólinn er hjartsláttur samfélagsins og því eigum við sífellt að velta fyrir okkur hlutverki kennarans og gæðum kennslu með fagmennsku að leiðarljósi. Það er áskorun á öllum tímum að útskrifa hæfa nemendur sem geta haldið áfram að mennta sig og geta staðið á eigin fótum í samfélaginu. Verum einnig minnug þess að það er sameiginlegt verkefni samfélagsins að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Til hamingju með daginn kennarar, nemendur, skólafólk og samfélagið allt. Saman mótum við framtíðina! Höfundar eru varaformaður og formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Magnús Þór Jónsson Jónína Hauksdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Kennarar helga líf sitt því að mennta börnin okkar, efla gagnrýna hugsun þeirra og hvetja þau áfram. Kennararnir okkar ásamt foreldrum og forsjáraðilum móta þannig framtíðina saman. Árið hefur ekki verið tíðindalaust hjá kennurum og skólafólki er kemur að kjarabaráttu og umræðu um faglega þætti skólastarfs. Langdregnar kjaraviðræður og verkföll settu mark sitt á síðasta vetur. Þeim átökum lauk með kjarasamningum fyrir öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), samningum sem við getum verið stolt af. Við getum líka verið stolt af samstöðu kennara allan þennan tíma, samstöðu sem er söguleg. Í fyrsta skipti, í 25 ára sögu Kennarasambandsins, gengu öll aðildarfélögin saman til samninga; kennarar og stjórnendur í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum. Við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi okkar félagsfólks og dugnaðinum sem blasti við um land allt, með viðburðum, fjöldafundum, samstöðugöngum og greinaskrifum sem vöktu verðskuldaða athygli um samfélagið allt. Samtakamáttur félagsfólks KÍ skilaði sannarlega árangri en leiðangrinum er ekki lokið. Vinna við virðismatsvegferð, sem ætlað er að leiða verkefnið um jöfnun launa milli markaða áfram, er hafin. Þá verður kosið til sveitarstjórna næsta vor og við þurfum öll að tryggja að skólamálin fái þann sess sem þeim ber. Raddir kennara þurfa að heyrast. Skólinn er hjartsláttur samfélagsins og því eigum við sífellt að velta fyrir okkur hlutverki kennarans og gæðum kennslu með fagmennsku að leiðarljósi. Það er áskorun á öllum tímum að útskrifa hæfa nemendur sem geta haldið áfram að mennta sig og geta staðið á eigin fótum í samfélaginu. Verum einnig minnug þess að það er sameiginlegt verkefni samfélagsins að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Til hamingju með daginn kennarar, nemendur, skólafólk og samfélagið allt. Saman mótum við framtíðina! Höfundar eru varaformaður og formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar