Fótbolti

Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami

Árni Jóhannsson skrifar
Lionel Messi átti stórleik gegn New England Revolution í nótt.
Lionel Messi átti stórleik gegn New England Revolution í nótt. Vísir / Getty

Markahæsti leikmaður MLS deildarinnar, Lionel Messi, sá til þess að liðsfélagar sínir skoruðu mörkin í sigri á New England Revolution í nótt. Messi lagði upp þrjú mörk sem Jordi Alba og Tadeo Allende sáu um að skora í 4-1 sigri á Chase vellinum í Fort Lauderdal.

Messi lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik þar sem Alba og Allende skoruðu sitthvort markið en New England Revolution minnkaði muninn á 59. mínútu. Messi líkaði það betur að heimamenn hefðu tveggja marka forskot og lagði upp mark í þriðja sinn í leiknum mínútu seinna en Allende setti boltann í netið í það sinn..

Jordi Alba innsiglaði sigurinn með fjórða marki heimamanna þremur mínútum seinna og þar við sat. Inter Miami situr í þriðja sæti Austurdeildar MLS deildarinnar þegar tveir leikir eru þangað til að úrslitakeppnin hefst.

Lionel Messi er nú markahæstur og orðinn næst stoðsendingarhæstur í MLS deildinni. Hann hefur skorað 24 mörk og sent 17 stoðsendingar og er þar með orðinn einungis annar leikmaður í sögu deildarinnar sem nær yfir 40 aðkomum að mörkum í deildarkeppninni. Carlos Vela kom að 49 mörkum með Los Angeles FC árið 2019. Messi hefur því tvo leiki í viðbót til að slá það met og engan skildi undra ef hann næði því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×