Óttast áhrifin á vinnandi mæður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2025 16:01 Hildur Björnsdóttir og Líf Magneudóttir. Samsett Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tókust á um nýjar tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um leikskóla. Í tillögunum er meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börnin sín fyrr á föstudögum og þá foreldra sem nýta ekki svokallaða skráningardaga. Líf segir að tillögurnar séu eins konar svar við manneklu. „Það sem við gerum, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem hafa farið alls konar leiðir, allt í kringum okkur úti á landi, er að við setjum þetta í samráð. Við spyrjum hvort þetta sé eitthvað sem ykkur gæti hugnast,“ segir Líf. Hildur segist hafa töluverðar áhyggjur af tillögunum. Leikskólavandinn sé margþættur en lausnin sé ekki að hækka gjaldskrána. „Ég nefni þessi tvö atriði til að manna betur leikskólana. Það er endurskipulagning leikskóladagsins og svo er það auðvitað heilnæmt húsnæði. Við höfum séð það á síðustu árum að það hefur verið mikill viðhaldsvandi í skólahúsnæði borgarinnar. Hann hefur leitt það af sér að börn eru auðvitað dæmi þess, við höfum séð það mikið í Vesturbænum, að leikskólarnir eru að mygla og börnin eru á hrakhólum og flakka á milli húsa. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsfólk sömuleiðis,“ segir Hildur. Úr lægstu í þau hæstu Í stað þess að útfæra hvernig ætti að innleiða tillögurnar fór að mati Hildar meiri vinna í að hnika til gjaldskránna. „Með þessari gjaldskrá sem nú er kynnt þá fara leikskólagjöld úr því að vera þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu, sem mér finnst ekkert endilega vera neitt markmið, yfir í að vera hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem þurfa að nýta fulla vistun og fá enga afslætti,“ segir Hildur. Líf bendir á að einungis sé um eitt dæmi að ræða og að leikskólagjöldin séu einungis þúsund krónum hærri en þau í Kópavogi. „Ég óttast að þessar breytingar muni koma verst niður á vinnandi mæðrum, fólki í vaktavinnu með lítinn sveigjanleika í sínu starfi og fólki með lítið bakland,“ segir Hildur. Líf segir ekki markmiðið með breytingunum að búa til ójöfnuð. „Ef að þessi gjaldskrá er að koma hart niður á þessum hópum sem Hildur nefnir þá tökum við það til skoðunar eftir samráðið. Okkur er mjög mikið um að passa upp á þessa hópa og búa til öryggisnet,“ segir Líf. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tókust á um nýjar tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um leikskóla. Í tillögunum er meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börnin sín fyrr á föstudögum og þá foreldra sem nýta ekki svokallaða skráningardaga. Líf segir að tillögurnar séu eins konar svar við manneklu. „Það sem við gerum, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem hafa farið alls konar leiðir, allt í kringum okkur úti á landi, er að við setjum þetta í samráð. Við spyrjum hvort þetta sé eitthvað sem ykkur gæti hugnast,“ segir Líf. Hildur segist hafa töluverðar áhyggjur af tillögunum. Leikskólavandinn sé margþættur en lausnin sé ekki að hækka gjaldskrána. „Ég nefni þessi tvö atriði til að manna betur leikskólana. Það er endurskipulagning leikskóladagsins og svo er það auðvitað heilnæmt húsnæði. Við höfum séð það á síðustu árum að það hefur verið mikill viðhaldsvandi í skólahúsnæði borgarinnar. Hann hefur leitt það af sér að börn eru auðvitað dæmi þess, við höfum séð það mikið í Vesturbænum, að leikskólarnir eru að mygla og börnin eru á hrakhólum og flakka á milli húsa. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsfólk sömuleiðis,“ segir Hildur. Úr lægstu í þau hæstu Í stað þess að útfæra hvernig ætti að innleiða tillögurnar fór að mati Hildar meiri vinna í að hnika til gjaldskránna. „Með þessari gjaldskrá sem nú er kynnt þá fara leikskólagjöld úr því að vera þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu, sem mér finnst ekkert endilega vera neitt markmið, yfir í að vera hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem þurfa að nýta fulla vistun og fá enga afslætti,“ segir Hildur. Líf bendir á að einungis sé um eitt dæmi að ræða og að leikskólagjöldin séu einungis þúsund krónum hærri en þau í Kópavogi. „Ég óttast að þessar breytingar muni koma verst niður á vinnandi mæðrum, fólki í vaktavinnu með lítinn sveigjanleika í sínu starfi og fólki með lítið bakland,“ segir Hildur. Líf segir ekki markmiðið með breytingunum að búa til ójöfnuð. „Ef að þessi gjaldskrá er að koma hart niður á þessum hópum sem Hildur nefnir þá tökum við það til skoðunar eftir samráðið. Okkur er mjög mikið um að passa upp á þessa hópa og búa til öryggisnet,“ segir Líf. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira