Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. október 2025 17:01 Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Í síðustu viku tókum við þessi mál til umræðu á fundi í Hannesarholti þar sem UN Women, Kvenréttindafélag Íslands og Heimili Heimsmarkmiðanna efndu til viðburðarins Að missa réttindi sín: yfirráð yfir eigin líkama í breyttu samfélagi. Þar ræddum við hvernig þessi réttindi, sem virtust einu sinni tryggð, eru nú víða undir árás og hversu mikilvægt er að greina og skilja rót vandans áður en bakslagið verður staðreynd. Yfirráð kvenna yfir eigin líkama eiga ekki að vera háð málamiðlun heldur eru þau kjarni mannréttinda. Þau vinnast í áföngum, þau haldast í krafti samstöðu og eru alltaf brothætt. Við vitum það af sögunni. Árið 2019 tókum við stórt skref á Íslandi þegar Alþingi samþykkti ný lög um þungunarrof. Með þeim var endanlega ákvörðunin færð frá nefndum og leyfisveitingum til konunnar sjálfrar. Í fyrsta sinn var lögfest að konan hefði sjálf fullt vald yfir eigin líkama og framtíð. Lögin voru einföld og skýr en tímamótin stór. Með þeim ræður konan sjálf. Þau tryggja rétt hennar til þungunarrofs að eigin beiðni, leggja áherslu á örugga og gjaldfrjálsa þjónustu, jafnt aðgengi um land allt og virðingu fyrir reisn kvenna. Þau drógu úr forræðishyggju og tóku af skarið: ákvörðunin er hennar en ekki kerfisins. Þessi breyting varð til í krafti þverpólitískrar samstöðu kvenna á Alþingi og þeirra karla sem studdu þennan þátt mannréttinda. Við sýndum að jafnréttismál eru ekki einkamál eins flokks heldur snúast þau um manngildi og mannréttindi. Sú samstaða gerði lögin möguleg. En nú, sex árum síðar, sjáum við merki bakslags. Í Evrópu hefur aðgengi að þungunarrofi víða verið skert. Í Bandaríkjunum hefur Hæstiréttur fellt úr gildi grundvallarvernd kvenna. Og víða eykst þrýstingur á að takmarka réttindi í nafni „hefðar“, „verndar“ eða „siðferðis“. Slíkur málflutningur er ekki hluti af fortíðinni – hann fer vaxandi núna. Í nútímanum. Við þurfum að greina rót vandans. Þetta snýst ekki aðeins um heilbrigðismál heldur líka – og ekki síður – efnahagslegt og pólitískt vald, um stjórn á tíma kvenna, lífi þeirra og möguleikum. Þess vegna tengjast þessi réttindi líka loftslagsmálum, félagslegu réttlæti og jöfnuði. Þegar vald er tekið frá konum, hvort sem það er yfir líkama þeirra eða framtíð, veikist lýðræðið sjálft. Engin lög lifa nema menningin, framkvæmdin og pólitískur vilji styðji þau. Við þurfum að tala skýrt, fræða, standa saman og nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Réttur kvenna til eigin líkama er mannréttindi. Hann er ekki samningsatriði. Það sem áunnist hefur getur tapast. En það sem við stöndum vörð um lifir. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Greinin byggir á erindi höfundar á fundi UN Women, Kvenréttindafélags Íslands og Hannesarholts 1. október 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Jafnréttismál Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Í síðustu viku tókum við þessi mál til umræðu á fundi í Hannesarholti þar sem UN Women, Kvenréttindafélag Íslands og Heimili Heimsmarkmiðanna efndu til viðburðarins Að missa réttindi sín: yfirráð yfir eigin líkama í breyttu samfélagi. Þar ræddum við hvernig þessi réttindi, sem virtust einu sinni tryggð, eru nú víða undir árás og hversu mikilvægt er að greina og skilja rót vandans áður en bakslagið verður staðreynd. Yfirráð kvenna yfir eigin líkama eiga ekki að vera háð málamiðlun heldur eru þau kjarni mannréttinda. Þau vinnast í áföngum, þau haldast í krafti samstöðu og eru alltaf brothætt. Við vitum það af sögunni. Árið 2019 tókum við stórt skref á Íslandi þegar Alþingi samþykkti ný lög um þungunarrof. Með þeim var endanlega ákvörðunin færð frá nefndum og leyfisveitingum til konunnar sjálfrar. Í fyrsta sinn var lögfest að konan hefði sjálf fullt vald yfir eigin líkama og framtíð. Lögin voru einföld og skýr en tímamótin stór. Með þeim ræður konan sjálf. Þau tryggja rétt hennar til þungunarrofs að eigin beiðni, leggja áherslu á örugga og gjaldfrjálsa þjónustu, jafnt aðgengi um land allt og virðingu fyrir reisn kvenna. Þau drógu úr forræðishyggju og tóku af skarið: ákvörðunin er hennar en ekki kerfisins. Þessi breyting varð til í krafti þverpólitískrar samstöðu kvenna á Alþingi og þeirra karla sem studdu þennan þátt mannréttinda. Við sýndum að jafnréttismál eru ekki einkamál eins flokks heldur snúast þau um manngildi og mannréttindi. Sú samstaða gerði lögin möguleg. En nú, sex árum síðar, sjáum við merki bakslags. Í Evrópu hefur aðgengi að þungunarrofi víða verið skert. Í Bandaríkjunum hefur Hæstiréttur fellt úr gildi grundvallarvernd kvenna. Og víða eykst þrýstingur á að takmarka réttindi í nafni „hefðar“, „verndar“ eða „siðferðis“. Slíkur málflutningur er ekki hluti af fortíðinni – hann fer vaxandi núna. Í nútímanum. Við þurfum að greina rót vandans. Þetta snýst ekki aðeins um heilbrigðismál heldur líka – og ekki síður – efnahagslegt og pólitískt vald, um stjórn á tíma kvenna, lífi þeirra og möguleikum. Þess vegna tengjast þessi réttindi líka loftslagsmálum, félagslegu réttlæti og jöfnuði. Þegar vald er tekið frá konum, hvort sem það er yfir líkama þeirra eða framtíð, veikist lýðræðið sjálft. Engin lög lifa nema menningin, framkvæmdin og pólitískur vilji styðji þau. Við þurfum að tala skýrt, fræða, standa saman og nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Réttur kvenna til eigin líkama er mannréttindi. Hann er ekki samningsatriði. Það sem áunnist hefur getur tapast. En það sem við stöndum vörð um lifir. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Greinin byggir á erindi höfundar á fundi UN Women, Kvenréttindafélags Íslands og Hannesarholts 1. október 2025.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun