Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. október 2025 06:00 Seljavallalaug er líklega meðal þekktari lauga landsins. Vísir/Friðrik Þór Í enn eitt skiptið eru búningsklefar við Seljavallalaug fullir af rusli, gömlum sundfötum og matarumbúðum. Vegfarandi segist sjaldan hafa séð laugina í svo slæmu ásigkomulagi. Staðarhaldari segist langþreyttur á ástandinu, laugin hafi aldrei verið ætluð almennum sundgestum. „Búningsklefarnir eru þannig að maður fer einfaldlega ekki inn í þá. Þeir eru fullir af drullu, rusli og skít, gömlum sundfötum og matarumbúðum,“ segir Einar Pálsson vegfarandi sem átti leið um laugina í síðustu viku. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lauginni en faðir hans Páll Andrésson er brottfluttur Eyfellingur og kom lengi vel að viðhaldi og uppbyggingu Seljavallalaugar. Miðað við myndband sem Einar sendi fréttastofu úr klefanum mætti ganga svo langt að fullyrða að búningsklefinn minni frekar á fatagám en búningsklefa. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Klippa: Slæm umgengni í búningsklefa Seljavallalaugar Sambærilegar fréttir um árabil Fréttir hafa um árabil borist af slæmri umgengni í lauginni sem árið 2013 var valin ein af bestu sundlaugum veraldar af lesendum Guardian. Árið 2017 greindi Vísir meðal annars frá því að umgengnin væri „enn vandamál“ við Seljavallalaug, enda voru skrifaðar sambærilegar fréttir árið 2013, 2015 og svo af stóðlífi í lauginni árið 2016. Ármann Fannar Magnússon hefur verið formaður félagsins um árabil og áður svarað fyrir umgengnina. Hann var á leið upp eftir að hreinsa til þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta er afar leiðinlegt, það er ekki ætlast til þess að fólk skilji neitt eftir en það er alltaf fullt af fólki sem virðir ekki náttúruna. Það ætlar seint að breytast og mun kannski aldrei gera.“ Ekki opinber sundlaug Ármann segir ekki hafa komið til tals að ungmennafélagið afhendi öðrum, til dæmis sveitarfélaginu, umsjón með lauginni. Laugin sé ekki opinber sundlaug. „Og það á enginn að vera í sundi þarna. Þetta er gömul, falleg laug og það á enginn að skilja drasl eftir sig og sóða út svæðið. Þetta er ekki opinber sundstaður, þannig ég skil ekki hvað fólk er að gera þarna.“ Er sundlaugin kannski fórnarlamb eigin vinsælda á samfélagsmiðlum? „Ja, þetta er þekktur staður, það er alveg rétt.“ En þetta breytist aldrei? „Þetta er búið að vera svona ansi lengi og þetta mun aldrei breytast, því miður.“ Sundlaugar og baðlón Rangárþing eystra Tengdar fréttir Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45 Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26 Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
„Búningsklefarnir eru þannig að maður fer einfaldlega ekki inn í þá. Þeir eru fullir af drullu, rusli og skít, gömlum sundfötum og matarumbúðum,“ segir Einar Pálsson vegfarandi sem átti leið um laugina í síðustu viku. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lauginni en faðir hans Páll Andrésson er brottfluttur Eyfellingur og kom lengi vel að viðhaldi og uppbyggingu Seljavallalaugar. Miðað við myndband sem Einar sendi fréttastofu úr klefanum mætti ganga svo langt að fullyrða að búningsklefinn minni frekar á fatagám en búningsklefa. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Klippa: Slæm umgengni í búningsklefa Seljavallalaugar Sambærilegar fréttir um árabil Fréttir hafa um árabil borist af slæmri umgengni í lauginni sem árið 2013 var valin ein af bestu sundlaugum veraldar af lesendum Guardian. Árið 2017 greindi Vísir meðal annars frá því að umgengnin væri „enn vandamál“ við Seljavallalaug, enda voru skrifaðar sambærilegar fréttir árið 2013, 2015 og svo af stóðlífi í lauginni árið 2016. Ármann Fannar Magnússon hefur verið formaður félagsins um árabil og áður svarað fyrir umgengnina. Hann var á leið upp eftir að hreinsa til þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta er afar leiðinlegt, það er ekki ætlast til þess að fólk skilji neitt eftir en það er alltaf fullt af fólki sem virðir ekki náttúruna. Það ætlar seint að breytast og mun kannski aldrei gera.“ Ekki opinber sundlaug Ármann segir ekki hafa komið til tals að ungmennafélagið afhendi öðrum, til dæmis sveitarfélaginu, umsjón með lauginni. Laugin sé ekki opinber sundlaug. „Og það á enginn að vera í sundi þarna. Þetta er gömul, falleg laug og það á enginn að skilja drasl eftir sig og sóða út svæðið. Þetta er ekki opinber sundstaður, þannig ég skil ekki hvað fólk er að gera þarna.“ Er sundlaugin kannski fórnarlamb eigin vinsælda á samfélagsmiðlum? „Ja, þetta er þekktur staður, það er alveg rétt.“ En þetta breytist aldrei? „Þetta er búið að vera svona ansi lengi og þetta mun aldrei breytast, því miður.“
Sundlaugar og baðlón Rangárþing eystra Tengdar fréttir Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45 Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26 Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45
Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26
Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent