„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Árni Sæberg skrifar 7. október 2025 12:07 Hanna Katrín vísar fullyrðingum Bændasamtakanna á bug. Vísir/Sigurjón Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. „Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir verulegum vonbrigðum með drög atvinnuvegaráðuneytisins að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og loforð um samráð og samvinnu við hagaðila lásu bændur fyrst um fyrirætlanir stjórnvalda í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Þá ítrekaði atvinnuvegaráðherra það á bændafundum í vor að ekki yrði farið í kollsteypur á landbúnaðarkerfinu en vinnubrögð sem þessi grafa undan slíku, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði í yfirlýsingu á vef Bændasamtakanna í gær í tilefni af drögum sem birt voru á föstudag. Engar kollsteypur „Það er nú ekki svo að allir bændur séu að kvarta sáran vegna þess að ég hef auðvitað líka fengið jákvæð viðbrögð þegar það birtist í samráðsgátt á föstudaginn. Og það er auðvitað bara upphafið að því almenna samráði sem á sér stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður ræddi við hana að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hún að það væri fjarri lagi að um kollvörpun á landbúnaðarkerfinu væri að ræða. „Það er bara misskilningur ef því er haldið fram. Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Tveir til þrír milljarðar á ári Í yfirlýsingu Bændasamtakanna sagði aftur á móti að í frumvarpsdrögunum væri ekki að finna neina útfærslu í þá veru. Til fjölda ára hafi legið fyrir að ná þurfi fram hagræðingu í kjötafurðargreinum rétt eins og bændur hafi séð fyrir sér að næðist með þeim lagabreytingum sem nú eigi að fella úr gildi. „Frumvarpsdrögin skapa því meiri óvissu í starfsumhverfi í landbúnaðarins.“ Lagabreytingar þær sem Bændasamtökin vísa til eru umdeildar breytingar á búvörulögum í fyrra, sem heimiluðu samruna afurðastöðvar í auknum mæli, án samþykkis samkeppnisyfirvalda. Þá segir í yfirlýsingunni að efnislega sé margt athugavert við frumvarpsdrögin en það sem komi stjórninni mest á óvart sé atlaga að íslenskum mjólkuriðnaði sem þar birtist. „Með drögunum á að kollvarpa ríflega tuttugu ára gömlu fyrirkomulagi sem skilað hefur hagræðingu í greininni upp á 2-3 milljarða króna á ári, bændum og neytendum til hagsbóta. Með boðuðum breytingum á að afnema heimild afurðastöðva til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.“ Búvörusamningar Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
„Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir verulegum vonbrigðum með drög atvinnuvegaráðuneytisins að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og loforð um samráð og samvinnu við hagaðila lásu bændur fyrst um fyrirætlanir stjórnvalda í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Þá ítrekaði atvinnuvegaráðherra það á bændafundum í vor að ekki yrði farið í kollsteypur á landbúnaðarkerfinu en vinnubrögð sem þessi grafa undan slíku, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði í yfirlýsingu á vef Bændasamtakanna í gær í tilefni af drögum sem birt voru á föstudag. Engar kollsteypur „Það er nú ekki svo að allir bændur séu að kvarta sáran vegna þess að ég hef auðvitað líka fengið jákvæð viðbrögð þegar það birtist í samráðsgátt á föstudaginn. Og það er auðvitað bara upphafið að því almenna samráði sem á sér stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður ræddi við hana að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hún að það væri fjarri lagi að um kollvörpun á landbúnaðarkerfinu væri að ræða. „Það er bara misskilningur ef því er haldið fram. Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Tveir til þrír milljarðar á ári Í yfirlýsingu Bændasamtakanna sagði aftur á móti að í frumvarpsdrögunum væri ekki að finna neina útfærslu í þá veru. Til fjölda ára hafi legið fyrir að ná þurfi fram hagræðingu í kjötafurðargreinum rétt eins og bændur hafi séð fyrir sér að næðist með þeim lagabreytingum sem nú eigi að fella úr gildi. „Frumvarpsdrögin skapa því meiri óvissu í starfsumhverfi í landbúnaðarins.“ Lagabreytingar þær sem Bændasamtökin vísa til eru umdeildar breytingar á búvörulögum í fyrra, sem heimiluðu samruna afurðastöðvar í auknum mæli, án samþykkis samkeppnisyfirvalda. Þá segir í yfirlýsingunni að efnislega sé margt athugavert við frumvarpsdrögin en það sem komi stjórninni mest á óvart sé atlaga að íslenskum mjólkuriðnaði sem þar birtist. „Með drögunum á að kollvarpa ríflega tuttugu ára gömlu fyrirkomulagi sem skilað hefur hagræðingu í greininni upp á 2-3 milljarða króna á ári, bændum og neytendum til hagsbóta. Með boðuðum breytingum á að afnema heimild afurðastöðva til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.“
Búvörusamningar Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira