Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 15:48 Samstarfskonurnar Guðný Bára Jónsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir ræða saman á spjallbekknum. Reykjavíkurborg Spjallbekk hefur verið komið fyrir í Laugardalnum við inngang Grasagarðsins í tilefni af viku einmanaleikans sem nú stendur yfir. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að spjallbekki sé að finna víða um heim og að þeim sé ætlað að hvetja til félagslegra samskipta og draga úr einmanaleika. Í tilkynningu segir að spjallbekkir séu sérstaklega merktir og sitji einhver á bekknum eigi það að gefa til kynna að þau séu fús til að spjalla. Bekkirnir séu staðsettir á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum, við gönguleiðir, í verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðstöðvum, sem eigi að gera þá auðveldlega aðgengilega fyrir vegfarendur. Þá eigi merkingar á bekkjunum að hvetja fólk til að hefja samtöl, sem efli tengsl og samfélagskennd. Þeim sé ætlað að vera aðgengilegir öllum, óháð aldri eða aðstæðum, og bjóða þannig upp á lágan þröskuld til samskipta. Steinunn Ása við spjallbekkinn. Reykjavíkurborg Í tilkynningu borgarinnar segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, að fatlað fólk eigi í hættu, eins og aðrir, að einangrast. Hún fagnar framtakinu. „Fatlað fólk eins og annað fólk er í mikilli hættu á að verða einmana, meira að segja þegar það er fullt af fólki í kringum okkur getum við upplifað einmanaleika. Við viljum að börnunum okkar líði vel, að fjölskyldunni okkar líði vel og að vinum okkar líði vel. Einmanaleiki er algengur og það sem við þurfum að hafa í huga er að óttast ekki að stíga út úr einmanaleikanum. Það er margt sem hægt er að gera og það er mikilvægt að vekja athygli á því. Þessi bekkur er staður til þess að setjast niður, gleyma símanum um stund, líta upp og tala saman. Í þessari viku hvet ég fólk til þess að hringja í vini, hitta fólk, fara í sund, fara á kaffihús og leita að menningunni, hún er úti um allt. Tökum spjall, það hressir og kætir“, segir Steinunn Ása í tilkynningu. Vika einmanaleikans stendur yfir í þessari viku. Vikan er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði meðan á vitundarvakningunni stendur, þar á meðal á bókasöfnum Reykjavíkurborgar. Hægt er að skoða dagskrá hér. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. 28. september 2025 21:20 Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01 „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. 29. apríl 2025 08:01 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Í tilkynningu segir að spjallbekkir séu sérstaklega merktir og sitji einhver á bekknum eigi það að gefa til kynna að þau séu fús til að spjalla. Bekkirnir séu staðsettir á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum, við gönguleiðir, í verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðstöðvum, sem eigi að gera þá auðveldlega aðgengilega fyrir vegfarendur. Þá eigi merkingar á bekkjunum að hvetja fólk til að hefja samtöl, sem efli tengsl og samfélagskennd. Þeim sé ætlað að vera aðgengilegir öllum, óháð aldri eða aðstæðum, og bjóða þannig upp á lágan þröskuld til samskipta. Steinunn Ása við spjallbekkinn. Reykjavíkurborg Í tilkynningu borgarinnar segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, að fatlað fólk eigi í hættu, eins og aðrir, að einangrast. Hún fagnar framtakinu. „Fatlað fólk eins og annað fólk er í mikilli hættu á að verða einmana, meira að segja þegar það er fullt af fólki í kringum okkur getum við upplifað einmanaleika. Við viljum að börnunum okkar líði vel, að fjölskyldunni okkar líði vel og að vinum okkar líði vel. Einmanaleiki er algengur og það sem við þurfum að hafa í huga er að óttast ekki að stíga út úr einmanaleikanum. Það er margt sem hægt er að gera og það er mikilvægt að vekja athygli á því. Þessi bekkur er staður til þess að setjast niður, gleyma símanum um stund, líta upp og tala saman. Í þessari viku hvet ég fólk til þess að hringja í vini, hitta fólk, fara í sund, fara á kaffihús og leita að menningunni, hún er úti um allt. Tökum spjall, það hressir og kætir“, segir Steinunn Ása í tilkynningu. Vika einmanaleikans stendur yfir í þessari viku. Vikan er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði meðan á vitundarvakningunni stendur, þar á meðal á bókasöfnum Reykjavíkurborgar. Hægt er að skoða dagskrá hér.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. 28. september 2025 21:20 Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01 „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. 29. apríl 2025 08:01 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. 28. september 2025 21:20
Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01
„Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. 29. apríl 2025 08:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent