Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2025 09:06 Trausti segir breytingarnar leiða til kostnaðarauka á greinina og neytendur. Vísir/Anton Brink Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur verulega ósátta við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum. Þeim hafi verið brugðið að sjá tillöguna og telji breytingarnar sérstaklega hafa slæm áhrif á mjólkuriðnað í landinu. „Það talar ekki alltaf saman þetta frumvarp,“ segir Trausti sem fór yfir viðhorf bænda til breytinganna á lögunum í Bitinu á Bylgjunni. Á einum stað séu til dæmis í frumvarpinu undanþágur fyrir félög undir yfirráðum bænda en á öðrum stað sé það skrifað út. Það sé óskýrt. Þá segir Trausti hefð fyrir því að áður en frumvarp er kynnt séu kynnt um það áform og það fari í samráðsgátt og það hefði verið betri leið í þessu máli og eðlilegt fyrsta skref. Bændasamtökin hafi verið meðvituð um að breyta ætti ákvæði um kjötafurðarstöðvar en samtökin hafi ekki verið meðvituð um breytingar er varða mjólkurvörur. „Það sem kemur á óvart er það sem snýr að mjólkinni,“ segir hann og að það gangi ekki upp að segja að breytingarnar hafi engin áhrif. Kerfið virki þannig í dag að Auðhumla safni mjólkinni saman af öllu landinu frá kúabændum á sama gjaldi. Verði af breytingunum sem kynntar séu í frumvarpinu geri bændur ráð fyrir því að Auðhumla geti ekki safnað mjólk frá öllum bændum því ákvæði í lögunum fjalli um það frá hverjum megi safna mjólkinni og undir hvaða yfirráðum félögin eru. Gætu þurft að safna mjólkinni sjálf Trausti segir til dæmis samkomulag núna á milli Auðhumlu og KS í Skagafirði um söfnun mjólkur. Það sé verkaskipting þannig að ostar eru framleiddir á einum stað og aðrar mjólkurafurðir annars staðar. Það sé gert til að nýta fjárfestingu sem hafi verið farið í á síðustu árum. Minni fyrirtæki missi í þessu frumvarpi þjónustu Auðhumlu við að afhenda þeim mjólk og ef verði af því gætu þau þurft að safna mjólkinni sjálf fyrir vinnslu. „Það er kostnaðarauki á greinina, kostnaðarauki fyrir neytendur,“ segir Trausti og að bændum hafi brugðið að „fá þetta framan í sig“. Þá skjóti skökku við að segja að þessar breytingar hafi engin áhrif en gefa samt aðlögunarfrest til 2027 til að bregðast við breytingum. Bændum brugðið Hann segir Bændasamtökin hafa verið í þéttu og góðu samstarfi við stjórnvöld og hann telji það samstarf halda þannig áfram en þau verði samt að geta tekist á um hlutina. Það sé eðlilegt í lýðræðissamfélagi. Hann segir samtökin í samtali við stjórnvöld um búvörusamninga og starfsskilyrði landbúnaðarins og það skjóti skökku við að einstaka þættir úr starfsskilyrðum landbúnaðarins séu teknir úr sviga þegar það er samtal í gangi. Hann segir að síðasta vor hafi bændur farið góða hringferð með atvinnuvegaráðherra og því sé þeim brugðið að þetta sé gert með þessum hætti og ekki í neinu samráði við þá. Hann segist Bændasamtökin ekki hafa komið auga á þá hlið breytinganna að þær gætu skilað aukinni samkeppni og þannig skilað sér til neytenda í betra verði. Hann segir markaðinn á Íslandi afskaplega lítinn. Það séu um 400 bændur sem vinni með Auðhumlu og það sé búið að koma upp ákveðinni verkaskiptingu. Innflutningur á mjólkurvörum sé að aukast og það sé samkeppni sem bændur þurfi að takast á við. Hann segir Bændasamtökin hafa fundað með ráðuneytinu í gær og það verði áfram unnið með málið. Málið er í samráðsgátt til 17. október. Atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali í gær það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. Landbúnaður Búvörusamningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Bítið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
„Það talar ekki alltaf saman þetta frumvarp,“ segir Trausti sem fór yfir viðhorf bænda til breytinganna á lögunum í Bitinu á Bylgjunni. Á einum stað séu til dæmis í frumvarpinu undanþágur fyrir félög undir yfirráðum bænda en á öðrum stað sé það skrifað út. Það sé óskýrt. Þá segir Trausti hefð fyrir því að áður en frumvarp er kynnt séu kynnt um það áform og það fari í samráðsgátt og það hefði verið betri leið í þessu máli og eðlilegt fyrsta skref. Bændasamtökin hafi verið meðvituð um að breyta ætti ákvæði um kjötafurðarstöðvar en samtökin hafi ekki verið meðvituð um breytingar er varða mjólkurvörur. „Það sem kemur á óvart er það sem snýr að mjólkinni,“ segir hann og að það gangi ekki upp að segja að breytingarnar hafi engin áhrif. Kerfið virki þannig í dag að Auðhumla safni mjólkinni saman af öllu landinu frá kúabændum á sama gjaldi. Verði af breytingunum sem kynntar séu í frumvarpinu geri bændur ráð fyrir því að Auðhumla geti ekki safnað mjólk frá öllum bændum því ákvæði í lögunum fjalli um það frá hverjum megi safna mjólkinni og undir hvaða yfirráðum félögin eru. Gætu þurft að safna mjólkinni sjálf Trausti segir til dæmis samkomulag núna á milli Auðhumlu og KS í Skagafirði um söfnun mjólkur. Það sé verkaskipting þannig að ostar eru framleiddir á einum stað og aðrar mjólkurafurðir annars staðar. Það sé gert til að nýta fjárfestingu sem hafi verið farið í á síðustu árum. Minni fyrirtæki missi í þessu frumvarpi þjónustu Auðhumlu við að afhenda þeim mjólk og ef verði af því gætu þau þurft að safna mjólkinni sjálf fyrir vinnslu. „Það er kostnaðarauki á greinina, kostnaðarauki fyrir neytendur,“ segir Trausti og að bændum hafi brugðið að „fá þetta framan í sig“. Þá skjóti skökku við að segja að þessar breytingar hafi engin áhrif en gefa samt aðlögunarfrest til 2027 til að bregðast við breytingum. Bændum brugðið Hann segir Bændasamtökin hafa verið í þéttu og góðu samstarfi við stjórnvöld og hann telji það samstarf halda þannig áfram en þau verði samt að geta tekist á um hlutina. Það sé eðlilegt í lýðræðissamfélagi. Hann segir samtökin í samtali við stjórnvöld um búvörusamninga og starfsskilyrði landbúnaðarins og það skjóti skökku við að einstaka þættir úr starfsskilyrðum landbúnaðarins séu teknir úr sviga þegar það er samtal í gangi. Hann segir að síðasta vor hafi bændur farið góða hringferð með atvinnuvegaráðherra og því sé þeim brugðið að þetta sé gert með þessum hætti og ekki í neinu samráði við þá. Hann segist Bændasamtökin ekki hafa komið auga á þá hlið breytinganna að þær gætu skilað aukinni samkeppni og þannig skilað sér til neytenda í betra verði. Hann segir markaðinn á Íslandi afskaplega lítinn. Það séu um 400 bændur sem vinni með Auðhumlu og það sé búið að koma upp ákveðinni verkaskiptingu. Innflutningur á mjólkurvörum sé að aukast og það sé samkeppni sem bændur þurfi að takast á við. Hann segir Bændasamtökin hafa fundað með ráðuneytinu í gær og það verði áfram unnið með málið. Málið er í samráðsgátt til 17. október. Atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali í gær það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða.
Landbúnaður Búvörusamningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Bítið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira