Upp­gjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálf­leik og unnu sann­færandi sigur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Rebekka Rut Steingrímsdóttir í baráttunni í leiknum í kvöld. 
Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Rebekka Rut Steingrímsdóttir í baráttunni í leiknum í kvöld.  Vísir/Anton Brink

Íslandsmeistarar Hauka sóttu nýliða KR heim í DHL-höllina að Meistaravöllum í Vesturbæinn í annarri umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár. 

Jafnræði var með liðunum fram í þriðja leikhluta en þá dró í sundur og Haukur fóru með öruggan sigur af hólmi. Haukar hertu þá tökin í varnarleiknum og KR-ingar áttu í eriðleikum með að skora. 

Eftir að hafa elt Hauka eins og skugginn fram í miðjan þriðja leikhluta átti KR í meiri erfiðleikum með að skora þegar líða tók á leikinn. Varnarleikur Haukar varð sterkari og á sama tíma stækkaði hringurinn hjá gestunum á hinum enda vallarins. 

Lokatölur í leiknum urðu 92-70 Haukum í vil en ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig eftir tvo leikir en KR er aftur á móti með tvö stig eftir jafn marga leiki.  

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira