Fótbolti

Von­svikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Nik Chamberlain vildi sjá betri frammistöðu í kvöld en fékk samt 4-0 sigur.
Nik Chamberlain vildi sjá betri frammistöðu í kvöld en fékk samt 4-0 sigur. Vísir/Diego

Breiðablik sigraði Spartak Subotica með fjórum mörkum í Evrópukeppni kvenna í kvöld. Veðrið hafði töluverð áhrif á leikinn en Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði að liðið hefði átt að vera betra með boltann í kvöld og var í raun vonsvikinn þrátt fyrir 4-0 sigur.

„Við byrjuðum leikinn frábærlega, fyrstu tvö mörkin okkar voru frábær. Við unnum okkur inn á svæðin en svo voru næstu 70 mínúturnar hræðilegar miðað við okkar standard. Við getum kannski kennt vindinum og veðrinu um að eitthverju leyti, en það hafði sömu áhrif fyrir bæði lið, og við hefðum átt að vera miklu betri með boltann. Við erum vonsvikin með frammistöðuna en okkur tókst samt að klára leikinn,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur liðsins í kvöld.

Blikar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum eftir 3-2 sigur gegn Víkingum í Bestu deild kvenna þann 3. október. Nik sem var ekki ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld taldi möguleika á því að einhver þynnka væri ennþá í liðinu.

„Stelpurnar sem komu inn á í seinni hálfleik náðu að breyta leiknum, því það þurfti meiri orku í leikinn. Að skora þriðja og fjórða markið var mikilvægt og gæti skipt sköpum í leiknum úti í Serbíu. Ég hefði viljað sjá aðeins meira þar sem við komum okkur í stöður og skapa færi. Við vorum ekki upp á okkar besta og möguleika einhver þynnka ennþá í liðinu.“

Breiðablik var töluvert betri aðilinn í leiknum og það er ljóst að við fengum ekki að sjá bestu hliðar Spartak Subotica í kvöld.

„Við fengum ekki að sjá bestu hlið hins liðsins. Katherine Devine átti stórkostlega vörslu í fyrri hálfleik og ef liðið hefði skorað þá hefði leikurinn getað breyst. Frammistaðan er smá skellur en við þurfum að vera tilbúnar og mæta í Serbíu því við verðum að vera betri þar,“ sagði Nik, að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×