Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar 9. október 2025 12:02 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið. Mig langar að nota þennan vettvang til að spyrja Guðmund um einn fróðleiksmola sem birtist á heimasíðu Brims undir fyrirsögninni: „Er Fiskistofa með röng gögn eða eru lagaákvæði óljós?“ Þar segir orðrétt: „Þorskígildi 10 þúsund tonna af grálúðu eru næstum jafnmörg og þorskígildi 90 þúsund tonna af makríl samkvæmt útreikningum Fiskistofu og því ættu söluverðmætin að vera áþekk […] En svo er alls ekki. Verðmæti 90 þúsund tonna af makríl er þrisvar sinnum meira en verðmæti 10 þúsund tonna af grálúðu.“ Ef ég skil Guðmund rétt þá fullyrðir hann að verðmæti 10 þúsund tonna afla af grálúðu og 30 þúsund tonn afla af makríl sé svipað. Við hjá stéttarfélögum sjómanna vitum hins vegar að raunveruleikinn er allt annar. Á sama tíma og Guðmundur skrifar þetta er munurinn á kílóverði til sjómanna á þessum tveimur tegundum nálægt því tífaldur. Sjómenn fá allt upp undir 1.000 krónur á kíló fyrir grálúðu – en á síðustu makrílvertíð greiddi Brim sínum sjómönnum að meðaltali 114 krónur á kíló. Ef markmið fróðleiksmolans er að sýna fram á ósamræmi í útreikningum Fiskistofu, þá hlýtur ósamræmið að vera enn meira í verðmynduninni sjálfri. Ef þorskígildi eiga að endurspegla verðmæti, og ef sjómenn fá aðeins greitt brot af því sem markaðsverð segir til um, þá hlýtur að vakna spurningin: Er raunverulega verið að blekkja Fiskistofu – eða sjómennina – ásamt því að verið sé að komast undan skatttekjum af sameiginlegum auðlindum? Einnig má spyrja hvort lagaákvæðin séu óljós. Eða hefur útgerðin einfaldlega náð þeim tökum á verðmyndun í gegnum sölufélög og skúffufyrirtæki að hægt sé að flytja verðmæti til, án þess að sjómenn fái sinn sanngjarna hlut? Miðað við tölurnar sem Brim birtir sjálft – og greiðslur sem sjómenn fá í reynd – þá virðast sjómenn vera hlunnfarnir um allt að tvo þriðju af verðmæti fisksins sem þeir veiða. Ég sé ekki annað. Höfundur er formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Grindavík Brim Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið. Mig langar að nota þennan vettvang til að spyrja Guðmund um einn fróðleiksmola sem birtist á heimasíðu Brims undir fyrirsögninni: „Er Fiskistofa með röng gögn eða eru lagaákvæði óljós?“ Þar segir orðrétt: „Þorskígildi 10 þúsund tonna af grálúðu eru næstum jafnmörg og þorskígildi 90 þúsund tonna af makríl samkvæmt útreikningum Fiskistofu og því ættu söluverðmætin að vera áþekk […] En svo er alls ekki. Verðmæti 90 þúsund tonna af makríl er þrisvar sinnum meira en verðmæti 10 þúsund tonna af grálúðu.“ Ef ég skil Guðmund rétt þá fullyrðir hann að verðmæti 10 þúsund tonna afla af grálúðu og 30 þúsund tonn afla af makríl sé svipað. Við hjá stéttarfélögum sjómanna vitum hins vegar að raunveruleikinn er allt annar. Á sama tíma og Guðmundur skrifar þetta er munurinn á kílóverði til sjómanna á þessum tveimur tegundum nálægt því tífaldur. Sjómenn fá allt upp undir 1.000 krónur á kíló fyrir grálúðu – en á síðustu makrílvertíð greiddi Brim sínum sjómönnum að meðaltali 114 krónur á kíló. Ef markmið fróðleiksmolans er að sýna fram á ósamræmi í útreikningum Fiskistofu, þá hlýtur ósamræmið að vera enn meira í verðmynduninni sjálfri. Ef þorskígildi eiga að endurspegla verðmæti, og ef sjómenn fá aðeins greitt brot af því sem markaðsverð segir til um, þá hlýtur að vakna spurningin: Er raunverulega verið að blekkja Fiskistofu – eða sjómennina – ásamt því að verið sé að komast undan skatttekjum af sameiginlegum auðlindum? Einnig má spyrja hvort lagaákvæðin séu óljós. Eða hefur útgerðin einfaldlega náð þeim tökum á verðmyndun í gegnum sölufélög og skúffufyrirtæki að hægt sé að flytja verðmæti til, án þess að sjómenn fái sinn sanngjarna hlut? Miðað við tölurnar sem Brim birtir sjálft – og greiðslur sem sjómenn fá í reynd – þá virðast sjómenn vera hlunnfarnir um allt að tvo þriðju af verðmæti fisksins sem þeir veiða. Ég sé ekki annað. Höfundur er formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun