Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. október 2025 22:00 Axel Jósefsson Zarioh féll fyrir borð af netabáti og drukknaði í maí 2020. Hann hafði þá starfað á sjó í þrettán daga. Lík hans rak á land tæpu ári síðar. Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. Þann 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja á nítjánda aldursári. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð fiskiskips á Vopnafirði. Viku síðar var leit að Alex hætt. Tæpu ári síðar, þann 4. apríl 2021, fundust líkamsleifar í flæðamáli fjöru í Vopnafirði sem síðar kom í ljós að tilheyrðu Axel heitnum. Sjá einnig: Hætta skipulagðri leit að skipverjanum á Vopnafirði Foreldrar Axels ráku mál á hendur Brimi, útgerðinni sem hann starfaði hjá, og TM þar sem þeir kröfðust miskabóta vegna andlátsins. Nafn útgerðarinnar var nafnhreinsað í dóminum en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Brim hf. Ráðinn þrettán dögum fyrir slysið Foreldrarnir byggðu kröfu sína meðal annars á að útgerðin hefði vanrækt skyldu sína til að skrá Axel, sem einungis hafði starfað á skipinu í þrettán daga þegar slysið varð, á öryggisfræðslunámskeið þegar hann hóf störf. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði útgerðina og tryggingafélagið af kröfunni í febrúar á þessu ári og Landsréttur staðfesti dóminn í dag með vísan til forsendna dóms héraðsdóms. Í þeim dómi er málið rakið ítarlega en þar vekur meðal annars athygli að alla vega tvær klukkustundir liðu frá því að skipverjum var ljóst að Axel væri ekki meðal þeirra þar til lögreglu var gert viðvart um hvarf hans. Þá vakti athygli að rúmlega einu og hálfu ári eftir slysið brann skipið með þeim afleiðingum að gögn sem foreldrarnir höfðu krafið hina stefndu um glötuðust. Slökkt á eftirlitsmyndavélum Málsatvik eru þau að þann 5. maí 2020 var Axel ráðinn til starfa á netabát hjá útgerðinni Brimi. Rakið er að hann hafi enga fyrri reynslu haft af störfum á sjó, verið ungur að aldri og lítinn undirbúning hlotið áður en hann hóf störf. Klukkan átta að morgni dags 18. maí hafi skipið landað í Vopnafirði. Fjórum tímum áður hafði Axel lokið vakt á bátnum. Á hádegi sama dag hafi skipverja farið að gruna að Axel væri ekki lengur um borð. Tveimur tímum síðar hafi lögreglu verið gert viðvart og leit hafist í framhaldinu. Fyrir lá að enginn sjónarvottur hafði séð hvað gerðist. Í lögregluskýrslu kom fram að skipverji hefði í síðasta sinn séð til hans milli klukkan 7:30 og 7:40. Við rannsókn kom í ljós að eftirlitsmyndavélar um borð höfðu ekki verið í gangi á slysstundu. Farsímagögn sem sýndu að sími Axels hefði orðið fyrir „áfalli“ með þeim afleiðingum að á honum slokknaði bentu til þess að Axel hefði fallið útbyrðis klukkan 7:44, sextán mínútum áður en skipið landaði. Líkt og áður segir var leit hætt viku eftir hvarfið. Lík Axels heitins fannst síðan í fjöru tæpu ári síðar, þann 4. apríl 2021. Kröfðu Brim um miskabætur vegna stórkostlegs gáleysis Í framhaldinu kröfðust foreldrarnir viðurkenningar á bótaskyldu á grundvelli 2. málsgreinar 26. greinar skaðabótalaga, þar sem kveðið er á um að gera megi þeim sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi valdi dauða annars manns að greiða maka, börnum eða foreldrum miskabætur. Foreldrarnir byggðu kröfu sína á að útgerðin hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa ekki sent Axel á öryggisfræðslunámskeið þegar hann var ráðinn til starfa. Þá hafi útgerðin vanrækt að tryggja öryggi og heilsu Axels um borð þar sem hann hafi enga nýliðafræðslu fengið né farið yfir öryggisatriði um borð í netabátnum eða haldnar þar neyðaræfingar. Skipstjóri hafi jafnframt vanrækt að hafa eftirlit með áhöfn þegar báturinn hafi komið í höfn og ásamt áhöfninni sýnt af sér seinagang þegar látið hafi verið hjá líða að tilkynna um hugsanlegt slys strax og áhöfninni hafi orðið ljóst að Axels var saknað. Foreldrarnir sökuðu bæði Brim og skipstjóra skipsins um að hafa vanrækt eftirlits- og tilkynningarskyldu í kjölfar slyssins, slysið hafi til að mynda ekki verið tilkynnt til rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá hafi skipstjóri ekki tryggt virkni eftirlitsmyndavéla um borð. Vanrækslan hafi verið til þess fallin að torvelda sönnun um orsakir slyssins. Gögn um nýliðafræðslu brunnu inni Hvað varðar undirbúning Axels áður en hann hóf störf báru skipstjóri og stýrimaður fyrir sig fyrir dómi að þeir hefðu veitt Axel nýliðafræðslu þar sem farið var yfir staðfestingu öryggisbúnaðar um borð með skipverjum. Þó voru engin skrifleg gögn þess efnis þar sem skipið hafði brunnið meðan málið var til rannsóknar og dagbók skipstjóra auk annarra gagna brunnið með skipinu. Þrátt fyrir það taldi dómurinn að leggja mætti til grundvallar framburð skipstjóra og stýrimanns um að téð nýliðafræðsla hafi farið fram. Þá vísaði dómurinn í ákvæði reglugerðar um lögskráningu sjómanna, þar sem kemur fram að skylda til skráningar á öryggisfræðslunámskeið komi ekki til fyrr en skipverji hafi verið lögskráður í 180 daga. Um viðbrögð skipstjóra og skipverja þegar skipið landaði kom fram í dóminum að menn urðu fyrst varir við að Axel væri ekki um borð klukkan hálf ellefu þegar vinur hans um borð vaknaði í káetu sinni. Fyrst um sinn hafi menn haldið að Axel hefði farið inn í Vopnafjörð en hann hafði sagst eiga póstsendingu í bænum. Upp úr hádegi hafi menn farið að ókyrrast vegna hvarfs hans og lögreglu verið gert viðvart um klukkan tvö. Orskakatengsl ósönnuð Líkt og atburðarásin er rakin féllst dómurinn ekki á að skipstjóri og áhöfn hafi vikið svo frá því sem réttast hefði verið að gera í aðstæðunum, að hægt væri að meta það skipstjóranum til stórkostlegs gáleysis. Þá taldi dómurinn heldur ekki að dráttur skipstjórans á að gera lögreglu viðvart teldist til stórkostlegs gáleysis. Í framburði bæði lögreglufulltrúa og skipstjórans fyrir héraðsdómi kom fram að slysið hefði verið tilkynnt til rannsóknarnefndar samgönguslysa, en hvorki stefnendur né stefndu gátu sýnt fram á hvenær sú tilkynning barst nefndinni. Í Landsrétti voru lagðir fram tölvupóstar frá rannsóknarnefndinni varðandi slysið, dagsettir 19. maí 2020, og því taldi dómurinn ekki að ástæðulaus dráttur hafi orðið á tilkynningu til nefndarinnar. Dómurinn áréttaði þá meginreglu í skaðabótarétti að tjónþoli verði að sanna að tjónvaldur hafi hegðað sér með saknæmum hætti til þess að til bótaskyldu geti stofnast. Í þessu máli séu orsakatengsl hinnar ætluðu vanrækslu sem foreldrarnir byggðu á og þess sorglega atviks sem um ræðir ósönnuð. Kjarni málsins væri sá að enginn veit með nokkurri vissu hvernig eða þá hvers vegna Axel féll fyrir borð og lést þann 18. maí 2020. Héraðsdómur og síðar Landsréttur sýknuðu Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldranna. Málskostnaður greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Vopnafjörður Brim Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Þann 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja á nítjánda aldursári. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð fiskiskips á Vopnafirði. Viku síðar var leit að Alex hætt. Tæpu ári síðar, þann 4. apríl 2021, fundust líkamsleifar í flæðamáli fjöru í Vopnafirði sem síðar kom í ljós að tilheyrðu Axel heitnum. Sjá einnig: Hætta skipulagðri leit að skipverjanum á Vopnafirði Foreldrar Axels ráku mál á hendur Brimi, útgerðinni sem hann starfaði hjá, og TM þar sem þeir kröfðust miskabóta vegna andlátsins. Nafn útgerðarinnar var nafnhreinsað í dóminum en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Brim hf. Ráðinn þrettán dögum fyrir slysið Foreldrarnir byggðu kröfu sína meðal annars á að útgerðin hefði vanrækt skyldu sína til að skrá Axel, sem einungis hafði starfað á skipinu í þrettán daga þegar slysið varð, á öryggisfræðslunámskeið þegar hann hóf störf. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði útgerðina og tryggingafélagið af kröfunni í febrúar á þessu ári og Landsréttur staðfesti dóminn í dag með vísan til forsendna dóms héraðsdóms. Í þeim dómi er málið rakið ítarlega en þar vekur meðal annars athygli að alla vega tvær klukkustundir liðu frá því að skipverjum var ljóst að Axel væri ekki meðal þeirra þar til lögreglu var gert viðvart um hvarf hans. Þá vakti athygli að rúmlega einu og hálfu ári eftir slysið brann skipið með þeim afleiðingum að gögn sem foreldrarnir höfðu krafið hina stefndu um glötuðust. Slökkt á eftirlitsmyndavélum Málsatvik eru þau að þann 5. maí 2020 var Axel ráðinn til starfa á netabát hjá útgerðinni Brimi. Rakið er að hann hafi enga fyrri reynslu haft af störfum á sjó, verið ungur að aldri og lítinn undirbúning hlotið áður en hann hóf störf. Klukkan átta að morgni dags 18. maí hafi skipið landað í Vopnafirði. Fjórum tímum áður hafði Axel lokið vakt á bátnum. Á hádegi sama dag hafi skipverja farið að gruna að Axel væri ekki lengur um borð. Tveimur tímum síðar hafi lögreglu verið gert viðvart og leit hafist í framhaldinu. Fyrir lá að enginn sjónarvottur hafði séð hvað gerðist. Í lögregluskýrslu kom fram að skipverji hefði í síðasta sinn séð til hans milli klukkan 7:30 og 7:40. Við rannsókn kom í ljós að eftirlitsmyndavélar um borð höfðu ekki verið í gangi á slysstundu. Farsímagögn sem sýndu að sími Axels hefði orðið fyrir „áfalli“ með þeim afleiðingum að á honum slokknaði bentu til þess að Axel hefði fallið útbyrðis klukkan 7:44, sextán mínútum áður en skipið landaði. Líkt og áður segir var leit hætt viku eftir hvarfið. Lík Axels heitins fannst síðan í fjöru tæpu ári síðar, þann 4. apríl 2021. Kröfðu Brim um miskabætur vegna stórkostlegs gáleysis Í framhaldinu kröfðust foreldrarnir viðurkenningar á bótaskyldu á grundvelli 2. málsgreinar 26. greinar skaðabótalaga, þar sem kveðið er á um að gera megi þeim sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi valdi dauða annars manns að greiða maka, börnum eða foreldrum miskabætur. Foreldrarnir byggðu kröfu sína á að útgerðin hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa ekki sent Axel á öryggisfræðslunámskeið þegar hann var ráðinn til starfa. Þá hafi útgerðin vanrækt að tryggja öryggi og heilsu Axels um borð þar sem hann hafi enga nýliðafræðslu fengið né farið yfir öryggisatriði um borð í netabátnum eða haldnar þar neyðaræfingar. Skipstjóri hafi jafnframt vanrækt að hafa eftirlit með áhöfn þegar báturinn hafi komið í höfn og ásamt áhöfninni sýnt af sér seinagang þegar látið hafi verið hjá líða að tilkynna um hugsanlegt slys strax og áhöfninni hafi orðið ljóst að Axels var saknað. Foreldrarnir sökuðu bæði Brim og skipstjóra skipsins um að hafa vanrækt eftirlits- og tilkynningarskyldu í kjölfar slyssins, slysið hafi til að mynda ekki verið tilkynnt til rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá hafi skipstjóri ekki tryggt virkni eftirlitsmyndavéla um borð. Vanrækslan hafi verið til þess fallin að torvelda sönnun um orsakir slyssins. Gögn um nýliðafræðslu brunnu inni Hvað varðar undirbúning Axels áður en hann hóf störf báru skipstjóri og stýrimaður fyrir sig fyrir dómi að þeir hefðu veitt Axel nýliðafræðslu þar sem farið var yfir staðfestingu öryggisbúnaðar um borð með skipverjum. Þó voru engin skrifleg gögn þess efnis þar sem skipið hafði brunnið meðan málið var til rannsóknar og dagbók skipstjóra auk annarra gagna brunnið með skipinu. Þrátt fyrir það taldi dómurinn að leggja mætti til grundvallar framburð skipstjóra og stýrimanns um að téð nýliðafræðsla hafi farið fram. Þá vísaði dómurinn í ákvæði reglugerðar um lögskráningu sjómanna, þar sem kemur fram að skylda til skráningar á öryggisfræðslunámskeið komi ekki til fyrr en skipverji hafi verið lögskráður í 180 daga. Um viðbrögð skipstjóra og skipverja þegar skipið landaði kom fram í dóminum að menn urðu fyrst varir við að Axel væri ekki um borð klukkan hálf ellefu þegar vinur hans um borð vaknaði í káetu sinni. Fyrst um sinn hafi menn haldið að Axel hefði farið inn í Vopnafjörð en hann hafði sagst eiga póstsendingu í bænum. Upp úr hádegi hafi menn farið að ókyrrast vegna hvarfs hans og lögreglu verið gert viðvart um klukkan tvö. Orskakatengsl ósönnuð Líkt og atburðarásin er rakin féllst dómurinn ekki á að skipstjóri og áhöfn hafi vikið svo frá því sem réttast hefði verið að gera í aðstæðunum, að hægt væri að meta það skipstjóranum til stórkostlegs gáleysis. Þá taldi dómurinn heldur ekki að dráttur skipstjórans á að gera lögreglu viðvart teldist til stórkostlegs gáleysis. Í framburði bæði lögreglufulltrúa og skipstjórans fyrir héraðsdómi kom fram að slysið hefði verið tilkynnt til rannsóknarnefndar samgönguslysa, en hvorki stefnendur né stefndu gátu sýnt fram á hvenær sú tilkynning barst nefndinni. Í Landsrétti voru lagðir fram tölvupóstar frá rannsóknarnefndinni varðandi slysið, dagsettir 19. maí 2020, og því taldi dómurinn ekki að ástæðulaus dráttur hafi orðið á tilkynningu til nefndarinnar. Dómurinn áréttaði þá meginreglu í skaðabótarétti að tjónþoli verði að sanna að tjónvaldur hafi hegðað sér með saknæmum hætti til þess að til bótaskyldu geti stofnast. Í þessu máli séu orsakatengsl hinnar ætluðu vanrækslu sem foreldrarnir byggðu á og þess sorglega atviks sem um ræðir ósönnuð. Kjarni málsins væri sá að enginn veit með nokkurri vissu hvernig eða þá hvers vegna Axel féll fyrir borð og lést þann 18. maí 2020. Héraðsdómur og síðar Landsréttur sýknuðu Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldranna. Málskostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Vopnafjörður Brim Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira