Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. október 2025 07:18 Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka. Sömuleiðis afstöðu til þess að framlögin yrðu lækkuð, m.a. m.t.t. til hagræðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Því miður var grunnt á svörum ráðherrans. Hann fagnaði að vísu umræðunni um málið, en vildi fara varlega í allar breytingar – flokkarnir á Alþingi yrðu að vera sammála um þær og að auki þyrfti að taka tillit til smæðar Íslands í þessu tilliti (?). Ráðherrann fór þá í löngu máli yfir hagfræðikenningar sem fléttuðust inn í stjórnmálin. Það mætti alveg „velta fyrir okkur hvort framtíð þessa kerfis eins og það er sé heppileg, hvort breyta ætti áherslum í því, hvort þróa ætti upphæðir.“ Skýr pólitísk sýn? Ráðherrann svaraði s.s. engu um afstöðu Viðreisnar – hvað þá ríkisstjórnarinnar – til þessa kerfis, en frá árinu 2010 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar fengið um 11 milljarða frá ríkissjóði í beinum framlögum. Framlög sem koma til viðbótar við framlög til stjórnmálaflokka í formi aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka sem ákvörðuð eru í fjárlögum. Fulltrúar Samfylkingar og Flokks fólksins (sem þáði ríkisframlagið árum saman án þess að uppfylla skilyrði laga til þess) voru öllu skýrari í sínum málflutningi í umræðunni. Myndin var því örlítið skýrari við þeirra innlegg – við sjálfstæðismenn þekkjum jú vel að vera í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem fórnir eru færðar til að halda í friðinn. XD skili ríkisstyrknum Steininn tók þó úr við lokaorð fjármálaráðherra þegar hann apaði upp innlegg Sigmars Guðmundssonar í umræðunni um að þeim flokkum sem væri „í nöp við þetta fyrirkomulag“ væri „í sjálfsvald sett að biðja ekki um þessa peninga.“ Finnst ráðherranum virkilega málefnalegt svar að stinga upp á að flokkunum verði mismunað með þeim hætti sem hann leggur til? Og þá án þess að breytingar verði gerðar á miklum hömlum í lögum varðandi fjármögnun flokkanna utan ríkisstyrkjanna? Spurningar mínar snúast einfaldlega um sparnað og minni ríkisafskipti af frjálsum stjórnmálaflokkum. Þær verðskulda heiðarlegt, rökstutt svar, ekki útúrsnúninga eða hótfyndni. Ríkisvæðing stjórnmálaflokka Með himinháum ríkisframlögum til stjórnmálaflokka hafa flokkarnir í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Jafnvel flokkar sem hefur verið hafnað ítrekað í kosningum hafa fengið fyrir það tugi milljóna úr ríkissjóði. Ríkisvæðingin dregur auk þess úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna virkri starfsemi og þjóðmálaumræðu – þekktur fylgifiskur slævandi faðms hins opinbera. Það væri því óskandi að stjórnmálamenn sem tala gjarnan fyrir hagræðingu og ábyrgri meðferð almannafjár, sameinuðust um að lækka þessi ríkisframlög. Bæru þar ekki fyrir sig málalengingum og tafaleikjum heldur einblíndu á skýra forgangsröðun í ríkisrekstri og virðingu fyrir skattfé almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka. Sömuleiðis afstöðu til þess að framlögin yrðu lækkuð, m.a. m.t.t. til hagræðingaráforma ríkisstjórnarinnar. Því miður var grunnt á svörum ráðherrans. Hann fagnaði að vísu umræðunni um málið, en vildi fara varlega í allar breytingar – flokkarnir á Alþingi yrðu að vera sammála um þær og að auki þyrfti að taka tillit til smæðar Íslands í þessu tilliti (?). Ráðherrann fór þá í löngu máli yfir hagfræðikenningar sem fléttuðust inn í stjórnmálin. Það mætti alveg „velta fyrir okkur hvort framtíð þessa kerfis eins og það er sé heppileg, hvort breyta ætti áherslum í því, hvort þróa ætti upphæðir.“ Skýr pólitísk sýn? Ráðherrann svaraði s.s. engu um afstöðu Viðreisnar – hvað þá ríkisstjórnarinnar – til þessa kerfis, en frá árinu 2010 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar fengið um 11 milljarða frá ríkissjóði í beinum framlögum. Framlög sem koma til viðbótar við framlög til stjórnmálaflokka í formi aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka sem ákvörðuð eru í fjárlögum. Fulltrúar Samfylkingar og Flokks fólksins (sem þáði ríkisframlagið árum saman án þess að uppfylla skilyrði laga til þess) voru öllu skýrari í sínum málflutningi í umræðunni. Myndin var því örlítið skýrari við þeirra innlegg – við sjálfstæðismenn þekkjum jú vel að vera í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem fórnir eru færðar til að halda í friðinn. XD skili ríkisstyrknum Steininn tók þó úr við lokaorð fjármálaráðherra þegar hann apaði upp innlegg Sigmars Guðmundssonar í umræðunni um að þeim flokkum sem væri „í nöp við þetta fyrirkomulag“ væri „í sjálfsvald sett að biðja ekki um þessa peninga.“ Finnst ráðherranum virkilega málefnalegt svar að stinga upp á að flokkunum verði mismunað með þeim hætti sem hann leggur til? Og þá án þess að breytingar verði gerðar á miklum hömlum í lögum varðandi fjármögnun flokkanna utan ríkisstyrkjanna? Spurningar mínar snúast einfaldlega um sparnað og minni ríkisafskipti af frjálsum stjórnmálaflokkum. Þær verðskulda heiðarlegt, rökstutt svar, ekki útúrsnúninga eða hótfyndni. Ríkisvæðing stjórnmálaflokka Með himinháum ríkisframlögum til stjórnmálaflokka hafa flokkarnir í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Jafnvel flokkar sem hefur verið hafnað ítrekað í kosningum hafa fengið fyrir það tugi milljóna úr ríkissjóði. Ríkisvæðingin dregur auk þess úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna virkri starfsemi og þjóðmálaumræðu – þekktur fylgifiskur slævandi faðms hins opinbera. Það væri því óskandi að stjórnmálamenn sem tala gjarnan fyrir hagræðingu og ábyrgri meðferð almannafjár, sameinuðust um að lækka þessi ríkisframlög. Bæru þar ekki fyrir sig málalengingum og tafaleikjum heldur einblíndu á skýra forgangsröðun í ríkisrekstri og virðingu fyrir skattfé almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun