Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar 12. október 2025 09:02 Gigtarsjúkdómar eru margvíslegir og oft flóknir og geta herjað á fólk á öllum aldri, jafnt fullorðna sem börn. Þeir algengustu valda mestum einkennum frá stoðkerfi á meðan aðrir sjaldgæfari ráðast meira á húð og innri líffæri. Gigtarsjúkdómar hrjá um fimmtung landsmanna og geta haft víðtæk áhrif á daglegt líf, vinnugetu og lífsgæði. Snemmgreining og skilvirk meðferð geta skipt sköpum til að draga úr einkennum, hægja á framvindu sjúkdómsins og koma í veg fyrir varanlegar skemmdir. Alþjóðlegi gigtardagurinn er haldinn hátíðlegur 12. október ár hvert og er kjörið tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi þjónustu við gigtarsjúklinga. Greining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá sérfræðingum í gigtarlækningum, bæði á Landspítala og á stofum sjálfstætt starfandi. Sem liður í að stytta biðtíma á göngudeild gigtar á Landspítala hefur undanfarið verið boðið upp á liðskimun, sem felur í sér stutta komu þar sem einblínt er á skoðun á liðum með og án ómtækis í leit að liðbólgum. Með þessu móti er reynt að nýta betur þá forvinnu sem heimilislæknar framkvæma í von um hraðari greiningu og meðferð. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar eru meðal annarra heilbrigðisstétta sem auk lækna vinna saman að því að styðja við einstaklinginn með markvissri meðferð og fræðslu. Einnig er vert að nefna Gigtarfélag Íslands, sem allt frá árinu 1976 hefur staðið vörð um hagsmuni gigtarsjúklinga en félagið sinnir öflugu fræðslu- og stuðningsstarfi, heldur námskeið, opna fræðslufundi og býður upp á jafningjastuðning í gegnum sjúklingahópa. Fjöldi og hæfni fagfólks skiptir sköpum fyrir gæði þjónustunnar og aðgengi að henni. Stöðugt er unnið að slíkri uppbyggingu. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins 12. október skulum við standa saman um að auka vitund, bæta þjónustu og styðja þau sem þjást af gigt. Höfundur er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Gigtarsjúkdómar eru margvíslegir og oft flóknir og geta herjað á fólk á öllum aldri, jafnt fullorðna sem börn. Þeir algengustu valda mestum einkennum frá stoðkerfi á meðan aðrir sjaldgæfari ráðast meira á húð og innri líffæri. Gigtarsjúkdómar hrjá um fimmtung landsmanna og geta haft víðtæk áhrif á daglegt líf, vinnugetu og lífsgæði. Snemmgreining og skilvirk meðferð geta skipt sköpum til að draga úr einkennum, hægja á framvindu sjúkdómsins og koma í veg fyrir varanlegar skemmdir. Alþjóðlegi gigtardagurinn er haldinn hátíðlegur 12. október ár hvert og er kjörið tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi þjónustu við gigtarsjúklinga. Greining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá sérfræðingum í gigtarlækningum, bæði á Landspítala og á stofum sjálfstætt starfandi. Sem liður í að stytta biðtíma á göngudeild gigtar á Landspítala hefur undanfarið verið boðið upp á liðskimun, sem felur í sér stutta komu þar sem einblínt er á skoðun á liðum með og án ómtækis í leit að liðbólgum. Með þessu móti er reynt að nýta betur þá forvinnu sem heimilislæknar framkvæma í von um hraðari greiningu og meðferð. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar eru meðal annarra heilbrigðisstétta sem auk lækna vinna saman að því að styðja við einstaklinginn með markvissri meðferð og fræðslu. Einnig er vert að nefna Gigtarfélag Íslands, sem allt frá árinu 1976 hefur staðið vörð um hagsmuni gigtarsjúklinga en félagið sinnir öflugu fræðslu- og stuðningsstarfi, heldur námskeið, opna fræðslufundi og býður upp á jafningjastuðning í gegnum sjúklingahópa. Fjöldi og hæfni fagfólks skiptir sköpum fyrir gæði þjónustunnar og aðgengi að henni. Stöðugt er unnið að slíkri uppbyggingu. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins 12. október skulum við standa saman um að auka vitund, bæta þjónustu og styðja þau sem þjást af gigt. Höfundur er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á Landspítala.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun