Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 12:19 Palestínumenn streyma fótgangandi norður Gasaströndin eftir að langþráð vopnahlé tók gildi í dag. AP/Abdel Kareem Hana Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. Ísraelar héldu áfram að sprengja á Gasa allt fram að vopnahléinu sem hófst á hádegi að staðartíma í dag. Hamas-samtökin segja að sautján manns hafi fallið þar síðasta sólarhringinn. Ísraelsher tilkynnti í hádeginu hann væri byrjaður að draga lið sitt til baka frá stórum hluta Gasa í samræmi við vopnahléssamkomulagið við Hamas-samtökin sem náðist í gær. Hann mun engu að síður áfram hafa um helming Gasa á sínu valdi. Tugir þúsunda manna sem flúið hafa heimili sín á norðanverðri Gasaströndinni undanfarin misseri byrjuðu að ganga heim til sín eftir tilkynningu Ísraelshers á hádegi að staðartíma, sumir þeirra allt að tuttugu kílómetra leið. Margir þeirra voru með föggur sínar á bakinu en þeir sem höfðu efni á því leigðu asna eða bíla til að ferja eigur sínar norður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ísraelskir hermenn á ferðinni við landamæri Gasa og Ísraels í morgun. Herinn hefur enn um helming Gasa á sínu valdi eftir að vopnahléið tók gildi.AP/Emilio Morenatti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagðist nú hafa staðið við loforð sitt um að endurheimta alla þá gísla sem Hamas-samtökin tóku þegar þau réðust á Ísrael 7. október árið 2023 sem var upphafið af átökunum á Gasa sem hafa staðið í tvö ár og kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. Þrátt fyrir vopnahléið sagði Netanjahú að Ísraelsher umkringdi ennþá Hamas-samtökin. Næsta skref í samkomulaginu sé að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. „Ef það er hægt að gera það með auðveldu leiðinni þá er það fyrir bestu. Ef ekki verður það gert með erfiðu leiðinni,“ sagði Netanjahú. Hamas hefði aðeins fallist á samkomulagið þegar samtökin hefðu verið komin með „sverðið upp að hálsinum“. Ráðherrann sagði sverðið enn þar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Sjá meira
Ísraelar héldu áfram að sprengja á Gasa allt fram að vopnahléinu sem hófst á hádegi að staðartíma í dag. Hamas-samtökin segja að sautján manns hafi fallið þar síðasta sólarhringinn. Ísraelsher tilkynnti í hádeginu hann væri byrjaður að draga lið sitt til baka frá stórum hluta Gasa í samræmi við vopnahléssamkomulagið við Hamas-samtökin sem náðist í gær. Hann mun engu að síður áfram hafa um helming Gasa á sínu valdi. Tugir þúsunda manna sem flúið hafa heimili sín á norðanverðri Gasaströndinni undanfarin misseri byrjuðu að ganga heim til sín eftir tilkynningu Ísraelshers á hádegi að staðartíma, sumir þeirra allt að tuttugu kílómetra leið. Margir þeirra voru með föggur sínar á bakinu en þeir sem höfðu efni á því leigðu asna eða bíla til að ferja eigur sínar norður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ísraelskir hermenn á ferðinni við landamæri Gasa og Ísraels í morgun. Herinn hefur enn um helming Gasa á sínu valdi eftir að vopnahléið tók gildi.AP/Emilio Morenatti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagðist nú hafa staðið við loforð sitt um að endurheimta alla þá gísla sem Hamas-samtökin tóku þegar þau réðust á Ísrael 7. október árið 2023 sem var upphafið af átökunum á Gasa sem hafa staðið í tvö ár og kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. Þrátt fyrir vopnahléið sagði Netanjahú að Ísraelsher umkringdi ennþá Hamas-samtökin. Næsta skref í samkomulaginu sé að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. „Ef það er hægt að gera það með auðveldu leiðinni þá er það fyrir bestu. Ef ekki verður það gert með erfiðu leiðinni,“ sagði Netanjahú. Hamas hefði aðeins fallist á samkomulagið þegar samtökin hefðu verið komin með „sverðið upp að hálsinum“. Ráðherrann sagði sverðið enn þar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47