Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar 11. október 2025 10:30 Það er ákveðin þversögn í íslensku samfélagi sem við ræðum sjaldan af fullri hreinskilni. Við tölum mikið um löggæslu og heilbrigðiskerfi, en í raun mætast þessar tvær stoðir samfélagsins mjög oft á sama stað í sömu aðstæðum og er birtingarmyndin jafnan manneskjur sem hafa misst tökin á eigin lífi. Geðheilbrigðismál eru ekki lengur jaðarfyrirbæri, þau eru hjarta málsins þegar rætt er um samfélagslegt heilbrigði. Þau snúast ekki bara um veikindi heldur um tengingu, virðingu og að hafa skining á því hversu brothætt lífið getur verið. Íslendingar eru í dag betur upplýstir um geðræn málefni en nokkru sinni fyrr, en þrátt fyrir aukna vitund eru úrræðin víða veik. Kerfið er of oft byggt á bráðaviðbrögðum en ekki fyrirbyggjandi stuðningi. Við bregðumst við þegar vandinn er orðinn sýnilegur í stað þess að hlúa að fólki áður en það brotnar. Þessi viðbragðsmenning á sér spegil í löggæslunni þar sem við sjáum oftar en ekki manneskjur í mikilli neyð, ekki glæpamenn í hefðbundnum skilningi, heldur einstaklinga sem hafa tapað áttum, tapað sjálfsvirðingu eða einfaldlega misst tengslin við veruleikann. Þegar ég starfaði sem lögreglumaður varð mér þetta æ ljósara. Ég sá oftar en einu sinni hvernig kerfin, bæði réttarkerfið og heilbrigðiskerfið töluðu ekki sama tungumálið. Það sem er á bak við það sem kallað er „atvik“ í dagbók lögreglunnar er oftar en ekki manneskja í kreppu, hrædd, reið, örvæntingarfull eða rugluð. Í augum kerfisins varð hún fljótt „vandamál“ sem þurfti að leysa, ekki manneskja sem þurfti að skilja. Þetta er ekki vegna skeytingarleysis lögreglumanna, heldur einfaldlega vegna þess að við vorum ekki menntuð eða þjálfuð til að sjá undir yfirborðið. Þegar lögregla kemur á vettvang þar sem einstaklingur er í geðrofi eða sjálfsskaðahættu er álagið gríðarlegt. Þeir sem hafa upplifað slíkar aðstæður vita að engin bók segir þér hvernig á að tala við manneskju sem hefur misst raunveruleikatengsl. Þú getur ekki beitt valdi eða rökhugsun. Þú þarft hjarta, þolinmæði og virðingu. Og það er nákvæmlega það sem ég lærði þegar ég fór sjálfur að starfa á geðdeild. Vinnan á geðsviði var og er án nokkurs vafa besta vinna sem ég hef unnið. Hún umbreytti sýn minni á manneskjuna, á heilbrigðiskerfið og á sjálfan mig. Þar var ekki lengur spurning um að bregðast við, heldur að mæta. Að mæta manneskju þar sem hún er, án dóms og án þess að ætla að „laga“ hana. Það sem virtist áður óskiljanlegt varð allt í einu mannlegt. Reiðin, hræðslan, kvíðinn og þögnin, hafði allt merkingu. Á geðdeildinni lærir maður að lesa það sem ekki er sagt. Maður lærir að þögn getur verið hróp, að bros getur verið gríma og að sakleysi getur falið djúpan sársauka. Maður lærir að traust er ekki sjálfgefið, það er verðmætasta gjöf sem sjúklingur getur gefið. Og maður lærir að styrkur birtist ekki í völdum eða skipunum, heldur í ró, nærveru og samkennd. Ég sá samstarfsfólk á geðsviðinu vinna kraftaverk á hverjum degi, oftast ekki með lyfjum eða lækningatækjum, heldur með hlustun, snertingu, húmor og þrautseigju. Það sem kom mér mest á óvart var hve margir þeirra sem áttu við alvarleg geðræn veikindi að stríða voru í raun með ótrúlega djúpan skilning á mannlegu eðli. Þeir höfðu séð myrkrið, fundið fyrir því á eigin skinni og voru oft með meira innsæi og hlýju en margir heilbrigðir einstaklingar. Þeir kenndu mér að veikindi taka ekki manngildið af neinum. Þvert á móti geta þau afhjúpað kjarnann í því hvað það þýðir að vera manneskja. Þegar ég hugsa til baka sé ég hve ómetanlegt væri ef allir lögreglumenn fengju að upplifa tímabil á geðdeild áður en þeir stíga út á vettvang. Það myndi breyta öllu. Það myndi breyta hvernig við nálgumst fólk í vanda, hvernig við túlkum hegðun og hvernig við forðumst að dæma áður en við skiljum. Það er erfitt að kenna samkennd í kennslustofu, en hún vex í mannlegri nálægð, í því að sitja við rúmstokk, hlusta á mann tala í ringulreið eða sjá augnaráð fyllt ótta og örvæntingu. Ef löggæsla og heilbrigðiskerfi myndu vinna nánar saman, með manninn í miðju, myndi samfélagið allt græða. Lögreglumenn myndu læra að bregðast við með innsæi og virðingu, heilbrigðisstarfsfólk myndi skilja betur aðstæður úti í samfélaginu og saman myndum við byggja brú milli þess sem við köllum „öryggi“ og þess sem við köllum „heilbrigði“. Því í raun eru þetta tvær hliðar á sama peningnum. Það sem ég tók með mér úr starfi mínu á geðsviði er ekki aðeins aukin fagþekking, heldur ný sýn á mannlegt eðli. Ég fór þangað sem fyrrverandi lögreglumaður, en ég kom þaðan sem maður. Ég lærði að það sem fólk þarf mest þegar það er veikt eða í vanda er ekki að vera bjargað, heldur að vera séð. Ég lærði að hjálp er ekki alltaf verknaður, hún er viðvera. Og ég lærði að stundum er besta öryggisráðstöfunin ekki handjárn eða skipun, heldur augnsamband og orð eins og „ég sé þig.“ Það er kominn tími til að við horfum á geðheilbrigðismál ekki sem sérstakt svið innan heilbrigðiskerfisins ,heldur sem spegil á heilsu okkar allra. Við erum öll á einhvers konar rófi, öll með brothætt jafnvægi sem lífið getur raskað. Ef við getum skapað samfélag þar sem við mætum hvert öðru með meiri virðingu, meðvitund og mildi, þá munum við ekki aðeins sjá heilbrigðiskerfið batna, heldur samfélagið sjálft. Vinnan á geðdeild var ekki bara starf, hún var lífsnám. Þar lærði ég hvað raunveruleg þjónusta er eins og að mæta fólki þar sem það er, án skilyrða, án yfirvalds og án hlekkja. Ég vona að einn daginn verði það hluti af menntun allra sem vinna að öryggi annarra. Að læra að sjá hið brothætta sem afl og ekki ógn. Því í raun er það ekki valdið sem gerir okkur sterk, það er skilningurinn. Til hamingju með daginn, öll sömul. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er ákveðin þversögn í íslensku samfélagi sem við ræðum sjaldan af fullri hreinskilni. Við tölum mikið um löggæslu og heilbrigðiskerfi, en í raun mætast þessar tvær stoðir samfélagsins mjög oft á sama stað í sömu aðstæðum og er birtingarmyndin jafnan manneskjur sem hafa misst tökin á eigin lífi. Geðheilbrigðismál eru ekki lengur jaðarfyrirbæri, þau eru hjarta málsins þegar rætt er um samfélagslegt heilbrigði. Þau snúast ekki bara um veikindi heldur um tengingu, virðingu og að hafa skining á því hversu brothætt lífið getur verið. Íslendingar eru í dag betur upplýstir um geðræn málefni en nokkru sinni fyrr, en þrátt fyrir aukna vitund eru úrræðin víða veik. Kerfið er of oft byggt á bráðaviðbrögðum en ekki fyrirbyggjandi stuðningi. Við bregðumst við þegar vandinn er orðinn sýnilegur í stað þess að hlúa að fólki áður en það brotnar. Þessi viðbragðsmenning á sér spegil í löggæslunni þar sem við sjáum oftar en ekki manneskjur í mikilli neyð, ekki glæpamenn í hefðbundnum skilningi, heldur einstaklinga sem hafa tapað áttum, tapað sjálfsvirðingu eða einfaldlega misst tengslin við veruleikann. Þegar ég starfaði sem lögreglumaður varð mér þetta æ ljósara. Ég sá oftar en einu sinni hvernig kerfin, bæði réttarkerfið og heilbrigðiskerfið töluðu ekki sama tungumálið. Það sem er á bak við það sem kallað er „atvik“ í dagbók lögreglunnar er oftar en ekki manneskja í kreppu, hrædd, reið, örvæntingarfull eða rugluð. Í augum kerfisins varð hún fljótt „vandamál“ sem þurfti að leysa, ekki manneskja sem þurfti að skilja. Þetta er ekki vegna skeytingarleysis lögreglumanna, heldur einfaldlega vegna þess að við vorum ekki menntuð eða þjálfuð til að sjá undir yfirborðið. Þegar lögregla kemur á vettvang þar sem einstaklingur er í geðrofi eða sjálfsskaðahættu er álagið gríðarlegt. Þeir sem hafa upplifað slíkar aðstæður vita að engin bók segir þér hvernig á að tala við manneskju sem hefur misst raunveruleikatengsl. Þú getur ekki beitt valdi eða rökhugsun. Þú þarft hjarta, þolinmæði og virðingu. Og það er nákvæmlega það sem ég lærði þegar ég fór sjálfur að starfa á geðdeild. Vinnan á geðsviði var og er án nokkurs vafa besta vinna sem ég hef unnið. Hún umbreytti sýn minni á manneskjuna, á heilbrigðiskerfið og á sjálfan mig. Þar var ekki lengur spurning um að bregðast við, heldur að mæta. Að mæta manneskju þar sem hún er, án dóms og án þess að ætla að „laga“ hana. Það sem virtist áður óskiljanlegt varð allt í einu mannlegt. Reiðin, hræðslan, kvíðinn og þögnin, hafði allt merkingu. Á geðdeildinni lærir maður að lesa það sem ekki er sagt. Maður lærir að þögn getur verið hróp, að bros getur verið gríma og að sakleysi getur falið djúpan sársauka. Maður lærir að traust er ekki sjálfgefið, það er verðmætasta gjöf sem sjúklingur getur gefið. Og maður lærir að styrkur birtist ekki í völdum eða skipunum, heldur í ró, nærveru og samkennd. Ég sá samstarfsfólk á geðsviðinu vinna kraftaverk á hverjum degi, oftast ekki með lyfjum eða lækningatækjum, heldur með hlustun, snertingu, húmor og þrautseigju. Það sem kom mér mest á óvart var hve margir þeirra sem áttu við alvarleg geðræn veikindi að stríða voru í raun með ótrúlega djúpan skilning á mannlegu eðli. Þeir höfðu séð myrkrið, fundið fyrir því á eigin skinni og voru oft með meira innsæi og hlýju en margir heilbrigðir einstaklingar. Þeir kenndu mér að veikindi taka ekki manngildið af neinum. Þvert á móti geta þau afhjúpað kjarnann í því hvað það þýðir að vera manneskja. Þegar ég hugsa til baka sé ég hve ómetanlegt væri ef allir lögreglumenn fengju að upplifa tímabil á geðdeild áður en þeir stíga út á vettvang. Það myndi breyta öllu. Það myndi breyta hvernig við nálgumst fólk í vanda, hvernig við túlkum hegðun og hvernig við forðumst að dæma áður en við skiljum. Það er erfitt að kenna samkennd í kennslustofu, en hún vex í mannlegri nálægð, í því að sitja við rúmstokk, hlusta á mann tala í ringulreið eða sjá augnaráð fyllt ótta og örvæntingu. Ef löggæsla og heilbrigðiskerfi myndu vinna nánar saman, með manninn í miðju, myndi samfélagið allt græða. Lögreglumenn myndu læra að bregðast við með innsæi og virðingu, heilbrigðisstarfsfólk myndi skilja betur aðstæður úti í samfélaginu og saman myndum við byggja brú milli þess sem við köllum „öryggi“ og þess sem við köllum „heilbrigði“. Því í raun eru þetta tvær hliðar á sama peningnum. Það sem ég tók með mér úr starfi mínu á geðsviði er ekki aðeins aukin fagþekking, heldur ný sýn á mannlegt eðli. Ég fór þangað sem fyrrverandi lögreglumaður, en ég kom þaðan sem maður. Ég lærði að það sem fólk þarf mest þegar það er veikt eða í vanda er ekki að vera bjargað, heldur að vera séð. Ég lærði að hjálp er ekki alltaf verknaður, hún er viðvera. Og ég lærði að stundum er besta öryggisráðstöfunin ekki handjárn eða skipun, heldur augnsamband og orð eins og „ég sé þig.“ Það er kominn tími til að við horfum á geðheilbrigðismál ekki sem sérstakt svið innan heilbrigðiskerfisins ,heldur sem spegil á heilsu okkar allra. Við erum öll á einhvers konar rófi, öll með brothætt jafnvægi sem lífið getur raskað. Ef við getum skapað samfélag þar sem við mætum hvert öðru með meiri virðingu, meðvitund og mildi, þá munum við ekki aðeins sjá heilbrigðiskerfið batna, heldur samfélagið sjálft. Vinnan á geðdeild var ekki bara starf, hún var lífsnám. Þar lærði ég hvað raunveruleg þjónusta er eins og að mæta fólki þar sem það er, án skilyrða, án yfirvalds og án hlekkja. Ég vona að einn daginn verði það hluti af menntun allra sem vinna að öryggi annarra. Að læra að sjá hið brothætta sem afl og ekki ógn. Því í raun er það ekki valdið sem gerir okkur sterk, það er skilningurinn. Til hamingju með daginn, öll sömul. Höfundur er mannvinur og kennari.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun