„Þetta var sársaukafullt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 09:52 Heimir Hallgrímsson svekkir sig eftir að Portúgal skorar markið sitt í uppbótatíma leiksins. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu voru hársbreidd frá því að landa stigi á móti portúgalska landsliðinu í gær. Heimir hrósaði frábærri liðsframmistöðu og talaði um að 1-0 tap liðsins gegn Portúgal hafi verið „sársaukafullt“. Varði víti frá Ronaldo Írska liðið sýndi miklar framfarir frá hinu vandræðalega 2-1 tapi gegn Armeníu í september og þrautseig vörn Íra virtist ætla að duga til að tryggja þeim mikilvægt stig, sérstaklega eftir að Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo. Það fór þó ekki svo. Ruben Neves skallaði fyrirgjöf Francisco Trincao í netið á 91. mínútu og tryggði Portúgal sigur sem kom þeim fimm stigum á undan á toppi riðilsins og nær því að tryggja sér sæti á HM. Deili tilfinningum leikmannanna „Ég deili tilfinningum leikmannanna, þetta var sársaukafullt. Eftir alla þessa vinnu var þetta ekki fullkomið en þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Heimir við írska ríkissjónvarpið eftir leikinn. „Við lögðum mikla orku í þennan leik, aðallega í vörn, en við vissum að við þyrftum að verjast og við gerðum það nokkuð vel mestallan tímann. Þegar við urðum þreyttir, þegar þeir náðu boltanum, hafa þessir leikmenn gæðin til að finna fullkomnar sendingar eins og sást í markinu. Við gáfum þeim of mikinn tíma til að hlaupa í svæði og finna úrslitasendinguna,“ sagði Heimir. View this post on Instagram A post shared by Off The Ball Football (@offtheball.football) Íslenski þjálfarinn hélt því fram að jákvæðu punktarnir í Lissabon hefðu vegið þyngra en þeir neikvæðu þar sem lið hans endurheimti nokkra reisn eftir niðurlæginguna í Jerevan í síðasta mánuði. Ættum að vera stoltir, ekki ánægðir „Okkur fannst auðvitað við eiga skilið stig því við lögðum mikla orku í leikinn. Þeir fengu fleiri færi en við en við fengum okkar tækifæri og ef við hefðum verið klókari með boltann er ákvarðanatakan ekki fullkomin þegar tækifæri gefst,“ sagði Heimir. „Við ættum að vera stoltir, ekki ánægðir, en það er margt gott sem við getum tekið með okkur. Þetta var liðsframmistaða; allir sinntu sínu hlutverki. Það voru engir farþegar í þessum leik,“ sagði Heimir. Írland er enn á botni F-riðils með eitt stig eftir þrjá leiki og stendur nú frammi fyrir leik gegn Armeníu á heimavelli á þriðjudag sem er algjör skyldusigur til að halda í veika von um að komast á mót næsta árs í Norður-Ameríku í gegnum umspilssæti. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Heimir hrósaði frábærri liðsframmistöðu og talaði um að 1-0 tap liðsins gegn Portúgal hafi verið „sársaukafullt“. Varði víti frá Ronaldo Írska liðið sýndi miklar framfarir frá hinu vandræðalega 2-1 tapi gegn Armeníu í september og þrautseig vörn Íra virtist ætla að duga til að tryggja þeim mikilvægt stig, sérstaklega eftir að Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo. Það fór þó ekki svo. Ruben Neves skallaði fyrirgjöf Francisco Trincao í netið á 91. mínútu og tryggði Portúgal sigur sem kom þeim fimm stigum á undan á toppi riðilsins og nær því að tryggja sér sæti á HM. Deili tilfinningum leikmannanna „Ég deili tilfinningum leikmannanna, þetta var sársaukafullt. Eftir alla þessa vinnu var þetta ekki fullkomið en þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Heimir við írska ríkissjónvarpið eftir leikinn. „Við lögðum mikla orku í þennan leik, aðallega í vörn, en við vissum að við þyrftum að verjast og við gerðum það nokkuð vel mestallan tímann. Þegar við urðum þreyttir, þegar þeir náðu boltanum, hafa þessir leikmenn gæðin til að finna fullkomnar sendingar eins og sást í markinu. Við gáfum þeim of mikinn tíma til að hlaupa í svæði og finna úrslitasendinguna,“ sagði Heimir. View this post on Instagram A post shared by Off The Ball Football (@offtheball.football) Íslenski þjálfarinn hélt því fram að jákvæðu punktarnir í Lissabon hefðu vegið þyngra en þeir neikvæðu þar sem lið hans endurheimti nokkra reisn eftir niðurlæginguna í Jerevan í síðasta mánuði. Ættum að vera stoltir, ekki ánægðir „Okkur fannst auðvitað við eiga skilið stig því við lögðum mikla orku í leikinn. Þeir fengu fleiri færi en við en við fengum okkar tækifæri og ef við hefðum verið klókari með boltann er ákvarðanatakan ekki fullkomin þegar tækifæri gefst,“ sagði Heimir. „Við ættum að vera stoltir, ekki ánægðir, en það er margt gott sem við getum tekið með okkur. Þetta var liðsframmistaða; allir sinntu sínu hlutverki. Það voru engir farþegar í þessum leik,“ sagði Heimir. Írland er enn á botni F-riðils með eitt stig eftir þrjá leiki og stendur nú frammi fyrir leik gegn Armeníu á heimavelli á þriðjudag sem er algjör skyldusigur til að halda í veika von um að komast á mót næsta árs í Norður-Ameríku í gegnum umspilssæti.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira