Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2025 07:02 Pólitík er vettvangur hugmynda. Þegar ég hlusta á þá sem segja að hlutverk stjórnmálafólks sé fyrst og fremst að setja súrefnisgrímuna á okkur sem þjóð og láta aðra liggja milli hluta, skynja ég skammsýni og ótta. Og kannski líka ákveðna tækifærismennsku. Þrátt fyrir hávær orð hef ég ekki heyrt hvaða hugmyndir þessi sömu öfl hafa um áframhaldandi vöxt Íslands. Þeim virðist meira í mun að skapa andrúmsloft þar sem velgengni eins er á kostnað annars. En það er ekki þannig. Súrefnisgríman í flugvélinni er notuð þegar hættuástand skapast. En sú staðreynd að manneskjan hafi yfir höfuð skapað tæki sem flytur okkur milli heimsálfa á nokkrum klukkustundum - er sigur hugvitsins, þrautseigjunnar og framsýni. Framfarir stækka kökuna. En þær eru ekki sjálfgefnar. Mesta hættan sem steðjar að hagsmunum Íslands í dag er að alþjóðakerfið, sem hefur tryggt okkur öryggi, viðskipti og lífsgæði, brotni. Við höfum byggt velferð okkar á reglum, samvinnu og trausti þjóða á milli. Mótframlag okkar hefur aldrei verið í hlutfalli við þann ávinning sem við höfum haft - en þegar við tökum þátt þá er það okkar eigið súrefni sem við erum að verja. Alþingi samþykkti einróma tillögu Bjarna Benediktssonar þáverandi utanríkisráðherra um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2024–2028. Þar er rík áhersla lögð á mannréttindi. Og eftir þeirri stefnu vinnum við. Í samræmi við hana var nýlega veittur styrkur til Outright International, sem vinnur að vernd hinsegin fólks í löndum þar sem samkynhneigð er jafnvel refsiverð. Þetta framlag er eyrnamerkt verkefnum í þróunarríkjum - þar sem unnið er með grasrótarsamtökum, fræðslu og efnahagslegri valdeflingu. Á sama tíma hefur utanríkisráðuneytið farið í samstarf við Harald Þorleifsson um átak til að bæta aðgengi fyrir hjólastóla í Úkraínu. Munu einkaaðilar jafna framlag ríkisins til verkefnisins. Þetta er dæmi um íslenskt frumkvæði sem nýtist beint á erfiðu svæði, í þágu þeirra sem hafa orðið fyrir skelfilegum afleiðingum stríðs. Og eru að verja öryggi okkar og frelsi í Evrópu Við styðjum sömuleiðis við kyn- og frjósemisverkefni í samstarfsríkjum okkar í Afríku, til dæmis eftir afleiðingar erfiðra fæðinga, oft stúlkubarna, sem njóta ekki viðeigandi læknisaðstoðar. Við tökum þátt í að byggja upp skóla á fátækum svæðum, auðvelda börnum, ekki síst stúlkubörnum að sækja sér menntun og eflum þannig getu þeirra og færni til að taka ákvarðanir um eigin líkama og framtíð. Við styðjum við efnahagslega uppbyggingu á sviði jarðhitta og notum okkar sérþekkingu til að miðla áfram þannig að samfélög styrkist og velsæld aukist. Auk þess sitjum við í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem við látum rödd okkar heyrast hátt og skýrt. Í þágu annarra þjóða og um leið okkar eigin. Því veldæld okkar stafar ekki síst af þátttöku okkar í samstarfi á meðal þjóða. Þetta eru nokkur af fjölmörgum dæmum um hvernig Ísland leggur sitt af mörkum í verki í þágu mannréttinda og í anda þeirra gilda sem hafa fært okkur úr torfkofum yfir í tækifærin sem við njótum í dag. Þegar ég heyri stjórnmálafólk tala eins og eitt útiloki annað, spyr ég: hvað vakir raunverulega fyrir þeim sem vilja að við hugsum svona smátt? Reynslan sýnir að þeir sem óttast breytingar óttast oft um leið aukið frelsi. Frelsi fólks til athafna og að fá að vera það sjálft. Eða er ætlunin að við takmörkun frelsi þjóðarinnar til að nota rödd sína og áhrif í þágu annarra sem ekki hafa sömu rödd? Að við hverfum frá þeim gildum sem hafa einkennt utanríkisstefnu Íslands í áratugi. Um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Allra. Það sem færði okkur út úr torfkofunum var ekki ótti heldur hugrekki, hugvit og samvinna. Og við gleymum því stundum að við komumst ekki þangað ein. Frá árunum 1948-52 fékk Ísland til að mynda tugi milljarða í þróunaraðstoð í gegnum Marshall aðstoðina. Þar unnum við höfðatölumet eins og svo oft áður. Þessi aðstoð auðveldaði okkur ferðina inn í nútímann - til að byggja upp atvinnulíf og stofnanir. Samhliða eljusemi og krafti landsmanna var það samstaða þjóða sem lyfti okkur upp. Þær settu súrefnisgrímuna á Ísland og voru ekki feimnar við það. Það er okkar hlutverk að sýna sömu framsýni og kærleik. Að hugsa stærra, leggja okkar af mörkum og standa ekki síst vörð um það alþjóðasamstarf sem hefur reynst okkur svo vel. Þannig setjum við súrefnisgrímuna á Ísland með því að byggja upp samfélag þar sem velmegun og jafnrétti mælist hvað hæst í heiminum - og aðstoðum svo aðra með því að nota okkar rödd og sérstöðu til að hjálpa öðrum að komast á sama stað. Rödd okkar Íslendinga i jafnréttis- og mannréttindamálum er sterk. Höldum þeim sérkennum. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Pólitík er vettvangur hugmynda. Þegar ég hlusta á þá sem segja að hlutverk stjórnmálafólks sé fyrst og fremst að setja súrefnisgrímuna á okkur sem þjóð og láta aðra liggja milli hluta, skynja ég skammsýni og ótta. Og kannski líka ákveðna tækifærismennsku. Þrátt fyrir hávær orð hef ég ekki heyrt hvaða hugmyndir þessi sömu öfl hafa um áframhaldandi vöxt Íslands. Þeim virðist meira í mun að skapa andrúmsloft þar sem velgengni eins er á kostnað annars. En það er ekki þannig. Súrefnisgríman í flugvélinni er notuð þegar hættuástand skapast. En sú staðreynd að manneskjan hafi yfir höfuð skapað tæki sem flytur okkur milli heimsálfa á nokkrum klukkustundum - er sigur hugvitsins, þrautseigjunnar og framsýni. Framfarir stækka kökuna. En þær eru ekki sjálfgefnar. Mesta hættan sem steðjar að hagsmunum Íslands í dag er að alþjóðakerfið, sem hefur tryggt okkur öryggi, viðskipti og lífsgæði, brotni. Við höfum byggt velferð okkar á reglum, samvinnu og trausti þjóða á milli. Mótframlag okkar hefur aldrei verið í hlutfalli við þann ávinning sem við höfum haft - en þegar við tökum þátt þá er það okkar eigið súrefni sem við erum að verja. Alþingi samþykkti einróma tillögu Bjarna Benediktssonar þáverandi utanríkisráðherra um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2024–2028. Þar er rík áhersla lögð á mannréttindi. Og eftir þeirri stefnu vinnum við. Í samræmi við hana var nýlega veittur styrkur til Outright International, sem vinnur að vernd hinsegin fólks í löndum þar sem samkynhneigð er jafnvel refsiverð. Þetta framlag er eyrnamerkt verkefnum í þróunarríkjum - þar sem unnið er með grasrótarsamtökum, fræðslu og efnahagslegri valdeflingu. Á sama tíma hefur utanríkisráðuneytið farið í samstarf við Harald Þorleifsson um átak til að bæta aðgengi fyrir hjólastóla í Úkraínu. Munu einkaaðilar jafna framlag ríkisins til verkefnisins. Þetta er dæmi um íslenskt frumkvæði sem nýtist beint á erfiðu svæði, í þágu þeirra sem hafa orðið fyrir skelfilegum afleiðingum stríðs. Og eru að verja öryggi okkar og frelsi í Evrópu Við styðjum sömuleiðis við kyn- og frjósemisverkefni í samstarfsríkjum okkar í Afríku, til dæmis eftir afleiðingar erfiðra fæðinga, oft stúlkubarna, sem njóta ekki viðeigandi læknisaðstoðar. Við tökum þátt í að byggja upp skóla á fátækum svæðum, auðvelda börnum, ekki síst stúlkubörnum að sækja sér menntun og eflum þannig getu þeirra og færni til að taka ákvarðanir um eigin líkama og framtíð. Við styðjum við efnahagslega uppbyggingu á sviði jarðhitta og notum okkar sérþekkingu til að miðla áfram þannig að samfélög styrkist og velsæld aukist. Auk þess sitjum við í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem við látum rödd okkar heyrast hátt og skýrt. Í þágu annarra þjóða og um leið okkar eigin. Því veldæld okkar stafar ekki síst af þátttöku okkar í samstarfi á meðal þjóða. Þetta eru nokkur af fjölmörgum dæmum um hvernig Ísland leggur sitt af mörkum í verki í þágu mannréttinda og í anda þeirra gilda sem hafa fært okkur úr torfkofum yfir í tækifærin sem við njótum í dag. Þegar ég heyri stjórnmálafólk tala eins og eitt útiloki annað, spyr ég: hvað vakir raunverulega fyrir þeim sem vilja að við hugsum svona smátt? Reynslan sýnir að þeir sem óttast breytingar óttast oft um leið aukið frelsi. Frelsi fólks til athafna og að fá að vera það sjálft. Eða er ætlunin að við takmörkun frelsi þjóðarinnar til að nota rödd sína og áhrif í þágu annarra sem ekki hafa sömu rödd? Að við hverfum frá þeim gildum sem hafa einkennt utanríkisstefnu Íslands í áratugi. Um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Allra. Það sem færði okkur út úr torfkofunum var ekki ótti heldur hugrekki, hugvit og samvinna. Og við gleymum því stundum að við komumst ekki þangað ein. Frá árunum 1948-52 fékk Ísland til að mynda tugi milljarða í þróunaraðstoð í gegnum Marshall aðstoðina. Þar unnum við höfðatölumet eins og svo oft áður. Þessi aðstoð auðveldaði okkur ferðina inn í nútímann - til að byggja upp atvinnulíf og stofnanir. Samhliða eljusemi og krafti landsmanna var það samstaða þjóða sem lyfti okkur upp. Þær settu súrefnisgrímuna á Ísland og voru ekki feimnar við það. Það er okkar hlutverk að sýna sömu framsýni og kærleik. Að hugsa stærra, leggja okkar af mörkum og standa ekki síst vörð um það alþjóðasamstarf sem hefur reynst okkur svo vel. Þannig setjum við súrefnisgrímuna á Ísland með því að byggja upp samfélag þar sem velmegun og jafnrétti mælist hvað hæst í heiminum - og aðstoðum svo aðra með því að nota okkar rödd og sérstöðu til að hjálpa öðrum að komast á sama stað. Rödd okkar Íslendinga i jafnréttis- og mannréttindamálum er sterk. Höldum þeim sérkennum. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun