Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2025 06:33 Selenskí ræddi við Fox News í gær og ef marka má ummæli hans fékk hann engin afgerandi svör um Tomahawk flaugarnar þegar hann talaði við Trump í síma á laugardag. Myndin er frá því í ágúst. Getty/Alex Wong Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna tals um að Bandaríkin séu að íhuga að sjá Úkraínumönnum fyrir Tomahawk eldflaugum til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við ríkismiðla í Rússlandi í gær að markverð tímamót væru að eiga sér stað, þar sem spenna væri að stigmagnast á alla kanta. Alexander Lukashenko, forseti Belarús og náin bandamaður Pútín, sagðist á sama tíma efa að Trump myndi láta af verða. „Ég held að við ættum að róa okkur hvað þetta varðar. Donald vinur okkar; stundum nálgast hann málin af hörku en svo er það taktíkin hans að slá aðeins af og taka skref til baka,“ sagði Lukashenko. Menn ættu ekki að taka orð Bandaríkjaforseta bókstaflega. Trump nefndi mögleikann á að senda Tomahawk flaugar til Úkraínu þegar hann ræddi við blaðamenn um borð í Air Force One á leið sinni til Mið-Austurlanda. „Það getur verið að ég ræði við hann,“ sagði Trump um Pútín. „Það getur verið að ég segi: Sjáðu til, ef það finnst ekki lausn á þessu þá sendi ég þeim Tomahawk flaugar.“ Trump sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta hafa beðið um Tomahawk flaugar í samtali á laugardag, þegar forsetarnir ræddu um frekari vopnasendingar. Bandaríkjaforseti sagði að ef svo færi að hann sendi Úkraínu langdrægar flaugar fæli það klárlega í sér stigmögnun. „Vilja þeir Tomahawk flaugum skotið í áttina að sér? Ég held ekki,“ sagði hann um Rússa. Trump sagði í síðustu viku að hann hefði „eiginlega“ þegar tekið ákvörðun hvað þetta varðaði. Pútín hefur fyrir sitt leyti varað Bandaríkjamenn við að taka það skref að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á Rússland. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við ríkismiðla í Rússlandi í gær að markverð tímamót væru að eiga sér stað, þar sem spenna væri að stigmagnast á alla kanta. Alexander Lukashenko, forseti Belarús og náin bandamaður Pútín, sagðist á sama tíma efa að Trump myndi láta af verða. „Ég held að við ættum að róa okkur hvað þetta varðar. Donald vinur okkar; stundum nálgast hann málin af hörku en svo er það taktíkin hans að slá aðeins af og taka skref til baka,“ sagði Lukashenko. Menn ættu ekki að taka orð Bandaríkjaforseta bókstaflega. Trump nefndi mögleikann á að senda Tomahawk flaugar til Úkraínu þegar hann ræddi við blaðamenn um borð í Air Force One á leið sinni til Mið-Austurlanda. „Það getur verið að ég ræði við hann,“ sagði Trump um Pútín. „Það getur verið að ég segi: Sjáðu til, ef það finnst ekki lausn á þessu þá sendi ég þeim Tomahawk flaugar.“ Trump sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta hafa beðið um Tomahawk flaugar í samtali á laugardag, þegar forsetarnir ræddu um frekari vopnasendingar. Bandaríkjaforseti sagði að ef svo færi að hann sendi Úkraínu langdrægar flaugar fæli það klárlega í sér stigmögnun. „Vilja þeir Tomahawk flaugum skotið í áttina að sér? Ég held ekki,“ sagði hann um Rússa. Trump sagði í síðustu viku að hann hefði „eiginlega“ þegar tekið ákvörðun hvað þetta varðaði. Pútín hefur fyrir sitt leyti varað Bandaríkjamenn við að taka það skref að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á Rússland.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira