Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2025 10:45 Donald Trump á ísraelska þinginu. AP/Chip Somodevilla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpar ísraelska þingið í dag. Eftir að Ísraelar og Hamas hafa skipst á föngum og samið um vopnahlé. Áður en Trump tók til máls kepptust ráðamann í Ísrael við að lofa hann í hástert. Meðal annars kallaði Benjamín Netajanhú, forsætisráðherra Ísrael, hann allra best vin ríkisins í sögu þess. Sjá einnig: Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Forseti ísraelska þingsins sagði að fara þyrfti 2.500 ár aftur í tímann til að finna einhvern sem stæði Trump jafnfætis og var hann þar að vísa til Kýros mikla, fyrsta konung Persaveldis, sem er sagður hafa frelsað gyðinga á sínum tíma. Netanjahú vísaði til ýmissa tilfella þar sem Trump hafi komið Ísraelum til aðstoðar. Meðal annars nefndi hann Abraham-sáttmálans og árása sem Trump lét gera á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Í ávarpi sínu sagði Netanjahú að Trump hefði nú hjálpað Ísraelum að ná fram öllum markmiðum sínum gegnum samninga. Friður væri innan seilingar og hann stæði með Trump í því að tryggja friðinn. „Friður með styrk,“ sagði Netanjahú. Fylgjast má með ávarpi Trumps hér að neðan. Hvíta húsið hefur birt hluta úr ávarpi Trumps, áður en hann flytur það. Hann er sagður ætla að tala um að nú sé kominn tími fyrir Ísraela til að nýta sigra sína á vígvellinum til að koma á friði. Andstæðingum Ísrael ætti að vera ljóst að fátt annað væri í stöðunni. „Frá Gasa til Íran, hefur þetta bitra hatur ekki skilað neinu nema eymd, þjáningu og hrakförum,“ mun Trump segja. Hann mun einnig segja að Ísraelar hefðu nú þegar unnið þá sigra sem þeir gætu með hernaði. Nú væri kominn tími til að umbreyta þessum sigrum á vígvellinum í frið og velsæld um öll Mið-Austurlönd. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump að ræða árásir Hamas og annarra á Ísrael þann 7. október árið 2023 og þá grimmd sem sýnd var þar. Hann mun þó ekki nefna þá rúmlega 67 þúsund Palestínumenn sem sagðir eru hafa fallið í árásum Ísraela síðan þá. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Áður en Trump tók til máls kepptust ráðamann í Ísrael við að lofa hann í hástert. Meðal annars kallaði Benjamín Netajanhú, forsætisráðherra Ísrael, hann allra best vin ríkisins í sögu þess. Sjá einnig: Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Forseti ísraelska þingsins sagði að fara þyrfti 2.500 ár aftur í tímann til að finna einhvern sem stæði Trump jafnfætis og var hann þar að vísa til Kýros mikla, fyrsta konung Persaveldis, sem er sagður hafa frelsað gyðinga á sínum tíma. Netanjahú vísaði til ýmissa tilfella þar sem Trump hafi komið Ísraelum til aðstoðar. Meðal annars nefndi hann Abraham-sáttmálans og árása sem Trump lét gera á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Í ávarpi sínu sagði Netanjahú að Trump hefði nú hjálpað Ísraelum að ná fram öllum markmiðum sínum gegnum samninga. Friður væri innan seilingar og hann stæði með Trump í því að tryggja friðinn. „Friður með styrk,“ sagði Netanjahú. Fylgjast má með ávarpi Trumps hér að neðan. Hvíta húsið hefur birt hluta úr ávarpi Trumps, áður en hann flytur það. Hann er sagður ætla að tala um að nú sé kominn tími fyrir Ísraela til að nýta sigra sína á vígvellinum til að koma á friði. Andstæðingum Ísrael ætti að vera ljóst að fátt annað væri í stöðunni. „Frá Gasa til Íran, hefur þetta bitra hatur ekki skilað neinu nema eymd, þjáningu og hrakförum,“ mun Trump segja. Hann mun einnig segja að Ísraelar hefðu nú þegar unnið þá sigra sem þeir gætu með hernaði. Nú væri kominn tími til að umbreyta þessum sigrum á vígvellinum í frið og velsæld um öll Mið-Austurlönd. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump að ræða árásir Hamas og annarra á Ísrael þann 7. október árið 2023 og þá grimmd sem sýnd var þar. Hann mun þó ekki nefna þá rúmlega 67 þúsund Palestínumenn sem sagðir eru hafa fallið í árásum Ísraela síðan þá.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira