Skilmálarnir umdeildu ógiltir Árni Sæberg skrifar 14. október 2025 13:36 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 13:30 en málið var endurflutt fyrir réttinum fyrir sléttum fjórum vikum. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Málið varðaði skilmála í skuldabréfi sem fól í sér heimild til að hækka vexti á óverðtryggðu láni. Það var upphaflega flutt fyrir réttinum í vor en var tekið fyrir á ný og flutt aftur í því skyni að fá afstöðu aðila til nánar tilgreindra atriða. Málið var dæmt af sjö dómurum. Hæstiréttur tók málið fyrir án viðkomu í Landsrétti en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknað Íslandsbanka. Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur í sama máli segir að 2. töluliður skilmálanna, sem ógiltur var af Hæstarétti, hafi sagt að greiða skyldi breytilega óverðtryggða húsnæðislánavexti eins og þeir væru ákveðnir á hverjum tíma og birtir í vaxtatöflu Íslandsbanka hf. Breytingar á vöxtunum tækju meðal annars mið af breytingum á fjármögnunarkostnaði bankans, rekstrarkostnaði, opinberum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði, stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, breytingum á vísitölu neysluverðs o.s.frv. Ákvarðanir um breytingar á vöxtum væru teknar af fagnefnd innan bankans í umboði yfirstjórnar og myndi nefndin einkum skoða þróun á þeim kostnaðarþáttum sem að framan væru taldir og meta hvort breytingar á þeim gæfu tilefni til breytinga á útlánsvöxtum. Ingvi Hrafn Óskarsson, sem flutti málið á öðrum dómstigum, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan þýði að bankar mega ekki miða breytingar vaxta við annað en stýrivexti Seðlabanka Íslands. Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Dómsmál Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 13:30 en málið var endurflutt fyrir réttinum fyrir sléttum fjórum vikum. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Málið varðaði skilmála í skuldabréfi sem fól í sér heimild til að hækka vexti á óverðtryggðu láni. Það var upphaflega flutt fyrir réttinum í vor en var tekið fyrir á ný og flutt aftur í því skyni að fá afstöðu aðila til nánar tilgreindra atriða. Málið var dæmt af sjö dómurum. Hæstiréttur tók málið fyrir án viðkomu í Landsrétti en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknað Íslandsbanka. Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur í sama máli segir að 2. töluliður skilmálanna, sem ógiltur var af Hæstarétti, hafi sagt að greiða skyldi breytilega óverðtryggða húsnæðislánavexti eins og þeir væru ákveðnir á hverjum tíma og birtir í vaxtatöflu Íslandsbanka hf. Breytingar á vöxtunum tækju meðal annars mið af breytingum á fjármögnunarkostnaði bankans, rekstrarkostnaði, opinberum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði, stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, breytingum á vísitölu neysluverðs o.s.frv. Ákvarðanir um breytingar á vöxtum væru teknar af fagnefnd innan bankans í umboði yfirstjórnar og myndi nefndin einkum skoða þróun á þeim kostnaðarþáttum sem að framan væru taldir og meta hvort breytingar á þeim gæfu tilefni til breytinga á útlánsvöxtum. Ingvi Hrafn Óskarsson, sem flutti málið á öðrum dómstigum, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan þýði að bankar mega ekki miða breytingar vaxta við annað en stýrivexti Seðlabanka Íslands.
Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Dómsmál Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira