Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar 13. október 2025 16:32 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldugarður með Dýraþjónustu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki gróðafyrirtæki á markaði heldur mikilvægur hlekkur í almannaþjónustu borgarinnar. Staður sem fræðir börn og ungmenni um dýr, skemmti- og upplifunargarður og Húsdýragarður sem tryggir að börnin í borginni komast í návígi við húsdýr og villt dýr sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir. Fjárheimildir borgarinnar tryggja reksturinn en garðurinn aflar líka tekna á móti fjárheimildum í formi aðgangseyris. Reksturinn hefur verið í takt við fjárheimildir undanfarin ár, sveiflast í kringum núllið eftir árferði á hverjum tíma en garðurinn tók nýlega yfir Dýraþjónustu, sem er lögbundin starfsemi um hvernig eigi að hlúa að og styðja við villt dýr í neyð. Laun og tekjur hafa verið í takt við áætlanir en annar rekstrarkostnaður hefur verið nokkuð þyngri allra síðustu misseri einkum út af viðhaldi þeirra leiktækja sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá börnum sem sækja garðinn. Stórbætt aðstaða fyrir skólahópa í Hlöðunni Borgarráð samþykkti nýlega að ráðast í framkvæmdir við að stórbæta aðstöðu til fræðslu og efla um leið fræðsluhlutverk garðsins enn frekar með uppbyggingu á Hlöðunni. Þannig verður hægt að taka enn betur á móti skólahópum en þúsundir nemenda sækja garðinn heim á hverju ári. Með endurbættri Hlöðu verður hægt að auka framboð vinsælla sumarnámskeiða og sinna betur þeim sem vilja fræðast um íslensk húsdýr og dýrahald almennt. Stefnt er að því að taka endurbætta Hlöðu í notkun á næsta ári, væntanlega næsta haust. Ný framtíðarstefna í burðarliðnum Á þrjátíu árum hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn unnið sér mikilvægan sess í hjörtum borgarbúa og gesta sem hann sækja. Af því tilefni stendur til að ráðast í andlitslyftingu á garðinum til að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Við samþykktum einróma í menningar- og íþróttaráði 12. september að setja af stað vinnu við að móta tillögur um framtíðarstefnu garðsins en niðurstaða vinnunnar er væntanleg í næsta mánuði. Sóknarfærin eru mikil og tækifæri til að gera góðan garð enn þá betri sem snýr að daglegri starfsemi, aðstöðu og þjónustu við borgarbúa og aðra gesti, þ.m.t. ferðafólk. Það er orðið tímabært að gefa garðinum þá andlitslyftingu sem hann á skilið svo hann geti sinnt enn betur hlutverki sínu gagnvart barnafjölskyldunum í borginni. Samhliða er verið að endurskoða gjaldskrár sviðsins með það í huga að gera betur við fastagesti starfsstöðva á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við viljum gjarnan heyra sjónarmið borgarbúa um leiðir til að bæta þjónustu og aðstöðu í garðinum fyrir barnafjölskyldur og munum taka öllum tillögum og hugmyndum fagnandi. Bros Við leggjum mikinn metnað í að vera borg fyrir börn og barnafjölskyldur og Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er mikilvægur hluti af þeirri stefnu að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við munum áfram standa þá vakt með bros á vör! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar – og íþróttaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldugarður með Dýraþjónustu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki gróðafyrirtæki á markaði heldur mikilvægur hlekkur í almannaþjónustu borgarinnar. Staður sem fræðir börn og ungmenni um dýr, skemmti- og upplifunargarður og Húsdýragarður sem tryggir að börnin í borginni komast í návígi við húsdýr og villt dýr sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir. Fjárheimildir borgarinnar tryggja reksturinn en garðurinn aflar líka tekna á móti fjárheimildum í formi aðgangseyris. Reksturinn hefur verið í takt við fjárheimildir undanfarin ár, sveiflast í kringum núllið eftir árferði á hverjum tíma en garðurinn tók nýlega yfir Dýraþjónustu, sem er lögbundin starfsemi um hvernig eigi að hlúa að og styðja við villt dýr í neyð. Laun og tekjur hafa verið í takt við áætlanir en annar rekstrarkostnaður hefur verið nokkuð þyngri allra síðustu misseri einkum út af viðhaldi þeirra leiktækja sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá börnum sem sækja garðinn. Stórbætt aðstaða fyrir skólahópa í Hlöðunni Borgarráð samþykkti nýlega að ráðast í framkvæmdir við að stórbæta aðstöðu til fræðslu og efla um leið fræðsluhlutverk garðsins enn frekar með uppbyggingu á Hlöðunni. Þannig verður hægt að taka enn betur á móti skólahópum en þúsundir nemenda sækja garðinn heim á hverju ári. Með endurbættri Hlöðu verður hægt að auka framboð vinsælla sumarnámskeiða og sinna betur þeim sem vilja fræðast um íslensk húsdýr og dýrahald almennt. Stefnt er að því að taka endurbætta Hlöðu í notkun á næsta ári, væntanlega næsta haust. Ný framtíðarstefna í burðarliðnum Á þrjátíu árum hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn unnið sér mikilvægan sess í hjörtum borgarbúa og gesta sem hann sækja. Af því tilefni stendur til að ráðast í andlitslyftingu á garðinum til að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Við samþykktum einróma í menningar- og íþróttaráði 12. september að setja af stað vinnu við að móta tillögur um framtíðarstefnu garðsins en niðurstaða vinnunnar er væntanleg í næsta mánuði. Sóknarfærin eru mikil og tækifæri til að gera góðan garð enn þá betri sem snýr að daglegri starfsemi, aðstöðu og þjónustu við borgarbúa og aðra gesti, þ.m.t. ferðafólk. Það er orðið tímabært að gefa garðinum þá andlitslyftingu sem hann á skilið svo hann geti sinnt enn betur hlutverki sínu gagnvart barnafjölskyldunum í borginni. Samhliða er verið að endurskoða gjaldskrár sviðsins með það í huga að gera betur við fastagesti starfsstöðva á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við viljum gjarnan heyra sjónarmið borgarbúa um leiðir til að bæta þjónustu og aðstöðu í garðinum fyrir barnafjölskyldur og munum taka öllum tillögum og hugmyndum fagnandi. Bros Við leggjum mikinn metnað í að vera borg fyrir börn og barnafjölskyldur og Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er mikilvægur hluti af þeirri stefnu að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við munum áfram standa þá vakt með bros á vör! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar – og íþróttaráðs Reykjavíkur.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun