Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar 13. október 2025 16:32 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldugarður með Dýraþjónustu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki gróðafyrirtæki á markaði heldur mikilvægur hlekkur í almannaþjónustu borgarinnar. Staður sem fræðir börn og ungmenni um dýr, skemmti- og upplifunargarður og Húsdýragarður sem tryggir að börnin í borginni komast í návígi við húsdýr og villt dýr sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir. Fjárheimildir borgarinnar tryggja reksturinn en garðurinn aflar líka tekna á móti fjárheimildum í formi aðgangseyris. Reksturinn hefur verið í takt við fjárheimildir undanfarin ár, sveiflast í kringum núllið eftir árferði á hverjum tíma en garðurinn tók nýlega yfir Dýraþjónustu, sem er lögbundin starfsemi um hvernig eigi að hlúa að og styðja við villt dýr í neyð. Laun og tekjur hafa verið í takt við áætlanir en annar rekstrarkostnaður hefur verið nokkuð þyngri allra síðustu misseri einkum út af viðhaldi þeirra leiktækja sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá börnum sem sækja garðinn. Stórbætt aðstaða fyrir skólahópa í Hlöðunni Borgarráð samþykkti nýlega að ráðast í framkvæmdir við að stórbæta aðstöðu til fræðslu og efla um leið fræðsluhlutverk garðsins enn frekar með uppbyggingu á Hlöðunni. Þannig verður hægt að taka enn betur á móti skólahópum en þúsundir nemenda sækja garðinn heim á hverju ári. Með endurbættri Hlöðu verður hægt að auka framboð vinsælla sumarnámskeiða og sinna betur þeim sem vilja fræðast um íslensk húsdýr og dýrahald almennt. Stefnt er að því að taka endurbætta Hlöðu í notkun á næsta ári, væntanlega næsta haust. Ný framtíðarstefna í burðarliðnum Á þrjátíu árum hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn unnið sér mikilvægan sess í hjörtum borgarbúa og gesta sem hann sækja. Af því tilefni stendur til að ráðast í andlitslyftingu á garðinum til að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Við samþykktum einróma í menningar- og íþróttaráði 12. september að setja af stað vinnu við að móta tillögur um framtíðarstefnu garðsins en niðurstaða vinnunnar er væntanleg í næsta mánuði. Sóknarfærin eru mikil og tækifæri til að gera góðan garð enn þá betri sem snýr að daglegri starfsemi, aðstöðu og þjónustu við borgarbúa og aðra gesti, þ.m.t. ferðafólk. Það er orðið tímabært að gefa garðinum þá andlitslyftingu sem hann á skilið svo hann geti sinnt enn betur hlutverki sínu gagnvart barnafjölskyldunum í borginni. Samhliða er verið að endurskoða gjaldskrár sviðsins með það í huga að gera betur við fastagesti starfsstöðva á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við viljum gjarnan heyra sjónarmið borgarbúa um leiðir til að bæta þjónustu og aðstöðu í garðinum fyrir barnafjölskyldur og munum taka öllum tillögum og hugmyndum fagnandi. Bros Við leggjum mikinn metnað í að vera borg fyrir börn og barnafjölskyldur og Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er mikilvægur hluti af þeirri stefnu að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við munum áfram standa þá vakt með bros á vör! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar – og íþróttaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldugarður með Dýraþjónustu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki gróðafyrirtæki á markaði heldur mikilvægur hlekkur í almannaþjónustu borgarinnar. Staður sem fræðir börn og ungmenni um dýr, skemmti- og upplifunargarður og Húsdýragarður sem tryggir að börnin í borginni komast í návígi við húsdýr og villt dýr sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir. Fjárheimildir borgarinnar tryggja reksturinn en garðurinn aflar líka tekna á móti fjárheimildum í formi aðgangseyris. Reksturinn hefur verið í takt við fjárheimildir undanfarin ár, sveiflast í kringum núllið eftir árferði á hverjum tíma en garðurinn tók nýlega yfir Dýraþjónustu, sem er lögbundin starfsemi um hvernig eigi að hlúa að og styðja við villt dýr í neyð. Laun og tekjur hafa verið í takt við áætlanir en annar rekstrarkostnaður hefur verið nokkuð þyngri allra síðustu misseri einkum út af viðhaldi þeirra leiktækja sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá börnum sem sækja garðinn. Stórbætt aðstaða fyrir skólahópa í Hlöðunni Borgarráð samþykkti nýlega að ráðast í framkvæmdir við að stórbæta aðstöðu til fræðslu og efla um leið fræðsluhlutverk garðsins enn frekar með uppbyggingu á Hlöðunni. Þannig verður hægt að taka enn betur á móti skólahópum en þúsundir nemenda sækja garðinn heim á hverju ári. Með endurbættri Hlöðu verður hægt að auka framboð vinsælla sumarnámskeiða og sinna betur þeim sem vilja fræðast um íslensk húsdýr og dýrahald almennt. Stefnt er að því að taka endurbætta Hlöðu í notkun á næsta ári, væntanlega næsta haust. Ný framtíðarstefna í burðarliðnum Á þrjátíu árum hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn unnið sér mikilvægan sess í hjörtum borgarbúa og gesta sem hann sækja. Af því tilefni stendur til að ráðast í andlitslyftingu á garðinum til að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Við samþykktum einróma í menningar- og íþróttaráði 12. september að setja af stað vinnu við að móta tillögur um framtíðarstefnu garðsins en niðurstaða vinnunnar er væntanleg í næsta mánuði. Sóknarfærin eru mikil og tækifæri til að gera góðan garð enn þá betri sem snýr að daglegri starfsemi, aðstöðu og þjónustu við borgarbúa og aðra gesti, þ.m.t. ferðafólk. Það er orðið tímabært að gefa garðinum þá andlitslyftingu sem hann á skilið svo hann geti sinnt enn betur hlutverki sínu gagnvart barnafjölskyldunum í borginni. Samhliða er verið að endurskoða gjaldskrár sviðsins með það í huga að gera betur við fastagesti starfsstöðva á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við viljum gjarnan heyra sjónarmið borgarbúa um leiðir til að bæta þjónustu og aðstöðu í garðinum fyrir barnafjölskyldur og munum taka öllum tillögum og hugmyndum fagnandi. Bros Við leggjum mikinn metnað í að vera borg fyrir börn og barnafjölskyldur og Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er mikilvægur hluti af þeirri stefnu að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við munum áfram standa þá vakt með bros á vör! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar – og íþróttaráðs Reykjavíkur.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun