Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar 14. október 2025 15:00 Gömul sögn segir að þegar himnafaðirinn sá að hann gat ekki sinnt öllum erindum sem til hans bárust, þá hafi hann skapað ömmur. Ég hef reyndar ekki mikla trú á þessum svokallaða himnaföður en ég veit fyrir víst að ömmur eru ómissandi. Sjálf kynntist ég bara einni, Köru ömmu minni í móðurætt, bóndakonu í Ysta-Felli. Hún var fædd 1894 og dó 1980. Sú kona var margfróð og kenndi mér margt og þó ég hafi ekki dvalið í sveitinni jafn mikið og mörg systkina minna, verð ég alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að bergja af hennar viskubrunni. Móðir mín, fædd 1918, sú amma barnanna minna sem þau höfðu mest samneyti við, bjó í næsta húsi. Hún var svona amma sem sagði sögur, prjónaði sokka, bakaði brauð og gerði konfekt með þeim. Eitt barnabarnið hennar sagði að hún væri svolítið krumpuð en samt svo mjúk og hlý. Elsti sonur minn fæddur 1975 átti 7 ömmur og langömmur á lífi þegar hann kom í heiminn og mér skilst að fyrsta barnabarnið mitt fætt 1996 hafi átt 8 ömmur á lífi þegar hún leit dagsins ljós. Heimurinn sér okkur ekki fyrir jafnræði í þessum efnum frekar en öðrum. Samfélagið mótar viðrhorf okkar. Einn ömmustrákurinn minn var í heimsókn hjá mér og við vorum að fara út að leika og pilturinn var í svo stórum stígvélum að þau skröltu laus á fæti hans. Mér varð að orði að ég þyrfti að prjóna handa honum ullarsokka til að nota í stígvélin. Ég gleymi aldrei upplitinu sem ég fékk frá honum þegar hann sagði þessa dásamlegu setningu : Þú getur ekki prjónað sokka amma, það eru bara svona gamlar ömmur sem kunna að prjóna. Þessi piltur er reyndar mikill sjarmör. Samfélagslegar breytingar hafa orðið til þess að margar ömmur hafa lítil afskipti af barnabörnum sínum. Þær eru í fullri vinnu þegar börnin skjótast í heiminn og þær mega jafnvel ekkert vera að því að sinna ungviðinu. Betri heilsa verður til þess að ömmur eru ekki þessi fasti sem einu sinni var. Amman í eldhúsinu að baka kleinur og kruðerí, segjandi sögur og kennandi börnum að lesa með bandprjónsaðferð. Nei margar ömmur eru í bissnes úti um allan heim eða eru að ganga Jakobsveginn, nú eða klífandi fjöll í Afríku, svo er þær auðvitað í þúsundatali á sólarströndum. Gætum við ekki breytt forgangsröðuninni, bara smá? Ömmur og inngilding Í starfi mínu á vegum verkalýðshreifingarinnar hef ég séð svo ótalmargt ungt fólk flytja til landsins og stofna fjölskyldu og eignast börn. Ég hugsa oft um, hvað það hlýtur að vera um margt erfitt að fóta sig í nýju landi án baklands. Ef til vill hugsa ég meira um þetta þar sem eitt barnanna minna hefur búið erlendis í tæp 25 ár. Ég veit að dóttir mín á þar góða vinkonu sem ég kalla ömmu Dawn, sem hefur reynst henni betri en enginn. Flug til USA er bæði dýrt og langt, ekki þannig að maður skjótist til að passa um helgina ef svo ber undir. Við sem búum á Íslandi ættum að vera duglegri að sýna umhyggju og ástúð því fjölmarga unga fólki sem hingað kemur til starfa, við byggingarvinnu, í ferðaþjónustu, við ræstingu, í fiskvinnslu o.fl. o.fl. Ég er alin upp í samfélagi sem hafði það að leiðarljósi að taka vel á móti nýjum íbúum, hvaðan sem þeir fluttu. Samfélög eiga að leggja sig í líma við að komast í samband við nýtt fólk sem flytur á ný búsvæði. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort sú gamla og góða stofnum ”kvenfélag” væri ekki kjörinn vetvangur fyrir svona samskipti. Þar ætti að vera nóg til af ömmum. Hin fjölmörgu félagasamtök ættu svo líka að fara í átök og bjóða öll aðflutt velkomin, karlaklúbbar, kórar, leikfélög og svo framvegis. Margt eldra fólk, fussar og sveiar yfir því að ekki sé hægt að tala íslensku í búðum og veitingahúsum, aðrir grípa til enskunnar ef hún er þeim töm. Sá sem kemur til íslands t.d. frá Úkraínu eða Spáni talar í fæstum tilfellum ensku. Ef við temdum okkur að sýna gott viðmót, brosa í stað þess að fara í fýlu og jafnvel halda góða tölu um veðrið aukast líkurnar á gagnkvæmum skilningi og áhuga fyrir tungumálinu. Dropinn holar stein. Ég segi stundum söguna af Kanadamanninum sem fór að vinna með gömlum smið úr áhaldahúsinu í þorpinu. Sá talaði bara sína íslensku, var mikill sögumaður, sagði veiðisögur og aðrar sögur, sannar og lognar. Kanadamaðurinn var e.t.v. óvenju duglegur tungumálamaður og það tók hann ekki mjög langan tíma að læra að tala íslensku eins og hinn mætasti sveitamaður. Ég held líka að ömmur séu vannýtt auðlind þegar kemur að ýmsum öðrum málum í samfélaginu, ekki bara tungumálakennslu. Það er mjög margt í menningararfinum sem getur glatast og ég held að við þurfum að huga að því hvernig við komum til dæmis ýmiskonar verkþekkingu áfram milli kynslóða. Ömmur ættu að boða ást og frið um allan heim. Ömmur eru óþrjótandi auðlind. Ömmur eru þarfaþing. Höfundur er hættur launaðri vinnu, er á eftirlaunum og lætur sig dreyma um betri heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Gömul sögn segir að þegar himnafaðirinn sá að hann gat ekki sinnt öllum erindum sem til hans bárust, þá hafi hann skapað ömmur. Ég hef reyndar ekki mikla trú á þessum svokallaða himnaföður en ég veit fyrir víst að ömmur eru ómissandi. Sjálf kynntist ég bara einni, Köru ömmu minni í móðurætt, bóndakonu í Ysta-Felli. Hún var fædd 1894 og dó 1980. Sú kona var margfróð og kenndi mér margt og þó ég hafi ekki dvalið í sveitinni jafn mikið og mörg systkina minna, verð ég alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að bergja af hennar viskubrunni. Móðir mín, fædd 1918, sú amma barnanna minna sem þau höfðu mest samneyti við, bjó í næsta húsi. Hún var svona amma sem sagði sögur, prjónaði sokka, bakaði brauð og gerði konfekt með þeim. Eitt barnabarnið hennar sagði að hún væri svolítið krumpuð en samt svo mjúk og hlý. Elsti sonur minn fæddur 1975 átti 7 ömmur og langömmur á lífi þegar hann kom í heiminn og mér skilst að fyrsta barnabarnið mitt fætt 1996 hafi átt 8 ömmur á lífi þegar hún leit dagsins ljós. Heimurinn sér okkur ekki fyrir jafnræði í þessum efnum frekar en öðrum. Samfélagið mótar viðrhorf okkar. Einn ömmustrákurinn minn var í heimsókn hjá mér og við vorum að fara út að leika og pilturinn var í svo stórum stígvélum að þau skröltu laus á fæti hans. Mér varð að orði að ég þyrfti að prjóna handa honum ullarsokka til að nota í stígvélin. Ég gleymi aldrei upplitinu sem ég fékk frá honum þegar hann sagði þessa dásamlegu setningu : Þú getur ekki prjónað sokka amma, það eru bara svona gamlar ömmur sem kunna að prjóna. Þessi piltur er reyndar mikill sjarmör. Samfélagslegar breytingar hafa orðið til þess að margar ömmur hafa lítil afskipti af barnabörnum sínum. Þær eru í fullri vinnu þegar börnin skjótast í heiminn og þær mega jafnvel ekkert vera að því að sinna ungviðinu. Betri heilsa verður til þess að ömmur eru ekki þessi fasti sem einu sinni var. Amman í eldhúsinu að baka kleinur og kruðerí, segjandi sögur og kennandi börnum að lesa með bandprjónsaðferð. Nei margar ömmur eru í bissnes úti um allan heim eða eru að ganga Jakobsveginn, nú eða klífandi fjöll í Afríku, svo er þær auðvitað í þúsundatali á sólarströndum. Gætum við ekki breytt forgangsröðuninni, bara smá? Ömmur og inngilding Í starfi mínu á vegum verkalýðshreifingarinnar hef ég séð svo ótalmargt ungt fólk flytja til landsins og stofna fjölskyldu og eignast börn. Ég hugsa oft um, hvað það hlýtur að vera um margt erfitt að fóta sig í nýju landi án baklands. Ef til vill hugsa ég meira um þetta þar sem eitt barnanna minna hefur búið erlendis í tæp 25 ár. Ég veit að dóttir mín á þar góða vinkonu sem ég kalla ömmu Dawn, sem hefur reynst henni betri en enginn. Flug til USA er bæði dýrt og langt, ekki þannig að maður skjótist til að passa um helgina ef svo ber undir. Við sem búum á Íslandi ættum að vera duglegri að sýna umhyggju og ástúð því fjölmarga unga fólki sem hingað kemur til starfa, við byggingarvinnu, í ferðaþjónustu, við ræstingu, í fiskvinnslu o.fl. o.fl. Ég er alin upp í samfélagi sem hafði það að leiðarljósi að taka vel á móti nýjum íbúum, hvaðan sem þeir fluttu. Samfélög eiga að leggja sig í líma við að komast í samband við nýtt fólk sem flytur á ný búsvæði. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort sú gamla og góða stofnum ”kvenfélag” væri ekki kjörinn vetvangur fyrir svona samskipti. Þar ætti að vera nóg til af ömmum. Hin fjölmörgu félagasamtök ættu svo líka að fara í átök og bjóða öll aðflutt velkomin, karlaklúbbar, kórar, leikfélög og svo framvegis. Margt eldra fólk, fussar og sveiar yfir því að ekki sé hægt að tala íslensku í búðum og veitingahúsum, aðrir grípa til enskunnar ef hún er þeim töm. Sá sem kemur til íslands t.d. frá Úkraínu eða Spáni talar í fæstum tilfellum ensku. Ef við temdum okkur að sýna gott viðmót, brosa í stað þess að fara í fýlu og jafnvel halda góða tölu um veðrið aukast líkurnar á gagnkvæmum skilningi og áhuga fyrir tungumálinu. Dropinn holar stein. Ég segi stundum söguna af Kanadamanninum sem fór að vinna með gömlum smið úr áhaldahúsinu í þorpinu. Sá talaði bara sína íslensku, var mikill sögumaður, sagði veiðisögur og aðrar sögur, sannar og lognar. Kanadamaðurinn var e.t.v. óvenju duglegur tungumálamaður og það tók hann ekki mjög langan tíma að læra að tala íslensku eins og hinn mætasti sveitamaður. Ég held líka að ömmur séu vannýtt auðlind þegar kemur að ýmsum öðrum málum í samfélaginu, ekki bara tungumálakennslu. Það er mjög margt í menningararfinum sem getur glatast og ég held að við þurfum að huga að því hvernig við komum til dæmis ýmiskonar verkþekkingu áfram milli kynslóða. Ömmur ættu að boða ást og frið um allan heim. Ömmur eru óþrjótandi auðlind. Ömmur eru þarfaþing. Höfundur er hættur launaðri vinnu, er á eftirlaunum og lætur sig dreyma um betri heim.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun