Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Soffia S. Sigurgeisdóttir og Elva Rakel Jónsdóttir skrifa 15. október 2025 09:03 Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á? Margt af því sem eykur hagvöxt hefur neikvæð áhrif á þessa þætti, eins og byggingarframkvæmdir sem stuðla að losun gróðurhúsalofttegunda, þungaflutningar sem valda loftmengun eða neysla á einnota vörum. Samkvæmt nýjustu úttekt World Economic Forum (Global Risks Report 2025) hefur ofnýting auðlinda og hnignun vistkerfa bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Aukin fjárhagsleg útgjöld þjóða og atvinnulífs vegna loftslagsbreytinga er staðreynd og til viðbótar er að aukast hratt sá kostnaður sem tengist skertri framleiðslugetu vinnuafls vegna hnignandi heilsu og vellíðan starfsfólks. Samfélög þurfa að horfast í augu við auknar lýðheilsu áskoranir líkt og aukið þunglyndi, meiri streitu, einsemd, félagslega einangrun og kulnun. Áætlað er að um 330 milljónir manna glími nú við þunglyndi á heimsvísu og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að þunglyndi sé ein helsta orsök örorku á heimsvísu og svo er einnig hér á landi. Samkvæmt OECD nemur heildarkostnaður geðraskana að jafnaði um 4,9% af landsframleiðslu í OECD-ríkjum, þar af um helmingur vegna tapaðrar framleiðni og minni afkasta á vinnumarkaði. Þessi þróun er einnig að eiga sér stað hér á landi. Samkvæmt nýútgefnum Talnabrunni Embættis landlæknis metur einn þriðji fullorðinna geðheilsu sína slæma, tæplega þriðjungur finnur fyrir mikilli streitu, 11% upplifa oft einmanaleika, aðeins helmingur telur sig mjög hamingjusöm og einungis 17% upplifa mikla velsæld. Við hljótum að geta gert betur. Þessi samtenging, á milli hámörkunar hagvaxtar og hnignunar velsældar, kallar á nýja nálgun. Við þurfum að spyrja; Hvenær hættir meiri vöxtur að skila raunverulegum ávinningi fyrir samfélagið og byrjar þess í stað að grafa undan heilsu, velsæld, félagstengslum og sjálfbærni? Ný sýn á árangur Velsældarhagkerfi býður upp á nýja nálgun. Það leggur áherslu á að mæla og efla raunveruleg lífsgæði fólks og náttúru, ekki aðeins hagvöxt. Markmiðið er að tryggja heilsu, jöfnuð, menntun, sjálfbærni og samfélagslegt öryggi og að ákvarðanir, hvort sem er í ríkisfjármálum eða rekstri fyrirtækja, miði að því að bæta lífsgæði í stað þess að hámarka einungis framleiðni. Ísland hefur þegar stigið mikilvægt skref í þessa átt með því að innleiða 40 velsældarvísa sem byggja á félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum. Þessir mælikvarðar tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýju regluverki ESB um sjálfbærni (ESRS), og skapa þannig sameiginlegan grunn til að meta árangur út frá heildstæðri sýn. Sameiginleg ábyrgð stjórnvalda og atvinnulífs Velsæld er ekki aðeins markmið stjórnvalda, hún er sameiginleg ábyrgð atvinnulífsins og okkar allra. Fyrirtæki og stofnanir hafa tækifæri til að vera virkir þátttakendur í umbreytingunni með því að samþætta velsældar viðmið við stefnumótun, mannauðsstjórnun og og ábyrgan rekstur. Þau fyrirtæki sem forgangsraða í þágu velsældar eru betur í stakk búin til að takast á við áföll og breytingar. Áhersla á vellíðan og aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs getur auk þess stuðlað að meiri starfsánægju og þátttöku starfsfólks og haft góð áhrif á nýsköpun og framleiðni Það sem skiptir máli er ekki aðeins að vaxa, heldur að huga að því hvernig við vöxum og fyrir hverja. Ef við breytum ekki hagkerfinu, helst þróunin óbreytt. En ef við breytum því í þágu velsældar, þá breytist margt til hins betra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri lýðheilsu Embættis Landlæknis Soffia S. Sigurgeisdóttir er framkvæmdastjóri Langbrókar Elva Rakel Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á? Margt af því sem eykur hagvöxt hefur neikvæð áhrif á þessa þætti, eins og byggingarframkvæmdir sem stuðla að losun gróðurhúsalofttegunda, þungaflutningar sem valda loftmengun eða neysla á einnota vörum. Samkvæmt nýjustu úttekt World Economic Forum (Global Risks Report 2025) hefur ofnýting auðlinda og hnignun vistkerfa bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Aukin fjárhagsleg útgjöld þjóða og atvinnulífs vegna loftslagsbreytinga er staðreynd og til viðbótar er að aukast hratt sá kostnaður sem tengist skertri framleiðslugetu vinnuafls vegna hnignandi heilsu og vellíðan starfsfólks. Samfélög þurfa að horfast í augu við auknar lýðheilsu áskoranir líkt og aukið þunglyndi, meiri streitu, einsemd, félagslega einangrun og kulnun. Áætlað er að um 330 milljónir manna glími nú við þunglyndi á heimsvísu og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að þunglyndi sé ein helsta orsök örorku á heimsvísu og svo er einnig hér á landi. Samkvæmt OECD nemur heildarkostnaður geðraskana að jafnaði um 4,9% af landsframleiðslu í OECD-ríkjum, þar af um helmingur vegna tapaðrar framleiðni og minni afkasta á vinnumarkaði. Þessi þróun er einnig að eiga sér stað hér á landi. Samkvæmt nýútgefnum Talnabrunni Embættis landlæknis metur einn þriðji fullorðinna geðheilsu sína slæma, tæplega þriðjungur finnur fyrir mikilli streitu, 11% upplifa oft einmanaleika, aðeins helmingur telur sig mjög hamingjusöm og einungis 17% upplifa mikla velsæld. Við hljótum að geta gert betur. Þessi samtenging, á milli hámörkunar hagvaxtar og hnignunar velsældar, kallar á nýja nálgun. Við þurfum að spyrja; Hvenær hættir meiri vöxtur að skila raunverulegum ávinningi fyrir samfélagið og byrjar þess í stað að grafa undan heilsu, velsæld, félagstengslum og sjálfbærni? Ný sýn á árangur Velsældarhagkerfi býður upp á nýja nálgun. Það leggur áherslu á að mæla og efla raunveruleg lífsgæði fólks og náttúru, ekki aðeins hagvöxt. Markmiðið er að tryggja heilsu, jöfnuð, menntun, sjálfbærni og samfélagslegt öryggi og að ákvarðanir, hvort sem er í ríkisfjármálum eða rekstri fyrirtækja, miði að því að bæta lífsgæði í stað þess að hámarka einungis framleiðni. Ísland hefur þegar stigið mikilvægt skref í þessa átt með því að innleiða 40 velsældarvísa sem byggja á félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum. Þessir mælikvarðar tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýju regluverki ESB um sjálfbærni (ESRS), og skapa þannig sameiginlegan grunn til að meta árangur út frá heildstæðri sýn. Sameiginleg ábyrgð stjórnvalda og atvinnulífs Velsæld er ekki aðeins markmið stjórnvalda, hún er sameiginleg ábyrgð atvinnulífsins og okkar allra. Fyrirtæki og stofnanir hafa tækifæri til að vera virkir þátttakendur í umbreytingunni með því að samþætta velsældar viðmið við stefnumótun, mannauðsstjórnun og og ábyrgan rekstur. Þau fyrirtæki sem forgangsraða í þágu velsældar eru betur í stakk búin til að takast á við áföll og breytingar. Áhersla á vellíðan og aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs getur auk þess stuðlað að meiri starfsánægju og þátttöku starfsfólks og haft góð áhrif á nýsköpun og framleiðni Það sem skiptir máli er ekki aðeins að vaxa, heldur að huga að því hvernig við vöxum og fyrir hverja. Ef við breytum ekki hagkerfinu, helst þróunin óbreytt. En ef við breytum því í þágu velsældar, þá breytist margt til hins betra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri lýðheilsu Embættis Landlæknis Soffia S. Sigurgeisdóttir er framkvæmdastjóri Langbrókar Elva Rakel Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Festu
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun