Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar 16. október 2025 06:03 Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar. Nýlegar rannsóknir Vörðu sýna að fjárhagsstaða einhleypra foreldra sem lifa á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk er verst á öllum mælikvörðum. Framfærsla öryrkja er undir lægstu launum sem gerir einhleypum foreldrum illmögulegt að sjá sér og börnum sínum farborða. Níu af hverjum tíu geta ekki mætt 80.000 króna óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Rúmlega helmingur býr við efnislegan skort og sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum búa við fátækt. Fjórðungur þeirra hefur þurft að leita sér mataraðstoðar. Afleiðingarnar eru víðtækar. Andleg heilsa einhleypra mæðra mælist verri en hjá öðrum hópum og börnin þeirra búa við útilokun frá félagslífi og tómstundum. Þegar fjárhagsstaða heimilis gerir ekki ráð fyrir nauðsynlegum útgjöldum til næringarríks matar, nauðsynlegs klæðnaðar eða þátttöku í menningu og samfélagi, er fólk í reynd útilokað frá jafningjum sínum. Stuðningur stjórnvalda er ekki nægur. Einhleypir foreldrar fá sömu frístundastyrki og heimili þar sem tvær framfærslur koma inn á heimilið, en þurfa að standa undir sama kostnaði fyrir skólagöngu og tómstundir barna sinna á einni framfærslu. Í skýrslu Vörðu kemur fram að stór hluti þeirra geti ekki staðið straum af útgjöldum vegna tómstunda og viðburða sem jafningjar barna þeirra njóta að jafnaði, svo sem íþróttum, tónlistarnámi eða jafnvel afmælis- og fermingarveislum. Sérstaklega er alvarlegt að þegar börnin verða 18 ára lækkar framfærsla foreldrisins verulega, þrátt fyrir að ungmennin búi enn heima og eigi jafnvel eitt til tvö ár eftir í framhaldsskóla. Þetta fjárhagslega bil endurspeglar gamaldags hugmyndir um að börn flytji að heiman um leið og þau verða fullorðin. Fæstir telja börn sín tilbúin til að flytja að heiman 18 ára í dag. Nú á tímum búa flest ungmenni hjá foreldrum fram yfir tvítugt og mörg fram til 25 ára aldurs enda húsnæðismarkaðurinn þeim illfær. Kostnaður við framfærslu þeirra er áfram mikill en stuðningurinn hverfur. Þessi tímamót skipta sköpum því um 18 ára aldur taka ungmenni ákvarðanir sem móta framtíðina: hvort þau mennti sig áfram eða fari á vinnumarkaðinn. Ef fjárhagur heimilisins er þannig að það virðist óframkvæmanlegt að fara menntaveginn, neyðast þau til að fara að vinna. Þá minnka líkur á að þau fái að nýta hæfileika sína til fulls; hvort sem það er á sviði vísinda, lista, iðngreina eða nýsköpunar. Fyrir samfélagið er það mikið tjón. Þeir sem neyðast til að fara snemma út á vinnumarkað í láglaunastörf eiga á hættu að brenna út, missa heilsuna og enda á örorku. Þetta er vítahringur sem við getum rofið. Það felast því frábær tækifæri og fjárfesting í því að styðja einhleypa foreldra og tryggja börnum þeirra jöfn tækifæri. Það felur í sér fjárhagslegar ívilnanir við foreldrið sjálft, að brúa bilið sem myndast þegar börn verða 18 ára, ryðja úr vegi aðgangshindrunum að menntun og tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundum. Að hækka skráningargjöld í Háskóla Íslands vinnur gegn þessum markmiðum. Í mörg ár hefur verið kallað eftir úrbótum. Það er ekki aðeins réttlætismál að tryggja einhleypum foreldrum mannsæmandi lífskjör, það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Rannsóknir sýna að samfélagslegur kostnaður við að leyfa fátækt að viðgangast er meiri en kostnaðurinn við að uppræta hana. Við vitum að þegar börn alast upp við skort, hefur það varanleg áhrif á menntun, heilsu og framtíðarhorfur þeirra. Snjóboltaáhrifin eru gífurleg: fátækt í æsku leiðir til minni tekna og meiri útgjalda samfélagsins til heilbrigðis, félagsmála og jafnvel dómskerfisins. Það er því pólitískt val hvort við sættum okkur við að tugir þúsunda Íslendinga búi við skort eða hvort við fjárfestum í því að uppræta fátækt. Ef stjórnvöld setja málið í forgang er ljóst að samfélagið allt græðir, ekki bara þau sem búa við skort í dag, heldur næstu kynslóðir.Það er bæði siðferðilega rétt og þjóðhagslega hagkvæmt að uppræta fátækt. Nú er kominn tími til að stjórnvöld velji þann kost; fyrir börnin, foreldrana og framtíð samfélagsins. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við HÍ og varaformaður kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar. Nýlegar rannsóknir Vörðu sýna að fjárhagsstaða einhleypra foreldra sem lifa á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk er verst á öllum mælikvörðum. Framfærsla öryrkja er undir lægstu launum sem gerir einhleypum foreldrum illmögulegt að sjá sér og börnum sínum farborða. Níu af hverjum tíu geta ekki mætt 80.000 króna óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Rúmlega helmingur býr við efnislegan skort og sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum búa við fátækt. Fjórðungur þeirra hefur þurft að leita sér mataraðstoðar. Afleiðingarnar eru víðtækar. Andleg heilsa einhleypra mæðra mælist verri en hjá öðrum hópum og börnin þeirra búa við útilokun frá félagslífi og tómstundum. Þegar fjárhagsstaða heimilis gerir ekki ráð fyrir nauðsynlegum útgjöldum til næringarríks matar, nauðsynlegs klæðnaðar eða þátttöku í menningu og samfélagi, er fólk í reynd útilokað frá jafningjum sínum. Stuðningur stjórnvalda er ekki nægur. Einhleypir foreldrar fá sömu frístundastyrki og heimili þar sem tvær framfærslur koma inn á heimilið, en þurfa að standa undir sama kostnaði fyrir skólagöngu og tómstundir barna sinna á einni framfærslu. Í skýrslu Vörðu kemur fram að stór hluti þeirra geti ekki staðið straum af útgjöldum vegna tómstunda og viðburða sem jafningjar barna þeirra njóta að jafnaði, svo sem íþróttum, tónlistarnámi eða jafnvel afmælis- og fermingarveislum. Sérstaklega er alvarlegt að þegar börnin verða 18 ára lækkar framfærsla foreldrisins verulega, þrátt fyrir að ungmennin búi enn heima og eigi jafnvel eitt til tvö ár eftir í framhaldsskóla. Þetta fjárhagslega bil endurspeglar gamaldags hugmyndir um að börn flytji að heiman um leið og þau verða fullorðin. Fæstir telja börn sín tilbúin til að flytja að heiman 18 ára í dag. Nú á tímum búa flest ungmenni hjá foreldrum fram yfir tvítugt og mörg fram til 25 ára aldurs enda húsnæðismarkaðurinn þeim illfær. Kostnaður við framfærslu þeirra er áfram mikill en stuðningurinn hverfur. Þessi tímamót skipta sköpum því um 18 ára aldur taka ungmenni ákvarðanir sem móta framtíðina: hvort þau mennti sig áfram eða fari á vinnumarkaðinn. Ef fjárhagur heimilisins er þannig að það virðist óframkvæmanlegt að fara menntaveginn, neyðast þau til að fara að vinna. Þá minnka líkur á að þau fái að nýta hæfileika sína til fulls; hvort sem það er á sviði vísinda, lista, iðngreina eða nýsköpunar. Fyrir samfélagið er það mikið tjón. Þeir sem neyðast til að fara snemma út á vinnumarkað í láglaunastörf eiga á hættu að brenna út, missa heilsuna og enda á örorku. Þetta er vítahringur sem við getum rofið. Það felast því frábær tækifæri og fjárfesting í því að styðja einhleypa foreldra og tryggja börnum þeirra jöfn tækifæri. Það felur í sér fjárhagslegar ívilnanir við foreldrið sjálft, að brúa bilið sem myndast þegar börn verða 18 ára, ryðja úr vegi aðgangshindrunum að menntun og tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundum. Að hækka skráningargjöld í Háskóla Íslands vinnur gegn þessum markmiðum. Í mörg ár hefur verið kallað eftir úrbótum. Það er ekki aðeins réttlætismál að tryggja einhleypum foreldrum mannsæmandi lífskjör, það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Rannsóknir sýna að samfélagslegur kostnaður við að leyfa fátækt að viðgangast er meiri en kostnaðurinn við að uppræta hana. Við vitum að þegar börn alast upp við skort, hefur það varanleg áhrif á menntun, heilsu og framtíðarhorfur þeirra. Snjóboltaáhrifin eru gífurleg: fátækt í æsku leiðir til minni tekna og meiri útgjalda samfélagsins til heilbrigðis, félagsmála og jafnvel dómskerfisins. Það er því pólitískt val hvort við sættum okkur við að tugir þúsunda Íslendinga búi við skort eða hvort við fjárfestum í því að uppræta fátækt. Ef stjórnvöld setja málið í forgang er ljóst að samfélagið allt græðir, ekki bara þau sem búa við skort í dag, heldur næstu kynslóðir.Það er bæði siðferðilega rétt og þjóðhagslega hagkvæmt að uppræta fátækt. Nú er kominn tími til að stjórnvöld velji þann kost; fyrir börnin, foreldrana og framtíð samfélagsins. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við HÍ og varaformaður kjarahóps ÖBÍ.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun