Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. október 2025 20:18 Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF segir ómögulegt að segja til um áhrif dóms Hæstaréttar á fjármálakerfið. Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. Hæstiréttur féllst í gær á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. Niðurstaðan í máli Íslandsbanka var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif dómsins verði innan við milljarður króna fyrir skatta. Arion banki og Landsbankinn hafa í framhaldi dómsins bent á að skilmálar þeirra séu frábrugðnir þeim sem fjallað var um í máli Íslandsbanka. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál eða lánveitendur. Þá bendir hún á að fimm dómsmál þessu tengd séu í gangi og einungis komin niðurstaða í eitt. Í febrúar síðastliðnum voru stóru viðskiptabankarnir þrír sýknaðir í Landsrétti í þremur sambærilegum málum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli. „Málin eru ekki eins. Það eru mismunandi lánveitendur, þau eru veitt á mismunandi tímabili og jafnframt eru mismunandi skilmálar. Þannig að það er ómögulegt að segja,“ segir Heiðrún. Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands tók í sama streng í samtali við fréttastofu í gær þegar hann sagði ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í fljótu bragði. Hvaða áhrif hefur þetta á neytendavernd að þínu mati? „Þessi tilskipun sem verið er að byggja á kemur frá Evrópu. Sú þróun hefur verið í Evrópu að auka neytendavernd og heilt yfir er það jákvætt. Það er að segja, að neytendur hafi betri rétt í öllum tilvikum.“ Þar sem um evrópskar reglur ræðir segir Heiðrún norræna kollega bankanna á Íslandi fylgjast grannt með málinu og SFF hafi veitt þeim upplýsingar í framvindu málsins. „Og það eru ekki síst Norðmenn og Danir sem eru að horfa til þess líka, hvort þeir þurfi að breyta sínum skilmálum.“ Fjármálafyrirtæki Neytendur Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Noregur Danmörk Vaxtamálið Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Hæstiréttur féllst í gær á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. Niðurstaðan í máli Íslandsbanka var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif dómsins verði innan við milljarður króna fyrir skatta. Arion banki og Landsbankinn hafa í framhaldi dómsins bent á að skilmálar þeirra séu frábrugðnir þeim sem fjallað var um í máli Íslandsbanka. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál eða lánveitendur. Þá bendir hún á að fimm dómsmál þessu tengd séu í gangi og einungis komin niðurstaða í eitt. Í febrúar síðastliðnum voru stóru viðskiptabankarnir þrír sýknaðir í Landsrétti í þremur sambærilegum málum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli. „Málin eru ekki eins. Það eru mismunandi lánveitendur, þau eru veitt á mismunandi tímabili og jafnframt eru mismunandi skilmálar. Þannig að það er ómögulegt að segja,“ segir Heiðrún. Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands tók í sama streng í samtali við fréttastofu í gær þegar hann sagði ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í fljótu bragði. Hvaða áhrif hefur þetta á neytendavernd að þínu mati? „Þessi tilskipun sem verið er að byggja á kemur frá Evrópu. Sú þróun hefur verið í Evrópu að auka neytendavernd og heilt yfir er það jákvætt. Það er að segja, að neytendur hafi betri rétt í öllum tilvikum.“ Þar sem um evrópskar reglur ræðir segir Heiðrún norræna kollega bankanna á Íslandi fylgjast grannt með málinu og SFF hafi veitt þeim upplýsingar í framvindu málsins. „Og það eru ekki síst Norðmenn og Danir sem eru að horfa til þess líka, hvort þeir þurfi að breyta sínum skilmálum.“
Fjármálafyrirtæki Neytendur Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Noregur Danmörk Vaxtamálið Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira