Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 14:17 Frá Poza Rica í Veracruz. Ástandið í bænum þykir hræðilegt og takmörkuð aðstoð hefur borist íbúum. AP/Felix Marquez Sex dögum eftir að tugir manna dóu vegna úrhellis í Mexíkó er fjölmargra enn saknað. Að minnsta kosti 66 eru látnir, samkvæmt tölum sem birtar voru í gærkvöldi, en enn hefur ekki tekist að finna 75 til viðbótar eftir að skyndiflóð og aurskriður léku íbúa Mexíkó grátt. Björgunarsveitum hafði enn ekki tekist að ná til um tvö hundruð bæja og þorpa sem einangruðust í hamförunum. Gagnrýni á störf ríkisstjórnar Mexíkó vegna hamfaranna hefur aukist til muna. Samkvæmt frétt Reuters hefur verið baulað á Cludia Sheinbaum, forseta landsins, þegar hún hefur heimsótt héruðin sem urðu hvað verst úti. Úrhellið olli miklum skemmdum í fimm ríkjum Mexíkó. Í einu þeirra, Veracruz, mældist rigningin 54 sentímetrar á nokkrum dögum í síðustu viku. Í samtali við AP fréttaveituna segir kona sem býr í bænum Poza Rica í Veracrus að lík liggi í leðjunni nærri húsi hennar og þó að hún hafi sagt frá því, hafi líkið ekki verið sótt. „Líkið er byrjað að rotna og enginn hefur komið og sótt hann,“ sagði Ana Luz Saucedo. Henni tókst naumlega að flýja bæinn með börnum sínum þegar flóðin byrjuðu í síðustu viku. Fréttaveitan segir að nokkrar götur í bænum liggi enn undir að minnsta kosti metra af vatni og leðju og þar ofan á séu allt að tveir metrar af alls konar braki eins og bílum og húsgögnum. Úrhelli í lok rigningartímabils Yfirvöld í Mexíkó segja að hamfarirnar útskýrist af einstökum aðstæðum sem sköpuðust í síðustu viku. Nokkur veðurkerfi hafi sameinast og valdið gífurlegri rigningu, í lok tímabils þar sem mikið hafði rignt. Þess vegna var fyrir mikið vatn í ám og jarðvegur blautur, sem gerði ástandið enn verra. Íbúar hafa þó kvartað yfir því að viðvaranir hafi borist allt of seint og mun fleiri hafi þess vegna dáið í flóðunum. „Margir dóu af því þeir voru ekki varaðir við. Þau vöruðu okkur ekki við,“ sagði Saucedo. Hún sagði fyrstu viðvaranir eingöngu hafa borist þegar árnar voru byrjaðar að flæða yfir bakka sína. Ekki áður, svo fólk hefði haft tíma til að komast í skjól. Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Björgunarsveitum hafði enn ekki tekist að ná til um tvö hundruð bæja og þorpa sem einangruðust í hamförunum. Gagnrýni á störf ríkisstjórnar Mexíkó vegna hamfaranna hefur aukist til muna. Samkvæmt frétt Reuters hefur verið baulað á Cludia Sheinbaum, forseta landsins, þegar hún hefur heimsótt héruðin sem urðu hvað verst úti. Úrhellið olli miklum skemmdum í fimm ríkjum Mexíkó. Í einu þeirra, Veracruz, mældist rigningin 54 sentímetrar á nokkrum dögum í síðustu viku. Í samtali við AP fréttaveituna segir kona sem býr í bænum Poza Rica í Veracrus að lík liggi í leðjunni nærri húsi hennar og þó að hún hafi sagt frá því, hafi líkið ekki verið sótt. „Líkið er byrjað að rotna og enginn hefur komið og sótt hann,“ sagði Ana Luz Saucedo. Henni tókst naumlega að flýja bæinn með börnum sínum þegar flóðin byrjuðu í síðustu viku. Fréttaveitan segir að nokkrar götur í bænum liggi enn undir að minnsta kosti metra af vatni og leðju og þar ofan á séu allt að tveir metrar af alls konar braki eins og bílum og húsgögnum. Úrhelli í lok rigningartímabils Yfirvöld í Mexíkó segja að hamfarirnar útskýrist af einstökum aðstæðum sem sköpuðust í síðustu viku. Nokkur veðurkerfi hafi sameinast og valdið gífurlegri rigningu, í lok tímabils þar sem mikið hafði rignt. Þess vegna var fyrir mikið vatn í ám og jarðvegur blautur, sem gerði ástandið enn verra. Íbúar hafa þó kvartað yfir því að viðvaranir hafi borist allt of seint og mun fleiri hafi þess vegna dáið í flóðunum. „Margir dóu af því þeir voru ekki varaðir við. Þau vöruðu okkur ekki við,“ sagði Saucedo. Hún sagði fyrstu viðvaranir eingöngu hafa borist þegar árnar voru byrjaðar að flæða yfir bakka sína. Ekki áður, svo fólk hefði haft tíma til að komast í skjól.
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira