Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 16:24 Vladimír Pútín og Donald Trump í Alaska í ágúst. AP/Jae C. Hong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. Þrátt fyrir það hefur Trump ekki látið verða af ítrekuðum hótunum sínum um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað forsetarnir töluðu um en væntanlega töluðu þeir mikið um innrás Rússa í Úkraínu, sem Trump hefur reynt að binda enda á en með takmörkuðum árangri. Þá er mögulegt að samtalið standi enn yfir þegar þetta er skrifað. Á meðan forsetarnir voru að tala saman birti Trump færslu á Truth Social, sínum eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði samtalið vera langt. Að öðru leyti myndi hann segja frá innihaldi þess, eins og Rússar myndu gera, þegar því væri lokið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur reglulega rætt við Trump í síma á undanförnum dögum og vikum og mun fara á fund Trumps í Washington á morgun. Selenskí er að vonast eftir því að geta keypt hergögn af Bandaríkjamönnum en efst á lista hans eru loftvarnarkerfi og flugskeyti í því. Þar að auki hefur Selenskí farið fram á að kaupa bandarískar stýriflaugar. Trump hefur gefið til kynna að hann gæti verið tilbúinn til að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Þau ummæli gætu þó verið til þess eins að reyna að setja þrýsting á Pútín til að fá hann að samningaborðinu, eins og Trump hefur gefið til kynna. „Vilja þeir fá Tomahawk-flaugar í þeirra átt? Það held ég ekki,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Ég held ég muni ræða þetta við Rússland.“ Úkraínumenn gætu notað umræddar stýriflaugar til áframhaldandi árása djúpt í Rússlandi en óljóst er hve margar slíkar þeir gætu fengið, taki Trump þá ákvörðun. Ráðamenn í Rússlandi hafa tekið ummælum um mögulega sölu stýriflauga til Úkraínu illa og hefur Pútín sjálfur, auk annarra, sagt að það myndi koma verulega niður á sambandi Bandaríkjanna og Rússlands. AP fréttaveitan sagði frá því í dag að starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hefðu farið að sýna frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og ríkjum sem kaupa olíu af Rússlandi nýjan áhuga. Slíkt frumvarp liggur fyrir á þingi en það var samið af þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins og nýtur stuðnings mikils meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Kínverjar og Indverjar hafa á undanförnum árum keypt langmest af rússneskri olíu. Trump sagðist í gær hafa vilyrði fyrir því að Indverjar ætluðu að hætta þeim kaupum. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Umrætt frumvarp hefur legið óhreift á þingi um nokkurt skeið en það hefur ekki verið samþykkt enn þar sem talið hefur verið að Trump myndi ekki skrifa undir það. Um tíma kom til greina að þingmenn myndu nýta þann mikla stuðning sem frumvarpið hefur á þingi til að komast hjá því að Trump þyrfti að skrifa undir það. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? AP segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi skoðað frumvarpið ítarlega að undanförnu, lagt til nokkrar breytingar og tillögur að orðræðu. Þingmenn segja þann aukna áhuga til marks um að Trump hafi mögulega loksins huga á því að herða aðgerðir gegn Rússlandi. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Þrátt fyrir það hefur Trump ekki látið verða af ítrekuðum hótunum sínum um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað forsetarnir töluðu um en væntanlega töluðu þeir mikið um innrás Rússa í Úkraínu, sem Trump hefur reynt að binda enda á en með takmörkuðum árangri. Þá er mögulegt að samtalið standi enn yfir þegar þetta er skrifað. Á meðan forsetarnir voru að tala saman birti Trump færslu á Truth Social, sínum eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði samtalið vera langt. Að öðru leyti myndi hann segja frá innihaldi þess, eins og Rússar myndu gera, þegar því væri lokið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur reglulega rætt við Trump í síma á undanförnum dögum og vikum og mun fara á fund Trumps í Washington á morgun. Selenskí er að vonast eftir því að geta keypt hergögn af Bandaríkjamönnum en efst á lista hans eru loftvarnarkerfi og flugskeyti í því. Þar að auki hefur Selenskí farið fram á að kaupa bandarískar stýriflaugar. Trump hefur gefið til kynna að hann gæti verið tilbúinn til að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Þau ummæli gætu þó verið til þess eins að reyna að setja þrýsting á Pútín til að fá hann að samningaborðinu, eins og Trump hefur gefið til kynna. „Vilja þeir fá Tomahawk-flaugar í þeirra átt? Það held ég ekki,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Ég held ég muni ræða þetta við Rússland.“ Úkraínumenn gætu notað umræddar stýriflaugar til áframhaldandi árása djúpt í Rússlandi en óljóst er hve margar slíkar þeir gætu fengið, taki Trump þá ákvörðun. Ráðamenn í Rússlandi hafa tekið ummælum um mögulega sölu stýriflauga til Úkraínu illa og hefur Pútín sjálfur, auk annarra, sagt að það myndi koma verulega niður á sambandi Bandaríkjanna og Rússlands. AP fréttaveitan sagði frá því í dag að starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hefðu farið að sýna frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og ríkjum sem kaupa olíu af Rússlandi nýjan áhuga. Slíkt frumvarp liggur fyrir á þingi en það var samið af þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins og nýtur stuðnings mikils meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Kínverjar og Indverjar hafa á undanförnum árum keypt langmest af rússneskri olíu. Trump sagðist í gær hafa vilyrði fyrir því að Indverjar ætluðu að hætta þeim kaupum. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Umrætt frumvarp hefur legið óhreift á þingi um nokkurt skeið en það hefur ekki verið samþykkt enn þar sem talið hefur verið að Trump myndi ekki skrifa undir það. Um tíma kom til greina að þingmenn myndu nýta þann mikla stuðning sem frumvarpið hefur á þingi til að komast hjá því að Trump þyrfti að skrifa undir það. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? AP segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi skoðað frumvarpið ítarlega að undanförnu, lagt til nokkrar breytingar og tillögur að orðræðu. Þingmenn segja þann aukna áhuga til marks um að Trump hafi mögulega loksins huga á því að herða aðgerðir gegn Rússlandi.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira