Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 16. október 2025 16:32 Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn okkar Íslendinga. Fáninn er fallegt tákn frelsis, fullveldis og sjálfstæðis okkar þjóðar. Fáninn ber sögu okkar, menningu og gildum fagurt vitni og sameinar þjóðina. Margir hafa verið á þeirri skoðun að við ættum að nota fánann mun meira en gert er. Ekki að hann blakti aðeins á hátíðisdögum og á opinberum fánadögum heldur sé notaður sem merki sem víðast og mest. Að mínu mati var það til dæmis síður en svo til bóta þegar þjóðfáninn var tekinn úr endurnýjuðu og breyttu merki Alþingis. Núverandi fánalög eru nokkuð hamlandi. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir veigra sér við að flagga vegna þeirra takmarkana sem lögin setja um notkun fánans. Umræður um fánalögin koma upp annað slagið hér á landi og hvort gera skuli breytingar á þeim. Í kjölfar þess að þingmenn fengu opinbera hvatningu í gær, frá Steinþóri Jónssyni einstaklingi í ferðaþjónustu tók ég málið upp á Alþingi. Þar tók ég undir það að gera þurfi breytingar á þessum lögum, einfalda þau eða ryðja úr vegi hindrunum við notkun fánans. Tillaga Steinþórs er um að því verði komið inn í lögin að heimilt verði að flagga allan sólarhringinn á björtum sumardögum, eða frá 15. maí – 15. september. Það er góð tillaga, einföld breyting í framkvæmd og gæti verið eitt af skrefunum í átt að aukinni notkun fánans okkar. Við eigum að gera íslenska fánanum hærra undir höfði. Sýna honum og íslenskri menningararfleifð þá virðingu og sóma sem honum ber með meiri og almennari notkun. Við getum tekið frændur okkar á Norðurlöndunum til fyrirmyndar, en þjóðfánar þeirra eru mun meira áberandi hjá þeim en hjá okkur. Við sjálfstæðismenn styðjum það að fánalögin verði tekin til endurskoðunar í því skyni að einfalda notkun á okkar fallega sameiningartákni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Íslenski fáninn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn okkar Íslendinga. Fáninn er fallegt tákn frelsis, fullveldis og sjálfstæðis okkar þjóðar. Fáninn ber sögu okkar, menningu og gildum fagurt vitni og sameinar þjóðina. Margir hafa verið á þeirri skoðun að við ættum að nota fánann mun meira en gert er. Ekki að hann blakti aðeins á hátíðisdögum og á opinberum fánadögum heldur sé notaður sem merki sem víðast og mest. Að mínu mati var það til dæmis síður en svo til bóta þegar þjóðfáninn var tekinn úr endurnýjuðu og breyttu merki Alþingis. Núverandi fánalög eru nokkuð hamlandi. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir veigra sér við að flagga vegna þeirra takmarkana sem lögin setja um notkun fánans. Umræður um fánalögin koma upp annað slagið hér á landi og hvort gera skuli breytingar á þeim. Í kjölfar þess að þingmenn fengu opinbera hvatningu í gær, frá Steinþóri Jónssyni einstaklingi í ferðaþjónustu tók ég málið upp á Alþingi. Þar tók ég undir það að gera þurfi breytingar á þessum lögum, einfalda þau eða ryðja úr vegi hindrunum við notkun fánans. Tillaga Steinþórs er um að því verði komið inn í lögin að heimilt verði að flagga allan sólarhringinn á björtum sumardögum, eða frá 15. maí – 15. september. Það er góð tillaga, einföld breyting í framkvæmd og gæti verið eitt af skrefunum í átt að aukinni notkun fánans okkar. Við eigum að gera íslenska fánanum hærra undir höfði. Sýna honum og íslenskri menningararfleifð þá virðingu og sóma sem honum ber með meiri og almennari notkun. Við getum tekið frændur okkar á Norðurlöndunum til fyrirmyndar, en þjóðfánar þeirra eru mun meira áberandi hjá þeim en hjá okkur. Við sjálfstæðismenn styðjum það að fánalögin verði tekin til endurskoðunar í því skyni að einfalda notkun á okkar fallega sameiningartákni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun