Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Sverrir Mar Smárason skrifar 16. október 2025 23:01 Rúnar Ingi Erlingsson fagnaði fyrsta sigri vetrarins á Akranesi í kvöld. Vísir/Anton Njarðvík vann öflugan útisigur gegn ÍA í Bónusdeild karla í kvöld eftir framlengdan leik. Leikurinn sveiflaðist fram og til baka en Njarðvík vann að lokum 11 stiga sigur, 119-130. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var gríðarlega ánægður með torsóttan sigur sinna manna. „Ég er bara virkilega glaður að fara héðan með tvö stig. Þetta var virkilega erfiður leikur og mér fannst ÍA liðið gott. Það var erfitt að eiga við einstaklingsgæðin inni í teig og fjölhæfnina. Svo var Josip sem spilaði ekkert síðast bara virkilega erfiður. Þetta var mikil barátta og við vorum í bölvuðu basli allan leikinn. Fundum smá takt í 3. leikhluta og náðum forystu og gerðum svo nóg í upphafi framlengingar. Þeir gáfust ekkert upp og létu á okkur reyna fram til síðustu sekúndna og ég er guðslifandi feginn að labba hér út með tvö stig,“ sagði Rúnar Ingi. Stigin tvö voru þau fyrstu sem Njarðvík fær á tímabilinu eftir að þeir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Það þýddi mjög mikið fyrir þjálfara liðsins að liðið skyldi vera komið á blað. „Það er bara risastórt. Líka bara stórt þegar þú veist að þú ert ekki að spila þinn allra besta körfubolta og ert aðeins í einhverju veseni. Við erum að eiga við alls konar tilfinningar og sem betur fer er ég með hóp sem er tilbúinn að leggja á sig endalausa vinnu. Menn eru í þessu til þess að finna lausnir og vilja gera eins vel og hægt er. Að ná í þessi fyrstu tvö stig í svona leik, það eru margar andlegar baráttur og í þessari stemningu hérna í þessu geggjaða íþróttahúsi. Ég er bara glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Rúnar Ingi og hélt svo áfram, „Þetta hjálpar okkur klárlega. Það er virkilega mikilvægt inni í klefanum að búa til sjálfstraust. Sóknarlega erum við komnir á allt annan stað en við vorum fyrir nokkrum vikum og nú þurfum við bara aðeins að læsa varnarlega og tengjast betur. Þá getum við farið að raunverulega byggja eitthvað upp.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var gríðarlega ánægður með torsóttan sigur sinna manna. „Ég er bara virkilega glaður að fara héðan með tvö stig. Þetta var virkilega erfiður leikur og mér fannst ÍA liðið gott. Það var erfitt að eiga við einstaklingsgæðin inni í teig og fjölhæfnina. Svo var Josip sem spilaði ekkert síðast bara virkilega erfiður. Þetta var mikil barátta og við vorum í bölvuðu basli allan leikinn. Fundum smá takt í 3. leikhluta og náðum forystu og gerðum svo nóg í upphafi framlengingar. Þeir gáfust ekkert upp og létu á okkur reyna fram til síðustu sekúndna og ég er guðslifandi feginn að labba hér út með tvö stig,“ sagði Rúnar Ingi. Stigin tvö voru þau fyrstu sem Njarðvík fær á tímabilinu eftir að þeir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Það þýddi mjög mikið fyrir þjálfara liðsins að liðið skyldi vera komið á blað. „Það er bara risastórt. Líka bara stórt þegar þú veist að þú ert ekki að spila þinn allra besta körfubolta og ert aðeins í einhverju veseni. Við erum að eiga við alls konar tilfinningar og sem betur fer er ég með hóp sem er tilbúinn að leggja á sig endalausa vinnu. Menn eru í þessu til þess að finna lausnir og vilja gera eins vel og hægt er. Að ná í þessi fyrstu tvö stig í svona leik, það eru margar andlegar baráttur og í þessari stemningu hérna í þessu geggjaða íþróttahúsi. Ég er bara glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Rúnar Ingi og hélt svo áfram, „Þetta hjálpar okkur klárlega. Það er virkilega mikilvægt inni í klefanum að búa til sjálfstraust. Sóknarlega erum við komnir á allt annan stað en við vorum fyrir nokkrum vikum og nú þurfum við bara aðeins að læsa varnarlega og tengjast betur. Þá getum við farið að raunverulega byggja eitthvað upp.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira