Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 17. október 2025 12:59 Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar. Vísir/Anton Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. „Við sendum frá okkur afkomuviðvörun í gær þar sem kemur fram að áætluð rekstarafkoma í lok árs verður önnur en gert var ráð fyrir. Helsta skýringin á þessu er að það er ákveðin hliðrun á tekjum, það er sem sagt seinkum á tekjum af heildrænum viðskiptum vegna inngöngutilboða meðal annars. Svo er áskriftasalan undir væntingum og auglýsingasalan líka,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Í afkomuviðvörunni segir að áætlaður rekstrarhagnaður hafi verið á bilinu 800 til 1000 milljónir en áætlaður hagnaður er nú um 280 milljónir króna. Vegna þessa hefur nokkrum starfsmönnum verið sagt upp en ekki var um hópuppsögn að ræða. „Við gerum nokkrar breytingar á stjórnskipulagi í dag. Það eru nokkrir starfsmenn sem verða fyrir þessum breytingum í dag. Það sem við gerum líka er að við endurráðum ekki í nokkrar stöður,“ segir hún. „Við erum að hagræða.“ Tekjumódel fyrirtækisins verður endurskoðað en Herdís og starfsmenn Sýnar haldi ótrauðir áfram að vinna í sínum verkefnum. Slæm samkeppnisstaða Herdís segir að nýleg ákvörðun Fjarskiptastofu hafi haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sýn hefur staðið í ströngu þar sem þau vildu ekki dreifa Enska boltanum á inn á lokað kerfi Símans. Árið 2019 reyndi Síminn að gera hið sama við Sýn en ekki voru forsendur fyrir því. „Hún í raun kemur í veg fyrir að við getum aðgreint okkur á markaði. Þetta er mjög sérstök niðurstaða ef maður horfir til þess af því það sem við erum að fara fram á er að fólk geti raunverulega horft á allt sjónvarpsefni sem við framleiðum, kaupum og dreifum í gegnum app,“ segir hún. Yfir 99 prósent Íslendinga hafi aðgang að Interneti sem sanni að búið sé að svara flutningsréttinum. Þá nefndi hún einnig fjölmiðlafrumvarpið sem var samþykkt á Alþingi í gær. Vegna þess fær Sýn lægri styrk frá ríkinu fyrir fjölmiðlun. „Svo vil ég líka nefna aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum fjölmiðlum á Íslandi. Það hefur mikið verið talað um þetta en lítið gert. Það kom nýlega fram skýrsla frá Viðskiptaráði hvað þetta varðar. Það er annars vegar staða RÚV á markaði sem nýtur bæði opinberra framlaga og auglýsingatekna og er þar með með um níu milljarða í veltu í samkeppni við okkur. Á meðan þurfum við að treysta á auglýsingatekjur. Þetta er ofboðslega skökk staða og hefur verið til margra ára en ekkert hefur verið gert.“ Að lokum nefnir hún mikla samkeppni frá erlendum miðlum líkt og streymisveitum og samskiptamiðlum sem hafi haft áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þetta hefur áhrif á samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla.“ Sýn Fjölmiðlar Vinnumarkaður Fjarskipti Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
„Við sendum frá okkur afkomuviðvörun í gær þar sem kemur fram að áætluð rekstarafkoma í lok árs verður önnur en gert var ráð fyrir. Helsta skýringin á þessu er að það er ákveðin hliðrun á tekjum, það er sem sagt seinkum á tekjum af heildrænum viðskiptum vegna inngöngutilboða meðal annars. Svo er áskriftasalan undir væntingum og auglýsingasalan líka,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Í afkomuviðvörunni segir að áætlaður rekstrarhagnaður hafi verið á bilinu 800 til 1000 milljónir en áætlaður hagnaður er nú um 280 milljónir króna. Vegna þessa hefur nokkrum starfsmönnum verið sagt upp en ekki var um hópuppsögn að ræða. „Við gerum nokkrar breytingar á stjórnskipulagi í dag. Það eru nokkrir starfsmenn sem verða fyrir þessum breytingum í dag. Það sem við gerum líka er að við endurráðum ekki í nokkrar stöður,“ segir hún. „Við erum að hagræða.“ Tekjumódel fyrirtækisins verður endurskoðað en Herdís og starfsmenn Sýnar haldi ótrauðir áfram að vinna í sínum verkefnum. Slæm samkeppnisstaða Herdís segir að nýleg ákvörðun Fjarskiptastofu hafi haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sýn hefur staðið í ströngu þar sem þau vildu ekki dreifa Enska boltanum á inn á lokað kerfi Símans. Árið 2019 reyndi Síminn að gera hið sama við Sýn en ekki voru forsendur fyrir því. „Hún í raun kemur í veg fyrir að við getum aðgreint okkur á markaði. Þetta er mjög sérstök niðurstaða ef maður horfir til þess af því það sem við erum að fara fram á er að fólk geti raunverulega horft á allt sjónvarpsefni sem við framleiðum, kaupum og dreifum í gegnum app,“ segir hún. Yfir 99 prósent Íslendinga hafi aðgang að Interneti sem sanni að búið sé að svara flutningsréttinum. Þá nefndi hún einnig fjölmiðlafrumvarpið sem var samþykkt á Alþingi í gær. Vegna þess fær Sýn lægri styrk frá ríkinu fyrir fjölmiðlun. „Svo vil ég líka nefna aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum fjölmiðlum á Íslandi. Það hefur mikið verið talað um þetta en lítið gert. Það kom nýlega fram skýrsla frá Viðskiptaráði hvað þetta varðar. Það er annars vegar staða RÚV á markaði sem nýtur bæði opinberra framlaga og auglýsingatekna og er þar með með um níu milljarða í veltu í samkeppni við okkur. Á meðan þurfum við að treysta á auglýsingatekjur. Þetta er ofboðslega skökk staða og hefur verið til margra ára en ekkert hefur verið gert.“ Að lokum nefnir hún mikla samkeppni frá erlendum miðlum líkt og streymisveitum og samskiptamiðlum sem hafi haft áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þetta hefur áhrif á samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla.“
Sýn Fjölmiðlar Vinnumarkaður Fjarskipti Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira