Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2025 13:25 Logi Einarsson segist hafa áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir afkomuviðvörun Sýnar. Vísir/Ívar Fannar Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir umsögn minnihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd um fjölmiðlafrumvarp hans ómálefnalega. Slæm staða Sýnar sé enn eitt dæmið um að grípa þurfi til aðgerða á fjölmiðlamarkaði, sem gert verði strax í nóvember. Minnihluti nefndarinnar hefur lagst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla og segir frumvarpið, sem lagt var fram af Loga, senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina. Ráðherra leggur til með frumvarpinu að hámark styrkja verði lækkað úr 25 prósentum í 22 sem hefur áhrif á miðla tveggja fyrirtækja: Sýnar og Árvakurs. „Það er bara ómálefnalegt og ósmekklegt að stilla þessu upp með þessum hætti. Ég útskýrði hvað lá til grundvallar þegar ég lagði þetta fram í febrúar, það var í rauninni verið að dreifa styrknum meira. Þetta er vissulega upphæð upp á kannski fimmtán milljónir fyrir tvo af fjölmiðlunum en þetta er ekki afgerandi hlutur í stóra samhenginu,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Erlend samkeppni mjög flókin Hann segir vandamálið sem blasi við vera það að fjölmiðlar hafi undanfarin ár verið í erfiðri stöðu og það batni ekki. „Þeir eru í mikilli samkeppni við erlendar streymisveitur, sem hafa 50 prósent hlutdeild hér á markaði á meðan aðeins 15 prósent Íslendinga borgar fyrir fréttaþjónustu. Við þurfum að ráðast í stórar aðgerðir gagnvart erlendri samkeppni, bæta rekstrarskilyrði innlendrar fjölmiðlunar og fara í aðgerðir til að rétta stöðu þessara frjálsu miðla gagnvart RÚV.“ Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins hvatti til þess í vor að styrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir, eftir að miðillinn fjallaði mikið um flokkinn í byrjun árs. Logi fordæmir þetta. „Ég hef fordæmt slík ummæli. Stjórnmálafólk á almennt að sjá hag af því að hér séu aðhaldssamir fjölmiðlar sem gegni lýðræðishlutverkinu og sýni stjórnvöldum aðhald. Ég fagna slíku. Ég hef ekki tekið undir þessi ummæli, þvert á móti hef ég sagt að þau eru ósmekkleg,“ segir Logi. Hefur áhyggjur Hann segir nýjustu fregnir, af afkomuviðvörun Sýnar, hvetja ríkisstjórnina til að ganga rösklega til verks. Ertu að fylgjast með málinu? Hefurðu áhyggjur? „Já, auðvitað hef ég áhyggjur. Þetta er grafalvarlegt og þetta sýnir í hvaða stöðu mikilvægir fjölmiðlar á Íslandi eru. Þetta mun hvetja okkur til að ganga kannski hraðar til verks en við ætluðum. Við ætluðum að taka okkur tíma í þetta. Við munum birtast með tillögur strax í nóvember varðandi RÚV og fleiri,“ segir Logi. „Við ætlum að kalla fjölmiðlana til samráðs og leyfa þeim að sjá á spilin og kalla eftir hugmyndum frá þeim og viðbrögðum við því sem við erum að velta fyrir okkur. Ég held að það skipti máli að taka á þessari stóru mynd en týnum okkur ekki í smáatriðunum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17. október 2025 12:59 Gengi Sýnar í frjálsu falli Gengi hlutabréfa Sýnar hefur lækkað um tæplega tuttugu prósent síðan markaðir opnuðu klukkan 09:30. 17. október 2025 09:55 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Minnihluti nefndarinnar hefur lagst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla og segir frumvarpið, sem lagt var fram af Loga, senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina. Ráðherra leggur til með frumvarpinu að hámark styrkja verði lækkað úr 25 prósentum í 22 sem hefur áhrif á miðla tveggja fyrirtækja: Sýnar og Árvakurs. „Það er bara ómálefnalegt og ósmekklegt að stilla þessu upp með þessum hætti. Ég útskýrði hvað lá til grundvallar þegar ég lagði þetta fram í febrúar, það var í rauninni verið að dreifa styrknum meira. Þetta er vissulega upphæð upp á kannski fimmtán milljónir fyrir tvo af fjölmiðlunum en þetta er ekki afgerandi hlutur í stóra samhenginu,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Erlend samkeppni mjög flókin Hann segir vandamálið sem blasi við vera það að fjölmiðlar hafi undanfarin ár verið í erfiðri stöðu og það batni ekki. „Þeir eru í mikilli samkeppni við erlendar streymisveitur, sem hafa 50 prósent hlutdeild hér á markaði á meðan aðeins 15 prósent Íslendinga borgar fyrir fréttaþjónustu. Við þurfum að ráðast í stórar aðgerðir gagnvart erlendri samkeppni, bæta rekstrarskilyrði innlendrar fjölmiðlunar og fara í aðgerðir til að rétta stöðu þessara frjálsu miðla gagnvart RÚV.“ Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins hvatti til þess í vor að styrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir, eftir að miðillinn fjallaði mikið um flokkinn í byrjun árs. Logi fordæmir þetta. „Ég hef fordæmt slík ummæli. Stjórnmálafólk á almennt að sjá hag af því að hér séu aðhaldssamir fjölmiðlar sem gegni lýðræðishlutverkinu og sýni stjórnvöldum aðhald. Ég fagna slíku. Ég hef ekki tekið undir þessi ummæli, þvert á móti hef ég sagt að þau eru ósmekkleg,“ segir Logi. Hefur áhyggjur Hann segir nýjustu fregnir, af afkomuviðvörun Sýnar, hvetja ríkisstjórnina til að ganga rösklega til verks. Ertu að fylgjast með málinu? Hefurðu áhyggjur? „Já, auðvitað hef ég áhyggjur. Þetta er grafalvarlegt og þetta sýnir í hvaða stöðu mikilvægir fjölmiðlar á Íslandi eru. Þetta mun hvetja okkur til að ganga kannski hraðar til verks en við ætluðum. Við ætluðum að taka okkur tíma í þetta. Við munum birtast með tillögur strax í nóvember varðandi RÚV og fleiri,“ segir Logi. „Við ætlum að kalla fjölmiðlana til samráðs og leyfa þeim að sjá á spilin og kalla eftir hugmyndum frá þeim og viðbrögðum við því sem við erum að velta fyrir okkur. Ég held að það skipti máli að taka á þessari stóru mynd en týnum okkur ekki í smáatriðunum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17. október 2025 12:59 Gengi Sýnar í frjálsu falli Gengi hlutabréfa Sýnar hefur lækkað um tæplega tuttugu prósent síðan markaðir opnuðu klukkan 09:30. 17. október 2025 09:55 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17. október 2025 12:59
Gengi Sýnar í frjálsu falli Gengi hlutabréfa Sýnar hefur lækkað um tæplega tuttugu prósent síðan markaðir opnuðu klukkan 09:30. 17. október 2025 09:55