Innlent

Juli­an Ass­an­ge í heim­sókn á Ís­landi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Julian Assange sást á Vitabar í vikunni að snæðingi.
Julian Assange sást á Vitabar í vikunni að snæðingi.

Julian Assange, blaðamaður og stofnandi Wikileaks, er staddur á Íslandi í stuttri heimsókn. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir að Assange hafi komið hingað í frí en auðvitað komi vinnan eitthvað til tals.

Eftir rúmlega fimmtán ára óvissu, ákærur, stofufangelsi í sendiráði og einangrun í Belmarsh-fangelsi, sneri Julian Assange heim til Ástralíu í fyrrasumar.

Hann hefur því verið frjáls maður í rúmt ár, en Kristinn segir að hann hafi notað árið í að jafna sig eftir fimmtán ára innilokun.

„Hann hefur haft hægt um sig, hann er að vinna upp glataðar stundir með eiginkonu og börnum. Hann hefur aðeins látið sjá sig í Evrópuheimsóknum síðan,“ segir Kristinn.

Assange hafi ekki heimsótt Ísland síðan 2010, þegar hann var hér löngum stundum.

„Það fer kannski að líða að einhverjum stærri tíðindum, hvaða skref hann tekur í framhaldinu. Án þess að ég fari að lofa því fyrir hans hönd,“ segir Kristinn.

Assange hafi fundist ánægjulegt að viðra sig í haustblíðunni á Íslandi, en stoppið hafi verið stutt og hann á leið úr landi.


Tengdar fréttir

Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks

Eftir rúmlega fimmtán ára óvissu, ákærur, stofufangelsi í sendiráði og einangrun í Belmarsh-fangelsi, sneri Julian Assange heim til Ástralíu í fyrrasumar. Kristinn Hrafnsson lýsir lokasprettinum, viðkvæmum viðræðum við erlenda ráðamenn og framtíð WikiLeaks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×