Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar 20. október 2025 08:32 Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022. Fimmtudaginn 16. október síðastliðinn kom út skýrsla Innri Endurskoðunar og ráðgjafar (IER) um þessa bensínstöðvarlóðasamninga og undanfarna daga hefur í opinberri umfjöllun um skýrsluna lítið verið fjallað um það sem ég myndi kalla silfurfat Samfylkingarinnar. Í hverju felst silfurfatið? Í maí 2019 var með samþykki allra flokka í borgarráði ákveðið að leita samninga við olíufélögin um að draga úr bensíntengdri þjónustustarfsemi og í stað bensínstöðva skyldi rísa húsnæði fyrir íbúa og eftir atvikum atvinnulíf. Í áðurnefndri skýrslu IER kemur fram að árið 2019 hafi verið búið að vinna faglega vinnu til að undirbúa samningaviðræðurnar en að töluvert af mistökum hafi verið gerð við sjálfa samningsgerðina, annars vegar 24. júní 2021 og hins vegar 10. febrúar 2022. Þau mistök hafa leitt til þeirrar áhættu að viðsemjendur borgarinnar, olíufélögin, hafi fengið of hagstæð kjör, sem kunna að brjóta í bága við ýmsar réttarreglur, svo sem eins og um ríkisaðstoð, jafnræði og samkeppni. Sem sagt, borgin samdi af sér og afhenti olíufélögunum of mikil verðmæti. Í sjötta kafla skýrslu IER er að finna greiningu á nokkrum þeirra eigna sem féllu undir bensínstöðvarlóðasamningana. Sem dæmi seldi Olís bensínstöðvarlóð að Egilsgötu 5 á 805 milljónir króna í nóvember 2024 en líklegt byggingarréttargjald borgarinnar hefði verið um 66 milljónir króna. Annað dæmi varðar bensínstöð Olís í Norður-Mjódd, að Álfabakka 7, en lóðarleigusamningur þeirrar bensínstöðvar var runninn út þegar gengið var til samninga við fyrirtækið. Réttindi Olís yfir lóðinni voru seld á tæpar 370 milljónir króna í júní 2022. Sú lóð er hluti af áformum um að byggja yfir 500 íbúða byggð í Norður-Mjódd. Fleiri dæmi mætti nefna og um þau er fjallað í skýrslu IER. Pólitíska stöðumatið Árið 2019 voru samningsmarkmið borgarinnar skilgreind, meðal annars áttu byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á niðurlögðum bensínstöðvum að falla niður, en þó aðeins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt þegar samningar við olíufélögin voru bornir undir borgarráð í lok júní 2021 og í byrjun febrúar 2022, sjá til dæmis bls. 99 í skýrslu IER. Þrátt fyrir þennan ágalla var gengið til samninga við olíufélögin með samþykki Samfylkingarinnar og þáverandi fylgihnetta þessa flokks í borgarstjórn. Kjarni málsins er einfaldur, silfurfatið sem olíufélögin fengu afhent í boði Samfylkingarinnar í borginni, er augljóst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Helgi Áss Grétarsson Bensín og olía Skipulag Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022. Fimmtudaginn 16. október síðastliðinn kom út skýrsla Innri Endurskoðunar og ráðgjafar (IER) um þessa bensínstöðvarlóðasamninga og undanfarna daga hefur í opinberri umfjöllun um skýrsluna lítið verið fjallað um það sem ég myndi kalla silfurfat Samfylkingarinnar. Í hverju felst silfurfatið? Í maí 2019 var með samþykki allra flokka í borgarráði ákveðið að leita samninga við olíufélögin um að draga úr bensíntengdri þjónustustarfsemi og í stað bensínstöðva skyldi rísa húsnæði fyrir íbúa og eftir atvikum atvinnulíf. Í áðurnefndri skýrslu IER kemur fram að árið 2019 hafi verið búið að vinna faglega vinnu til að undirbúa samningaviðræðurnar en að töluvert af mistökum hafi verið gerð við sjálfa samningsgerðina, annars vegar 24. júní 2021 og hins vegar 10. febrúar 2022. Þau mistök hafa leitt til þeirrar áhættu að viðsemjendur borgarinnar, olíufélögin, hafi fengið of hagstæð kjör, sem kunna að brjóta í bága við ýmsar réttarreglur, svo sem eins og um ríkisaðstoð, jafnræði og samkeppni. Sem sagt, borgin samdi af sér og afhenti olíufélögunum of mikil verðmæti. Í sjötta kafla skýrslu IER er að finna greiningu á nokkrum þeirra eigna sem féllu undir bensínstöðvarlóðasamningana. Sem dæmi seldi Olís bensínstöðvarlóð að Egilsgötu 5 á 805 milljónir króna í nóvember 2024 en líklegt byggingarréttargjald borgarinnar hefði verið um 66 milljónir króna. Annað dæmi varðar bensínstöð Olís í Norður-Mjódd, að Álfabakka 7, en lóðarleigusamningur þeirrar bensínstöðvar var runninn út þegar gengið var til samninga við fyrirtækið. Réttindi Olís yfir lóðinni voru seld á tæpar 370 milljónir króna í júní 2022. Sú lóð er hluti af áformum um að byggja yfir 500 íbúða byggð í Norður-Mjódd. Fleiri dæmi mætti nefna og um þau er fjallað í skýrslu IER. Pólitíska stöðumatið Árið 2019 voru samningsmarkmið borgarinnar skilgreind, meðal annars áttu byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á niðurlögðum bensínstöðvum að falla niður, en þó aðeins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt þegar samningar við olíufélögin voru bornir undir borgarráð í lok júní 2021 og í byrjun febrúar 2022, sjá til dæmis bls. 99 í skýrslu IER. Þrátt fyrir þennan ágalla var gengið til samninga við olíufélögin með samþykki Samfylkingarinnar og þáverandi fylgihnetta þessa flokks í borgarstjórn. Kjarni málsins er einfaldur, silfurfatið sem olíufélögin fengu afhent í boði Samfylkingarinnar í borginni, er augljóst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun