Enski boltinn

Fyrr­verandi leik­maður Real Madrid og Everton fékk slag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Royston Drenthe í leik með Everton gegn Sunderland.
Royston Drenthe í leik með Everton gegn Sunderland. vísir/getty

Royston Drenthe, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, Everton og fleiri liða, er á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið slag.

Hinn 38 ára Drenthe fékk slagið á föstudaginn. Samkvæmt FC de Rebellen, umboðsskrifstofu sem sér um fyrrverandi fótboltamenn, er Drenthe í góðum höndum og vonast er til að hann nái heilsu fljótlega.

Hollendingurinn hóf ferilinn hjá Feyenoord í heimalandinu en gekk í raðir Real Madrid 2007. Hann varð Spánarmeistari á fyrsta tímabili sínu með Madrídarliðinu.

Drenthe var lánaður til Everton tímabilið 2011-12 og lék einnig með Reading og Sheffield Wednesday á Englandi.

Drenthe fór víða á ferlinum en síðast lék hann með Kozakken Boys í Hollandi. Hann lék einn leik fyrir hollenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×