Handbolti

Viktor til liðs við frænda sinn og bróður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Sigurðsson er nýr leikmaður Fram.
Viktor Sigurðsson er nýr leikmaður Fram. Fram

Viktor Sigurðsson er genginn til liðs við Fram í Olís deild karla í handbolta en Framarar segja frá þessum fréttum á miðlum sínum.

Viktor er 24 ára vinstri skytta en hann hefur á liðnum árum spilað hjá Val. Leikmaðurinn er aftur á mótui uppalinn hjá ÍR.

Viktor varð meðal annars Evrópumeistari með Valsmönnum. Hann skoraði sextán mörk í fyrstu sex leikjum Vals í deildinni í vetur.

Viktor kemur úr mikilli Fram fjölskyldu en afi hans Rúnar Guðmannsson spilaði einnig handbolta með Fram, sem og faðir hans Sigurður Rúnarsson.

Hjá Fram hittir Viktor fyrir bróður sinn Theodór og frænda sinn, Rúnar Kárason.

„Við erum spenntir fyrir því að fá Viktor til liðs við Fram. Við höfum mikla trú á honum sem leikmanni og að hann passar vel inn í öflugan leikmannahóp félagsins,“ segir Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×