Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 11:04 Nebojsa Pavkovic (t.v.) á heræfingu í Serbíu árið 2000, ári eftir að stríði Serba í Kósovó lauk. Hann var síðar dæmdur fyrir stríðsglæpi og fangelsaður í Finnlandi. AP/Darko Vijinovic Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. Nebojsa Pavkovic var hershöfðingi júgóslavneska hersins, sameiginlegs hers Serbíu og Svartfjallalands, þegar hann barði niður uppreisn albansks þjóðernisminnihluta í Kósovóhéraði frá 1998 til 1999. Undir stjórn Pavkovic beittu serbneskar hersveitir Kósovóalbani kerfisbundnu ofbeldi og ofríki, meðal annars með morðum, pyntingum, brottvísunum og handtökum. Rúmlega þrettán þúsund manns féllu í átökunum, fyrst og fremst Kósovóalbanir. Eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn og knúði Serba til uppgjafar árið 1999 var bæði Slobodan Milosevic, forseti, og Pavkovic sóttir til saka fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Pavkovic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir þau voðaverk sem hann bar ábyrgð á og afplánaði dóm sinn í Finnlandi. Pavkovic var sleppt úr finnska fangelsinu fyrir innan við mánuði. Hann lést í Belgrad í Serbíu 79 ára að aldri í gær. Þrátt fyrir stríðsglæpi sína var hann álitinn stríðshetja í Serbíu og meðal annars gerður að yfirforingja serbneska hersins árið 2000. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, mærði Pavkovic í gær fyrir að hafa þjónað þjóð sinni og hernum. „Þeir sem deildu erfiðum og glæstum dögum með honum munu varðveita minningu hans,“ sagði forsetinn. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en Serbar hafa enn ekki viðurkennt ríkið. Serbía Kósovó Hernaður Andlát Finnland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Nebojsa Pavkovic var hershöfðingi júgóslavneska hersins, sameiginlegs hers Serbíu og Svartfjallalands, þegar hann barði niður uppreisn albansks þjóðernisminnihluta í Kósovóhéraði frá 1998 til 1999. Undir stjórn Pavkovic beittu serbneskar hersveitir Kósovóalbani kerfisbundnu ofbeldi og ofríki, meðal annars með morðum, pyntingum, brottvísunum og handtökum. Rúmlega þrettán þúsund manns féllu í átökunum, fyrst og fremst Kósovóalbanir. Eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn og knúði Serba til uppgjafar árið 1999 var bæði Slobodan Milosevic, forseti, og Pavkovic sóttir til saka fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Pavkovic hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir þau voðaverk sem hann bar ábyrgð á og afplánaði dóm sinn í Finnlandi. Pavkovic var sleppt úr finnska fangelsinu fyrir innan við mánuði. Hann lést í Belgrad í Serbíu 79 ára að aldri í gær. Þrátt fyrir stríðsglæpi sína var hann álitinn stríðshetja í Serbíu og meðal annars gerður að yfirforingja serbneska hersins árið 2000. Aleksander Vucic, forseti Serbíu, mærði Pavkovic í gær fyrir að hafa þjónað þjóð sinni og hernum. „Þeir sem deildu erfiðum og glæstum dögum með honum munu varðveita minningu hans,“ sagði forsetinn. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en Serbar hafa enn ekki viðurkennt ríkið.
Serbía Kósovó Hernaður Andlát Finnland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1. október 2023 22:49
NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56